Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 41
V É L A R 41 Vélaland ehf. hefur einkaleyfi hér á landi í sölu á Mitsubishi skipa og iðnaðar-vélum, sem er víða að finna um borð í íslenskum fiski- skipum. Ekki síst eru ljósavélarn- ar frá Mitsubishi vinsælar og töluvert er af þeim í hérlendum fiskiskipum. „Við seljum aðalvélar frá Mitsubishi, en okkar sterkasta hlið hefur verið Mitsubishi-ljósa- vélar eða rafstöðvar. Á undanförn- um árum höfum við staðið mjög sterkt í þeim efnum. Þessar vélar eru af stærðinni frá 5 kílóvöttum upp í 1,6 megavött. Ég get nefnt að við höfum nýverið sett þrjár ljósavélar sem eru um og yfir þúsund kílóvött um borð í Vil- helm Þorsteinsson EA, Þorstein EA, Mánaberg ÓF og Antares VE,“ sagði Hjalti. Hann segir að stærstu Mitsubishi aðalvélarnar í íslenskum fiskiskipum séu á bil- inu 1000 til 1300 hestöfl. „Ný- lega seldum við allan vélbúnað, bæði aðalvélar og ljósavélar, í skip sem Ósey í Hafnarfirði er að smíða fyrir útgerðir í Færeyjum,“ segir Hjalti Sigfússon, sem stýrir skipaþjónustunni hjá Vélalandi ehf. Keyptu dísel- og raf- magnsverkstæði af Ormsson Hjalti Sigfússon starfaði áður hjá MD-vélum, sem fyrir stuttu síðan sameinaðist rekstri Vélalands – Þ. Jónssonar & Co. undir nafninu Vélaland ehf. „Með þessari sam- einingu bættist við hjá Vélalandi sú starfsemi sem ég kom lengi að hjá MD-vélum og lýtur að við- gerðum á stærri vélum og túrbín- um. Um síðustu áramót stækkaði Vélaland ehf. enn frekar þegar við keyptum dísel- og rafmagnsverk- stæðið af Bræðrunum Ormsson og tókum jafnframt yfir þjónustu fyrir Bosch. Þetta þýðir að nú erum við komnir með samfellt svið fyrir viðgerðir á díselvélum og þar með túrbínum og olíu- kerfum,“ segir Hjalti. „Við erum núna með alla þessa starfsemi undir einu þaki að Vagnhöfða 21 í 1000 fermetra húsi. Starfsemin er sem sagt orðin mjög fjölbreytt hér og starfsmennirnir eru 25 talsins.“ Sérhæfð viðhaldsþjónusta Auk Mitsubishi selur Vélaland fjölmargar aðrar vörur í vélarrúm skipa. Nefna má varahluti fyrir diesel brennsluolíukerfi og af- gastúrbínur Stamford og Marat- hon rafala og Mekanord skrúfu- gíra. Einnig er fyrirtækið með smurstöð, varahlutaverslun, bíla- og vélaviðgerðir, diesel, rafmagns og túrbínudeildir svo eitthvað sé nefnt. „Við erum með mikla sér- hæfingu í vélaviðgerðum, t.d. hvað varðar stillingu olíuverka, að renna sveifarása og fleira. Það er kannski ekki hægt að segja að við séum í almennum viðgerðum, fyrst og fremst erum við í sér- hæfðum viðhaldsverkefnum,” segir Hjalti Sigfússon. „Um síðustu áramót stækkaði Vélaland ehf. enn frekar þegar við keyptum dísel- og rafmagnsverkstæðið af Bræðrunum Ormsson og tókum jafnframt yfir þjónustu fyrir Bosch. Þetta þýðir að nú erum við komnir með samfellt svið fyrir viðgerðir á díselvélum og þar með túrbínum og olíukerfum,” segir Hjalti Sigfússon hjá Vélalandi. Vélaland ehf. í Reykjavík: Selja vélar frá Mitsubishi Mynd: Sverrir Jónsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.