Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 14
14 Þ O R S K E L D I Menn gera sér vissulega vonir um að þetta rannsóknaverkefni leiði af sér ný sóknarfæri í þorskeldi, en jafnframt er það öllum hlut- aðaeigandi vel ljóst að framundan er mikil vinna við að afla svara við mörgum lykilspurningum í hérlendu þorskeldi. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi um stór áform Norðmanna í þorskeldi með ómældum fjárhagslegum styrk opinberra aðila þar í landi. Valdimar Ingi Gunnarsson segir það alveg ljóst að Norðmenn byggi töluverðar vonir við þorsk- eldið og við getum nýtt okkur sitthvað af þeirri þekkingu sem þeir hafi þegar aflað og muni afla sér á næstu misserum. Uppbygging í Noregi „Norska byggðastofnunin og Norska rannsóknaráðið hafa lagt fram verulega vinnu í stefnumót- un í þorskeldi í Noregi. Ríkis- stjórnin norska hefur lagt áherslu á að þorskeldi verði eitt af for- gangsverkefnum í fiskeldi í Nor- egi á næstu árum og í Tromsö verði komið á fót nokkurs konar miðstöð þorskeldis í landinu. Það er ekkert vafamál að engin þjóð er komin lengra í þorskeldi en Norðmenn. Auk okkar Íslend- inga eru Kanadamenn lítilsháttar í þorskeldi og Írar hafa eitthvað verið að velta því fyrir sér og sömuleiðis Skotar. Það má fyrirfram búast við að þróun þorskeldis verði þyrnum stráð hvort sem við erum að tala um Norðmenn, Íslendinga eða aðra. Að baki því þarf að vera langtímahugsun og það er alveg ljóst að menn koma ekki til með að græða peninga fyrstu ár eldis- ins. Það verður að leggja á það áherslu að þorskeldi hér á landi er langtímaverkefni. Menn verða að flýta sér hægt, taka eitt skref í Við þurfum að vinna okkar heimavinnu - segir Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur Valdimar Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur. „Ég met það svo að nú sé mun meiri meðbyr með þorskeldinu en fyrir tíu árum síðan. Þekkingin hefur aukist töluvert og verð á þorski hefur hækkað. Þá má ekki gleyma því að með auknu laxeldi hefur þekking á eldis- tækninni aukist til muna og hún kemur mönnum til góða í þorskeldinu. Menn hafa náð góðum tökum í framleiðslu barraseiða og þá tækni eru Norðmenn einmitt að nýta sér við framleiðslu á þorskseiðum,” segir Valdi- mar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur og verkefnastjóri í rannsóknaverkefni í þorsk- eldi, sem var ýtt úr vör í byrjun þessa árs.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.