Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1952, Qupperneq 15

Freyr - 15.02.1952, Qupperneq 15
FREYR 61 Hann setur hylkin á spenana hvert af öðru á nokkrum sekúndum. Ef spenahylkin vilja sogast of langt upp á spenana er nauðsynlegt að ráða bót á því. þá að það skeður, að vélin gengur tóma- gang, sýgur sig upp á júgrið og skemmir það. Réttast er að taka spenahylkin af á þann hátt að kýrin er aðstoðuð um að skila síð- ustu dropunum, en það má gera með því að halda með annarri hendi um soggrein- inn þegar júgrið linast, en með því er fyrir- byggt að spenahylkin falli af; með hinni hendinni skal nudda júgrið svo að mjólkin renni auðveldar. Venjulega þarf að nudda aftari júgrin meira en þau fremri. Sumir nudda fyrst með báðum höndum, eins og gert er við handmjaltir, og halda svo sog- greininum niðri, en bezt mun reynast að gera hvort tveggja samtímis. Ýmsir líta á glerrörið til þess að fullvissa sig um þegar mjólkin er hætt að renna en þá er mjöltum lokið. Hitt er þó eðlilegra að mjaltamaður hafi það á tilfinningunni hvenær kýrin er þurrmjöltuð, hann þekkir kýrnar, og tekur svo vélina af á réttri stund og fjarlægir hana á þann hátt að loka fyrst fyrir jötuhana, þrýsta síðan júgrinu ögn saman og losa þannig hvert spenahylki fyr- ir sig. Á þennan hátt fer mjólk naumast til spillis og júgrinu verður ekki misboðið með átökunum. Er hœgt að losna við eftirmjaltir? Sú skoðun nær meiri og meiri útbreiðslu, að ef til vill sé ekki ástæða til að hreyta kýrnar. En jafnvel þó að þetta sé fullyrt í Englandi og Ameríku er ekki með því sagt að þetta standist hér. Kyn og ættstofnar eru misjafnir í hinum ýmsu löndum, júgur kúnna eru að sama skapi misjöfn og í Eng- landi, að minnsta kosti, eru kýrnar yngri að meðaltali en hér gerist. Þegar um er að ræða kýr með stór og hangandi júgur og nokkru eldri en þær, sem athuganir hafa Ef spenahylkin vilja sogast of langt upp á spenana, er nauðsynlegt að ráða bót á því.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.