Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 20
Þ O R S K E L D I 20 „Ketill Elíasson í Bolungarvík hefur verið að gera tilraunir með áframeldi á þorski í um sex ár og við komum inn í þetta með hon- um í hitteðfyrra og aftur í fyrra,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru í Hnífsdal. „Við höfum verið að veiða eins til tveggja kílóa fisk og ala hann áfram í kvíum í Skutulsfirði og Álftafirði á loðnu eða síli. Menn hafa verið að mæla vöxt á þorsk- inum, ekki ósvipað og gert var í námsverkefni tveggja stúdenta við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri og hér hafa fengist ámóta niðurstöður, þ.e. að í ljós hefur komið að þorskurinn vex um 100-130% á fjórum til fimm mánuðum,“ segir Kristján. Síðastliðið vor hófst síðan til- raun með mismunandi fóður fyrir fiskinn og að því verkefni hafa einnig komið Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Hafrannsókna- stofnunin og Fóðurverksmiðjan Laxá. Með tilrauninni hafa menn viljað sjá hvort og þá hversu mik- ill munur væri á vaxtarhraða fisksins eftir því hvort hann væri fóðraður á loðnu, þurrfóðri eða tilbúnu blautfóðri, sem m.a. sam- anstendur af rækjuskel, fiskaf- skurði o.fl. Kristján segir að nið- urstöður liggi ekki endanlega fyr- ir, en að þessu verkefni þurfi að vinna frekar. Slátruðu tæpum 50 tonnum af þorski Þorskurinn sem alinn hefur verið áfram í kvíum á Skutulsfirði og Álftafirði hefur verið veiddur á króka í minni Ísafjarðardjúps og í snurvoð norður í Aðalvík. „Þessar Einar Már Gunnarsson, starfsmaður Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, fóðrar eldisþorsk á Álftafirði. Ketill Elíasson og Hraðfrystihúsið-Gunnvör: Vinna að áframeldi á þorski í Skutulsfirði og Álftafirði Fyrstu seiðin framleidd 1994 Fyrstu 50 þorskseiðin voru framleidd hér á landi árið 1994 í Tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunar á Stað við Grindavík. Þar hafa síðan verið framleidd nokkur þúsund þorskseiði á ári. Alls er búið að framleiða um 20.000 þorskseiði í stöðinni og hafa þau verið notuð sem efniviður í um 20 sjálfstæð rannsóknaverkefni. Í fyrra voru þar fram- leidd rúmlega 10.000 seiði. Tilraunir í Stöðvarfirði Á árinu 1996 var gerð tilraun með sleppingu um 700 þorskseiða úr kví í Stöðvarfirði. Heimtur voru af skornum skammti úr þessari sleppingu og í lok ársins 1998 höfðu að- eins um 4% seiðanna verið endurheimt. Á sautján mánaða tímabili árin 1995 og 1996 var gerð athugun á því að fóðra villtan þorsk í Stöðvarfirði. Markmiðið með þessari athugun var að kanna hvort tæknilega væri mögulegt og fjárhagslega hagkvæmt að fóðra þorsk inni á fjörðum án þess að setja hann fyrst í kvíar og spara þannig kostnað við söfnun og fjárfestingar í kvíum. Í ljós kom að með hljóðmerkjum og reglubundinni fóðrun var mögulegt að venja þorskinn á fóðrun þó að hann væri ekki króaður af á nokkurn hátt. Þeir fiskar sem tóku fóðrið sýndu mikinn vaxtarhraða, eða svipað og hjá þorskum í kvíum. Niðurstöður at- hugunarinnar benda til að það sé tæknilega mögulegt að auka vaxtarhraða hjá villtum þorski með fóðrun. Fr óð le ik ur u m þ or sk el di Mynd: Sverrir Pétursson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.