Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1952, Page 10

Freyr - 15.02.1952, Page 10
56 FREYR Við tilraunir hefir verið prófað hvort breyta mætti eðli kýrinnar til þess að selja hratt eða hægt. Að vísu má bæta um ef illa hefir verið mjaltað þannig, að kýrin selur betur þegar betur er mjólkað, og með þvi að byrja rétt má hjálpa kúnni til þess að hraða mjólkurstraumnum fyrstu mín- útuna og spara þannig hina síðustu, en stefna mjaltalínunnar breytist ekki fyrir því. Á N. I. R. D. hafa menn framkvæmt nokkrar tilraunir um þessi efni. Reynt hefir verið, um 5—6 vikna skeið, að taka vélarnar af kúnum þegar liðið var um það bil 60% af eðlilegum mjaltatíma. Þetta bar þann árangur, að illa var mjaltað en breytti hinsvegar ekki mjaltahraðanum. Þá hefir hin leiðin verið prófu<$ að láta mjaltavélina vera á kúnum tvöfalt lengur en eðlilegt er en mjólkurstraumslínan breyttist ekkert við það. Þá hafa enn- fremur verið gerðar tilraunir með 40 fyrsta kálfs kvígur, til þess að prófa hvort hægt væri að breyta mjólkurgjafaeðli þeirra. Helmingur þeirra var mjaltaður 4 mínút- ur í hvert sinn, allt mjaltaskeiðið, en hinn helmingurinn í 8 mínútur, án tillits til mjólkurmagns og hraðstreymis mjólkur- innar. Þó að þessir mjaltatímar væru haldnir nákvæmlega, breyttist hraðstreymi mjólkurinnar ekkert, hjá hvorugum hópn- um, á neinum tíma mjaltaskeiðsins. Sjálfsagt er að athuga mjólkina úr hverjum spena áður en mjaltir byrja. Þegar mjólkað er i próf- könnuna er auðvelt að sjá mjólk- urgalla og i baráttu gegn júgur- bólgu er þetta sjálfsagt. Hvað ákveður mjaltahraðann? Eitt mikilvægasta atriðið, er ákveður hve hratt mjaltirnar ganga, er vídd spena- opsins eða strenging hringvöðvans. Allir, sem hafa handmjaltað, þekkja hve miklu er fljótlegra að mjalta lausmjólka kýr en hinar, sem seigmjólka eru. Þeir, sem mjalta með vélum, þekkja þetta einnig og hjá N.I.R.D. hafa tilraunir verið gerðar þessu viðvíkjandi, þar sem kýrnar voru mjalt- aðar með vélum á þann hátt, að ritaðar voru mjólkurstraumslínur fyrir hvern spena sérstaklega. Kom þá í ljós, að straumur mj ólkurinnar, úr hinum ein- stöku spenum, var mjög misjafn eða 0,5— 1,3 kg. á mínútu þegar hraðast gekk, en þegar mjaltað var í gegn um spenanál, var straumurinn úr öllum spenum jafn hraður eða í hæsta lagi 1,2—1,3 kg. á mín- útu. Það er almennt álit manna, að hægt sé að hraða vélmjöltum með því að auka loftþynningu, eða með öðrum orðum með auknu sogafli eða örari sogum. Þetta er þó ekki svo auðvelt. Aukin loftþynning hraðar mjöltum ekki svo teljandi sé en veldur hinsvegar aukinni hættu á júgurbólgu. Skýrslur frá Nýja Sjálandi sýna, að mjaltirnar gengu jafn hratt við 14—15 og 16", en hægar við minni loftþynningu, og að mjaltirnar gengu nákvæmlega jafn hratt við 10, 15 og 19". Við 10" reyndist þó

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.