Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2002, Side 40

Ægir - 01.11.2002, Side 40
40 „Við höfum þá tilfinningu að þessir flutningar séu að aukast og svo virðist sem óvenju mikil gróska sé í þeim um þessar mundir. Stærri sjávarútvegsfyrir- tæki hafa verið að koma inn í þetta af auknum þunga og þar má sem dæmi nefna Samherja á Dal- vík og Útgerðarfélag Akureyringa á Akureyri. Ef við horfum á þetta ár í heild sinni, þá sýnist mér að við munum flytja mjög svipað magn og í fyrra, en það er greini- legur vöxtur á allra síðustu vikum og menn tala á þeim nótum að þessi vöxtur eigi eftir að halda áfram á næsta ári. Það varð mikil sprenging í útflutningi á ferskum fiski fyrir um tveimur til þremur árum, en síðan hefur hann staðið nokkurn veginn í stað þar til nú að menn spá því almennt að nýtt vaxtarskeið sé að hefjast í þessum efnum. Þar til viðbótar kemur mikill vöxtur í fiskeldinu sem kemur auðvitað fram í auknum flutningum með flugi,“ segir Ró- bert. Fiskflutningar til Evrópu og Ameríku Icelandair Cargo eru með tvær stórar fragtflugvélar í rekstri. „Önnur þeirra ber um 14-15 tonn en hin allt að 34 tonn í hverju flugi. Síðan erum við líka með þessa fiskflutninga í farþegavél- um Flugleiða, bæði til Ameríku og inn á Evrópu,“ segir Róbert. Icelandair Cargo er með beina fiskflutninga til Edinborgar, Liege í Belgíu og East Midland, skammt frá Humberside svæðinu. Síðastnefndi áfangastaðurinn er nýlega kominn inn í áætlun Icelandair Cargo, reyndar var fyrsta flugið þangað föstudaginn 22. nóvember, og er ætlunin að fljúga á föstudögum til East Mid- land í vetur. Róbert segir að spurn hafi verið mikil eftir flutn- ingum inn á þetta svæði og því hafi verið ákveðið að setja þetta Icelandair Cargo flytur ferskan fisk til áfangastaða erlendis: Greinilegur vöxtur á undanförnum vikum „Við höfum fyrst og fremst verið að flytja ferskan fisk, við höfum mun minna verið í flutningum á frystum fiski,“ segir Róbert Tóm- asson hjá Icelandair Cargo, flutningafyrirtæki Flugleiða, sem flytur daglega ferskan fisk á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Icelandair Cargo er með áætlun til Liege í Belg- íu, Edinborgar í Skotlandi, East Midland í Bretlandi og New York.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.