Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 36

Freyr - 15.02.1952, Blaðsíða 36
82 FREÝR Þess skal getið sem gert er. Einn ev sá kaupandi búnaðarblaðsins Ereys, sern á hverju ári sýnir í verki hug sinn til þessa málgagns bændanna á þann hátt að greiða hann með marg- földu áskriftargjaldi. Tvö síðustu árin hefir hann greitt með heilum 500 króna seðli hvort árið. Nafns síns vill hann ekki láta getið, en FRE'YR sendir hon- um hérmeð beztu þakkir. Búnaðarfélögin józku birta, um hver áramót, lista yfir þau býli, sem sam- kvæmt ályktun ráðunautanna og stjórna búnaðarfélag- anna eru talin til fyrirmyndar í því er snertir vel gerð- ar og hentugar byggingar. Er þess getið í yfirlitinu úr hvaða efni byggt sé, hve stórar byggingarnar eru og er þá tilgreint hve mikil áhöfn er á hverju býli, og svo annað er máli þykir skipta, svo sem hvar býlin eru og hverjir séu ábúendur. Er þetta gert í þeim til- gangi að þeir, sem hyggja að byggja, geti á býlum þessum leitað fyrirmynda. Er það fráleitt-, að eitthvað svipað væri gert hér? Varla. Þess eru alltof mörg dæmi, að óhentugt fyrirkomulag eða öfugar aðferðir hafa ver- ið viðliafðar af því að fyrirmyndir hafa eigi verið lil eða ekki verið hirt um að leita þeirra. Tilraunir með hánytja kýr. A Stensbygárd, í Danmörku, hafa tilraunir með há- nytja kýr verið í gangi um síðastliðin 3 ár, á vegum til- raunastofnunar ríkisins. I tilraunum þessum hafa tekið þátt 22 kýr samtals, þar af ein kýr öll árin, 9 kýr í tvö ár og 12 kýr í eitt ár. Fyrsta árið var meðalnyt 10 kúa 10.070 kg mjólkur með 4,64% fitu. Kýrnar vógu 719 kg að meðaltali og þyngdust um 71 kg á árinu. Annað árið var meðalnyt 11 kúa 10.710 kg með 4,57% fitu. Meðalþungi kúnna var þá 719 kg og þyngdaraukinn um tilraunaskeiðið 34 kg að meðaltali. Nythæsta kýrin, þessi tvö ár, mjólkaði 11.869 kg með 4,57% fitu. Árangur þriðja ársins hefir ekki verið birtur enn, en mun verða tilkynntur um þessar mundir. Heimsmet í nythœð. Árið 1938 var felld í U.S.A. svartskjöldótt kýr, að nafni „Ionia Ormby Queen“. Hún átti sannarlega skilið drottningarheitið, því að þá átti hún heimsmetið í af- urðamagni. Hún hafði gefið 120.287 kg mjólkur um ævina. Á árinu 1951 var meti hennar náð annars staðar. Var það ensk kýr, svartskjöldótt, sem nú hefir farið fram úr drottningunni. Heitir sú skepna: „Manningford Faith Jan Graceful". Hún eignaðist fyrsta kálf sinn hinn 4. nóvember 1940 en tíunda kálfinn 16. apríl 1951. Um miðjan ágúst 1951 var lífsnyt hennar 120.299 kg mjólkur og var hún þá með 12 lítrum meira en heimsmet drottn- ingarinnar. Síðan hefir hún verið nytjuð og tíminn mun leiða í ljós hve miklu hún bætir við. Met hennar verður sennilega ekki slegið strax. Norðmenn hafa höggvið upp þýzka orustuskipið „von Tirpitz“, sem sökkt var við Tromsö á stríðsárunum. Stálið úr flak- inu er nytasamlegt til margra hluta. Meðal annars hafa tveir Norðmenn gert úr því risaplóg til þess að bylta með óbrotnu Iandi. Hann er 2,5 m á lengd, er dreginn at darttarvél, sem hefir 150 hestöfl. Plógurinn getur plægt í 60 cm dýpi og losar björg sem eru 4—5 smál. að þyngd, ef þau verða fyrir honum. Plógar af þessari gerð kosta um 4.000 norskar krónur. Júgurbólgu-rannsóknir. Vestan hafs eru eineggs-tvíkelfingar notaðir til þess að rannsaka hver áhrif júgurbólga hefir á afurðamagn kúnna. Gert er ráð fyrir, að rannsóknir þessar verði áframhald- andi og framkvæmdar á þann hátt, að eineggs-systurnar séu aldar upp við sömu skilyrði, en þegar byrjað er að mjalta þær, er önnur systirin smituð með júgurbólgu- bakteríum en hin er heil og laus við þennan kvilla. m Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar |* ^_ Olafsson, Pálmi Einarsson, Stángr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. — / Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 1957. BÚNAÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er kr. 50,00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.