Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 21

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 21
FREYR 67 ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON ræair urn e/nið: Jöfnuð og vítamínöætt mjólk því hærra sem hitastigið er, því þynnra verður rjómaiagið. Erfiðara er einnig að blanda rjómalagi, sem myndast hefir ofan á mjólk, saman við hana aftur, sé hún gerilsneydd, en ef hún væri ógerilsneydd. Fitumagn mjólkur er, svo sem kunnugt er, að jafnaði milli 3,5—4,0%. Þegar mjólk hefir staðið nokkrar klukkustundir, byrjar rjómi að setjast ofan á hana. Þetta stafar af því, að mjólkurfitan er samsett af ó- teljandi smá-fituögnum að stærð 6—10 micronur (1 micron = Viooo mm), og rek- ast þær hver á aðra, sameinast og mynda stærri agnir, sem að lokum verða það stór- ar að þær leita til yfirborðsins vegna þess hve eðlisþyngd þeirra er lítil, og mynda þar rjómalag. Þetta rjómalag er mjög mismun- andi þykkt, eftir því hvers konar meðferð mjólkin fær, (langir flutningar, hálf-full ílát, gerilsneyðing o. s. frv.) og er það ekki alltaf í réttu hlutfalli við fitumagn mjólk- urinnar. Sé mjólkin t. d. gerilsneydd, hefir hitastig það, sem hún er gerilsneydd við, áhrif á hve mikill rjómi sezt ofan á hana; Jöfnun hefir sú aðferð verið kölluð, sem kemur í veg fyrir að rjómi setjist ofan á mjólk. Það mun hafa verið um árið 1800 að fyrsta jöfnunarvélin var smíðuð í Frakk- landi, en það var ekki fyrr en eftir 1927 að jöfnuð mjólk ruddi sér til rúms á markað- inum í Bandaríkjunum og Kanada. Nú er mjólkin jöfnuð að miklu leyti í þessum löndum og einnig í Englandi, og í Stokk- hólmi hefir mjólkursamsalan þar jafnað hluta af mjólkinni undanfarin ár. Mjólk telzt jöfnuð, þegar búið er að sundra fituögnunum að svo miklu leyti að ekki sé, eftir 48 klst. geymslu, meiri en 10% munur á fitumagni efsta og neðsta hluta mjólkurinnar í ílátinu. Algengasta aðferðin við jöfnun er í stuttu máli sú, að mjólk er dælt við mjög háan þrýsting (140—175 kg. á cm2) í gegn öðru jöfnu að ráða niðurlögum bólgunnar. Fyrst er júgrið mjólkað mjög vel. Spen- inn eða spenarnir, sem dæla skal í, þvegnir og sótthreinsaðir vandlega. Síðan er lyfj- um dælt upp gegn um spenagatið. Endur- taka þarf dælingu þessa, vanalega 3—5 sinnum. Ef um ákafa bólgu er að ræða, þarf að dæla í spenann á 12 tíma fresti, en ef um langvinna bólgu er að ræða, mega líða einn til tveir sólarhringar milli dæl- inga. Sé um smit að ræða, þar sem hin nýrri júgurbólgulyf hafa engin áhrif, verður enn að leita til hinna eldri læknisaðgerða, mjólka kúna á nokkurra klukkustunda fresti, baða júgrið og hafa við það heita bakstra eða bera á það júgurbólguáburð, jafnframt því sem gefin eru hitastillandi og lystörfandi lyf. Þó hin nýrri júgurbólgulyf gefi ágæta raun í flestum tilfellum, þar sem þau eiga við, lækna þau að sjálfsögðu ekki gömul bris og ber, sem myndazt hafa í iúgrinu vegna langvinnrar eða eldri sýkingar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.