Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 34
34 R A N N S Ó K N I R Að undanförnu hefur brottkast verið mjög til umfjöllunar í hinni síkviku sjávarútvegsumræðu. Umræða um brottkast er þó ekki nýmæli fremur en brottkastið sjálft. Ætla má að brottkast hafi átt sér stað í einhverjum mæli allt frá því fiskiskip stækkuðu og af- köst og afli jukust og hefur því líklega verið raunin í um það bil eina öld. Reglur sem lúta að brottkasti hafa breyst mjög í tím- ans rás. Í dag er bannað að kasta fiski fyrir borð, með nokkrum undantekningum, þeirra á meðal að í handfæraveiðum er skylt „að sleppa lifandi þorski og ufsa styttri en 50 cm að lengd og ýsu styttri en 45 cm“ (Reglugerð nr. 350, 25. júní 1996). Þessi undan- tekning er líklega byggð á þeirri skoðun, að smáfiskur sem veiðist á handfæri, lifi í langflestum til- fellum, sé honum sleppt aftur í sjóinn. Þetta kann að vera rétt ef aðeins sæmilega sprækum og líf- vænlegum þorski er sleppt eða veiðum og meðferð fisksins hagað þannig að fiskurinn skaðist sem minnst. Ef á hinn bóginn öllum smáþorski sem veiðist er sleppt, og „venjulegum“ aðferðum beitt við veiðar og meðferð fisksins, verður niðurstaðan líklega önnur. Takmarkaðar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á þessu hingað til, nán- ast engar erlendis og aðeins ein hérlendis. Sú rannsókn var gerð árið 1987 út af Ísafjarðardjúpi, við fremur óhagstæðar aðstæður til rannsókna, og var niðurstaðan, að 50% afföll urðu á smáþorski sem veiddur var á handfæri og geymdur í fiskkari við rennandi sjó í allt að 24 klst. (skv. upplýs- ingum Guðmundar Skúla Braga- sonar, Hafrannsóknastofnuninni). Sumarið 2001 var farið í leið- angur á vegum Hafrannsókna- stofnunarinnar til að kanna lífslíkur smáþorsks sem veiddur er á handfæri. Rannsóknin fór fram um mánaðarmótin júní-júlí, við Flatey á Skjálfanda, í sam- vinnu við trillukarlana Guðlaug Jóhannesson á Sval EA og Hall- grím Sigmundsson á Sigurbjörgu EA, frá Hrísey. Trillukarlarnir stunduðu sínar veiðar með venju- bundnum hætti, en allur fiskur sem þeir hefðu venjulega kastað aftur fyrir borð, var tekinn og lengdarmældur, sárin skráð og fiskurinn settur í fiskkar með rennandi sjó. Miðað var við 55 cm fisk sem hámarks lengd í til- rauninni. Þegar 50 fiskar höfðu veiðst voru þeir settir í sérstök búr sem komið var fyrir á Flateyj- arsundi (1. mynd). Handfærabátarnir voru útbúnir með tölvustýrðum handfærarúll- um til veiðanna. Svalur EA var með tvær DNG (C6000i) og tvær Belitronic (BJ5000) rúllur en Sigurveig EA var með fjórar DNG (C5000i) rúllur. Þeir not- uðu hefðbundna öngla nr. 12, með gúmmíagni, við veiðarnar. Lögð var áhersla á að sjómennirn- ir meðhöndluðu fiskinn að öllu leyti á sama hátt og þeir voru vanir. Veiðin fór fram á tveimur dýptarbilum, annarsvegar á 19- 53 metra dýpi (10-28 faðmar), sem hér er skilgreint sem grunn- slóð, og hinsvegar á 75-122 metra dýpi (40-65 faðmar) sem er skil- greint sem djúpslóð. Til þess að kanna hvort lífslíkur minnka við meðhöndlun í kari, sleppingu í búr eða vistun í búri voru teknir tveir samanburðarhópar, sem voru veiddir á sjóstöng með 28g þrí- krækju (toby) án agnhalds. Þessir þorskar voru veiddir á Flateyjar- Ólafur K. Pálsson Lífslíkur smáþorsks sem veiðist á handfæri Höfundar eru allir starfsmenn á Haf- rannsóknastofnun- inni. Ólafur og Har- aldur eru fiskifræð- ingar en Höskuldur er verkfræðingur. Haraldur A. Einarsson Höskuldur Björnsson 1. mynd. Veiðislóðir (hringir) og staðsetning búra (stjarna) í tilraunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.