Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2002, Page 45

Ægir - 01.11.2002, Page 45
45 F I S K I R A N N S Ó K N I R Trjónukrabbi er þeirra minnst- ur hann dregur nafn sitt af trjónulaga skildinum, en lengd hans getur mest orðið 10 cm. Eins og hjá nærri öllum krabba- tegundum er hængurinn stærri en hrygnan og getur þyngd hans farið upp í 350 grömm, en hrygnan mælist að meðaltali 100- 120 grömm. Hrygnurnar verða sjaldan stærri en 5-6 cm. Trjónukrabbinn algengastur krabbategunda við Ísland Útbreiðslusvæði trjónukrabba er mjög stórt eða allt frá Svalbarða og Barentshafi að Karahafi í norðri, suður um alla Evrópu að Frakklandi, við Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Einnig er hann við Ameríku og Grænland. Trjónukrabbinn finnst á ýmis- konar botni t.d. á hörðum, sendn- um, grýttum og linum allt niður á 360 metra dýpi. Hann er al- gengastur allra krabba við strend- ur Íslands og er aðallega inni á flóum og fjörðum og mest frá fjöruborði niður á 50 metra dýpi. Kynþroski krabbans er mismun- andi eftir útbreiðslusvæðum og hefur því áhrif á hrygningu og viðkomu. Tíminn sem hrygnan ber eggin er einnig breytilegur en mökun fer fram á vorin eða snemma sumars og geymir hrygnan sæðið í þar til gerðu hólfi neðan á höfuðbolnum fram að hrygningu ári síðar. Við hrygningu í maí/júní ná svo egg- in að frjógvast og límir þá hrygn- an þau við halafæturna þar sem þau eru í nokkurs konar pössun. Þegar eggin hafa þroskast og dafnað myndast lirfur sem klekj- ast út vorið eftir og finnast þær í dýrasvifinu í maímánuði og fram í júní. Meðan á þessu sviflæga stigi stendur ganga lirfurnar í gegnum ákveðin skelskipti sem enda með því að þær taka á sig lögun full- orðinna dýra og setjast á botninn. Á öðru ári er skjaldarlengd ungu trjónukrabbanna 10-20 mm og þriggja til fjögurra ára eru þeir orðnir kynþroska. Tilraunaveiðar í fimm ár Nýting trjónukrabba gæti hugs- anlega orðið nokkur og á árunum 1983-1988 fóru fram tilrauna- veiðar með sérhönnuðum gildrum á vegum Hafrannsóknastofnunar- innar við Vestur-, Norður- og Austurland. Þá fengust allgóðar upplýsingar um útbreiðslu hans hér við land ásamt ýmsu sem varðar líffræði og lífshætti. Í þess- um tilraunaveiðum fengust allt að 20-30 kg af trjónukrabba í hverja gildru eftir um það bil 15- 20 klst. legutíma. Lágt verð hefur gert það að verkum að menn hafa síður freistast til vinnslu á hon- um, sem þó hefur verið reynt hér á landi með misjöfnum árangri. Vinnsla gæti hugsanlega numið nokkrum þúsundum tonna á ári. Bestu veiðisvæðin hér við land eru Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir og Húnaflói. Aukinn áhugi á nýtingu gaddakrabbans Gaddakrabbi ( Lithodes maja) er algengur í öllu Norður-Atlants- hafi. Hann finnst allt norður til Murmansk í Rússlandi, við Vest- ur-Svalbarða, suður með strönd Noregs, í Norðursjó og kringum Nýtanlegir krabbateg- undir við Ísland Nýtanlegar krabbategundir við Ísland eru þrjár og er þar fyrsta til að nefna trjónukrabba (Hyas araneus), gaddakrabba (Lithodes maja) og tröllakrabba (Chaceon affinis).

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.