Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 17
17 Þ O R S K E L D I og miðla upplýsingum um þorsk- eldi og móta stefnu í rannsókna- og þróunarvinnu. Áætlað er að verkefnið kosti um þrettán millj- ónir króna og þar af fengust sex milljónir króna í gegnum fjár- laganefnd Alþingis. „Þeim hluta verkefnsisins sem við erum byrjaðir með er gert ráð fyrir að ljúki í apríl árið 2003,“ segir Valdimar. Komið verður á sérstakri heimasíðu fyrir verkefn- ið en til bráðabirgða er verkefnið nú vistað á slóðinni www.sjavaru- tvegur.is Einnig er ætlunin að efna til kynningarfunda, gefa út fræðslubækling um veiðar og eldi á þorski og koma á framfæri upp- lýsingum um fóður, slátrun, gæðaflokkun og pökkun á eldis- þorski. Undir lok þessa árs verður hafin útgáfa á bók á netinu um allt er lýtur að þorskeldi frá stað- arvali að markaðssetningu. Rannsóknir á mismun- andi þorskstofnum „Ég tel að við Íslendingar eigum að einbeita okkur að þeim rann- sóknum sem aðrir gera ekki fyrir okkur, en láta Norðmenn sjá um hitt,“ segir Valdimar. „Það þýðir að við þurfum til dæmis að gera rannsóknir á hvaða mismunandi þorskstofnar hér við land eru heppilegir í þorskeldi – það gera Norðmenn ekki fyrir okkur.Við þurfum líka að gera ítarlega út- tekt á því hvaða staðir kunni að henta hér best fyrir sjókvíaeldi – það gera Norðmenn heldur ekki fyrir okkur. Ég tel að til að byrja með muni þorskeldi hér byggjast á veiðum á villtum fiski til áframeldis. Á síðari stigum tel ég að við eigum að fara í seiðaeldi og kynbæta þorskinn. Með öðrum orðum tel ég það lykilatriði að menn fari mjög varlega af stað og setji ekki gríðarlega fjármuni í þetta í byrjun. Það mun gerast í þorskeldi hér á landi eins og í öllu öðru að menn munu gera fullt af mistökum. Það er í sjálfu sér allt í lagi svo framarlega sem menn verða ekki búnir að leggja út í óheyrilegan kostnað.“ Margar hliðar á málinu Valdimar telur að Íslendingar þurfi að halda vel á spilunum eigi þeir að láta verulega að sér kveða í þorskeldi í framtíðinni. „Það er að minnsta kosti ljóst að þá þurf- um við virkilega að vinna okkar heimavinnu. Og við verðum að finna eitthvað sem gerir það að verkum að við verðum jafnvígir okkar samkeppnisaðilum. Það er út af fyrir sig hægt að gera ýmis- legt, en þá þurfum við að vinna ákaflega markvisst. En við skul- um hafa það í huga að þótt það kunni að koma í ljós að þorskeldi eitt og sér sé óarðbært, þá þarf það ekki að vera svo ef það er rek- ið í tengslum við fiskvinnslu sem fyrir er. Í þeim tilvikum væru ákveðnar fjárfestingar til staðar og eldisfiskur yrði hugsanlega unninn þegar viðkomandi vinnslustöð hefði ekki nægilegan villtan fisk til vinnslu. Með öðr- um orðum gæti eldisfiskurinn skapað fiskvinnslufyrirtækinu samfellu í vinnslu og nýtt fjár- festingarnar betur en ella.“ Valdimar segir að skoðanir séu skiptar um hvort eldisþorskurinn gangi inn á sömu markaði og villtur þorskur. „Það er mín trú að eldisþorskur sé almennt betra hráefni en villtur fiskur og það gildir líka um laxeldið. Ef rétt er að laxeldi staðið er eldisfiskur yf- irleitt betri vara en villtur lax.“ Áframeldi vænlegasti kosturinn Valdimar ítrekar þá skoðun sína að Íslendingar taki ekki of stór skref í þorskeldi og fari hreinlega ekki fram úr sjálfum sér, eins og hefur stundum gerst þegar nýjar atvinnugreinar hafa skotið upp kollinum. „Ef rétt er staðið að veiðum á villtum þorski og áframeldi, þá getur það skilað arði. Ég get hins vegar ekki séð fyrir mér að eldi með eldisseiðum upp í matfiskstærð skili arði á næstunni - það mun taka mörg ár. Ég held því að til að byrja með sé vænlegast að leggja áherslu á áframeldi á villtum þorski, en samhliða verði stund- aðar öflugar rannsóknir sem hafa það að markmiði að þróa arðsamt þorskseiðaeldi og áframeldi á þeim. Nú eru komnir stórir og öflugir aðilar inn í fiskeldið, t.d. Samherji, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Síldarvinnslan og Hrað- frystihúsið-Gunnvör. Innkoma þessara aðila er mjög jákvæð og hún vekur manni vonir um að skynsamlega verði staðið að upp- byggingunni í þorskeldi sem og öðrum greinum fiskeldis,“ segir Valdimar Ingi Gunnarsson. Hér má sjá eldisþorsk (t.v.) og villtur þorskur til samanburðar. „Ég tel að við Íslendingar eigum að einbeita okkur að þeim rannsóknum sem aðrir gera ekki fyrir okkur, en láta Norðmenn sjá um hitt.” „Aðstæður hér til sjókvíaeldis eru mun lakari en í Noregi. Sjórinn er kaldari en í Noregi sem þýðir að fiskurinn vex hægar og fjárfest- ingin nýtist þar með ekki nægilega vel,” segir Valdimar í viðtalinu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.