Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1952, Page 14

Freyr - 15.02.1952, Page 14
60 FREYR Hafa má áhrif á hvernig kýrin selur. Sjálfum mjöltunum má skipta í fernt: 1. júgrið er þvegið, 2. mjaltavélarnar eru settar á kúna, 3. vélarnar eru teknar af, 4 kýrin er hreytt. Áður er á það minnst, að hægt er að hafa áhrif á hvernig kýrin selur, en það skal gert áður en mjaltavélin er sett á, því að vélin má ekki ganga tómagang og eyði- leggja júgrið. Mest áhrif má skapa með því að þerra júgrið með rökum klút. Skal það gert mjúklega, því ekkert vinnst við að fleygja klút í vatnsfötu, gera hann þar rennblautan og slengja honum á júgrið. Klúturinn þarf að vera mjúkur og hafi hann verið bleyttur, þarf að vinda hann vel, strjúka júgrið með gætni, þerra hvern spena gaumgæfilega og strjúka og nudda júgrið að því búnu. Til eru mjaltamenn, sem fullyrða að þeir fái meiri hreytur þegar júgrið hefir verið þvegið; hlýtur þetta, ef rétt er, að eiga rót sína að rekja til þess, að þvegið er með of votum klút svo að spenahylkin límast við hina rennvotu spena og júgur, einkum ef haft er of mikið sogafl, svo aðgangur lofts er enginn þegar hylkin sogast upp á júgrið. Af hreinlætis- og heilbrigðis-ástæðum skal nota klórvatn til þvotta og skipta verður um vatn í fötunni fyrir hverjar 8— 10 kýr (oftar ef nauðsyn krefur). Ýmsir fá kýrnar til að selja strax, með því að mjólka einn boga úr hverjum spena, en vegna smithættu skyldi enginn mjalta á gólf né í hönd sína. Réttast er að þvo júgrið og mjólka svo boga úr hverjum spena í prufu- hylki. Er þannig hægt að fullvissa sig um að hver speni sé opinn og á þennan hátt hefir maður forðað fyrstu bogunum frá því að blandast málnytunni, en þeir eru jafnan bakteríuauðugir af því að þeir skola spenaopið. Loks er þess að geta, sem er all mikilvægt, að með því að athuga fyrstu bogana úr hverjum spena má fylgjast með heilbrigðisástandi júgursins, en á annan hátt verður það naumast auðgert þegar mjaltað er með vélum. Framkvœmd vélmfalta. Nálægt mínútu eftir að júgrið hefir verið þurrkað ber að setja mjaltavélina á kúna og þarf að gæta varasemi þegar það er gert. Varast ber að sveifla spenahylkjunum þar sem þau geta sogið í sig loft, bakteríur og moð. Það má ekki heyrast í lengra en þriggja metra fjarlægð að mjaltavél sé sett á kú. Séu gerðar krappar beygjur á slöngurnar getur þetta gerst hljóðlaust, og sé kýr- in lágfætt má taka spenahylkin í aðra hönd, klemma saman m j ólkurslöngurnar með þumalfingrinum, þær sem næst liggja. en hinar með vísi- fingri og baugfingri. Baugfingurinn skal bera slöngu vísifing- urs svo að hún geti fyrst losnað þegar spenahylkið hennar er fest á júgrið og svo koll af kolli, en eng- inn íingur sleppir fyrr en hans hylki er komið á spenann og byrjar að soga. Halda ber hendinni undir júgrinu miðju svo að spenahylkin, sem fyrst eru sett á, togist ekki af að nokkru eða öllu á meðan hinum síðari er komið fyrir. Fyrsta kálfs kvígur og kýr, sem eru hræddar eða órólegar, er bezt að venja við mjaltavélar á þann hátt að halda höfðinu þétt að nára þeirra, styðja hönd á sog- greininn svo að hún sé viðbúin að grípa ef kýrin vill sparka vélinni af, en með þeirri hönd sem laus er, er hægt að verja því að hún slái fram með afturfótunum. Ef kú eða kvígu heppnast einu sinni að sparka vél- inni af sér hefir hún tilhneigingu til að leika það oftar. Ætla mætti að ekki væri neitt sérstakt að segja um hvernig taka skal spenahylk- in af, en aðeins skyldi loka fyrir báshanann og toga svo í hylkin. Þetta gera ýmsir en þá eru hreyturnar óeðlilega miklar — eða

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.