Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 10
10 F R É T T I R „Það sem kannski kom okkur sjálfum mest á óvart var að vöxt- ur á fiskinum í þessa fjóra mán- uði sem við vorum með hann í kvíum. Vöxturinn reyndist vera um 140% og við fengum út lægri fóðurstuðul en hefði mátt búast við. Það hefur almennt ver- ið gengið út frá því að fóðurstuð- ull með villtu fóðri eins og loðnu sé 3, en við fengum út nálægt 2,1,” segir Björn Gíslason, nemi við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri, en hann hlaut ásamt Bergi Guðmundssyni, skólafélaga sínum, nýsköpunarverðlaun for- seta Íslands fyrir tilraunaverkefni þeirra félaga sl. sumar í áframeldi á þorski, sem þeir unnu í sam- vinnu við Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. Björn og Bergur fengu hug- myndina að þessu verkefni og lögðu hana fyrir stjórnendur ÚA og úr varð að veidd voru um tvö tonn af þorski til áframeldis í kvíum í Eyjafirði sl. sumar. Þetta verkefni gekk mjög vel og niður- stöðurnar voru athyglisverðar. Björn tekur fram að þeir félagar hafi hreint ekki verið að finna upp hjólið með því að ala þorsk í kvíum, það hafi oft verið gert áður hér á landi. Hins vegar hafi þessu eldi fylgt ákveðnar rann- sóknir og upplýsingaöflun sem hafi kannski ekki verið farið í áður. Nðurstöðurnar hafi um margt komið skemmtilega á óvart. „Því er ekki að neita að Norðmenn eru að skapa sér mikið forskot á okkur í þorskeldinu og það var eitt af því sem hvatti okkur til þess að skoða þetta mál. Norski sjávarútvegsráðherrann kom hingað til lands fyrir stuttu og í viðtali í Morgunblaðinu hafði hann mörg orð um áform Norðmanna og hvað þeir ætluðu sér í þorskeldi í framtíðinni. Þessar tölur voru svo stórar að maður fór að velta því fyrir sér að þetta mætti ekki yfir okkur ganga án þess að eitthvað væri að gert. Við erum auðvitað virkilega ánægðir með að hafa fengið að gera þetta verkefni og þar á Út- gerðarfélag Akureyringa miklar þakkir skildar. Það kom okkur ýmislegt á óvart í þessu, til dæm- is hversu skemmtileg eldistegund þorskurinn er. Menn höfðu sagt við okkur að reikna með því að sjá fiskinn ekki allt sumarið, hann myndi halda sig niður við botninn. Annað kom á daginn. Fiskurinn óð bókstaflega í kvínni þegar við komum út að fóðra og hann virtist þekkja okkur fljót- lega,” segir Björn. Björn segir ánægjulegt til þess að vita að ákveðið hafi verið að fara út í nákvæmar rannsóknir í þorskeldi og menn gefi sér góðan tíma til þess að skoða gaumgæfi- lega allar hliðar málsins. Tilraun þeirra Bergs í Eyjafirði gefi góðar vonir um að áframeldi á þorski á Íslandi sé raunhæft, en á þessa rannsókn beri að horfa sem einn hlekk í langri keðju víðtækra rannsókna á þorskeldi á Íslandi. Tveir nemar fengu nýsköpunarverðlaun fyrir þorskeldisverkefni: Vaxtarhraðinn kom okkur á óvart - segir Björn Gíslason, nemi við sjávarútvegsdeild HA Björn Gíslason (t.v.) og Bergur Guðmunds- son fengu nýsköpun- arverðlaun forseta Ís- lands fyrir tilrauna- verkefni í áframeldi á þorski í Eyjafirði. Þorskeldiskvíarnar voru skammt undan Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Fiskurinn óð bókstaflega í kvínni þegar við komum út að fóðra og hann virtist þekkja okkur fljótlega,” segir Björn Gíslason m.a. í viðtalinu. Mynd: Kristján Kristjánsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.