Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 16
16 Þ O R S K E L D I einu og byggja eldið á þekkingu og rannsóknum.“ Seiðaeldi - sjókvíaeldi Valdimar segir að út af fyrir sig séu Íslendingar þrátt fyrir allt ekki svo mjög langt á eftir Norð- mönnum í þorskeldinu. „Norð- menn standa framar að því leyti að þeir hafa verið lengur en við í þorskeldi og þeim hefur gengið betur en okkur það sem af er. En það sem við höfum staðið okkur betur í en Norðmenn er fram- leiðsla þorskseiða í kerjum, svo- kallað stríðeldi. Norðmenn hafa farið aðra leið. Þeir hafa verið með það sem er kallað strjáeldi, þ.e.a.s. seiðin lifa á náttúrulegum fæðudýrum. Það hefur komið í ljós að þessi aðferð Norðmanna gengur ekki nógu vel vegna mik- illa sveiflna í fæðuframboði. Með þessari aðferð eru menn bara að vinna með einn árgang af seiðum í einu, en stríðeldið gerir það að verkum að unnt er að taka seiði inn mörgum sinnum á ári og þar með er hægt að nýta viðkomandi seiðaeldisstöð mjög vel. Vanda- málið í dag er ekki endilega sjálf framleiðsla seiðanna, heldur að ná að framleiða þau á nógu lágu verði. Tæknin í seiðaeldinu er þekkt hér á landi, en það þarf að útfæra hana betur til þess að ná fram meiri hagkvæmni. Að mínu mati mun seiðaeldið ekki verða stórt vandamál hjá okkur Íslend- ingum. Við höfum allar aðstæður til þess að það geti gengið vel. Til dæmis eru prýðisgóðar að- stæður á Reykjanesi til seiðaeldis. Vandamálin liggja miklu frekar í sjókvíaeldinu. Aðstæður hér til sjókvíaeldis eru mun lakari en í Noregi. Sjórinn er kaldari en í Noregi sem þýðir að fiskurinn vex hægar og fjárfestingin nýtist þar með ekki nægilega vel. Fyrir öllu Vesturlandi er mikil hætta á undirkælingu sjávar og fyrir Norður- og Austurlandi er hætta á hafís. Menn hafa kannski ekki horft nægilega mikið til Vest- fjarða. Þar er óveruleg hætta á hafís. En það skortir verulega á rannsóknir á aðstæðum í mörgum fjörðum þannig að við getum átt- að okkur betur á hitafari og straumakerfi til þess að velja bestu eldisstaðina. Þessar rann- sóknir hafa verið að einhverju leyti gerðar á Hafró, en við þurf- um mun fleiri mælistaði og á mismunandi dýpi. Í sjókvíaeld- inu hefur þróunin verið sú að menn eru alltaf að dýpka næturn- ar til þess að komast í heitari sjó og niður fyrir öldurótið.“ Rannsóknaverkefnið hafið Eins og áður segir er nýlega hafið umfangsmikið rannsóknaverkefni í þorskeldi sem segja má að sé ráðist í að frumkvæði sjávarút- vegsdeildar Háskólans á Akureyri og Valdimars Inga Gunnarssonar. Á síðasta ári var unnið við að fjár- magna og skipuleggja verkefnið með styrk frá Rannsóknaráði Ís- lands. Verkefnastjórn hefur yfir- umsjón með verkefninu og í henni sitja, Guðbrandur Sigurðs- son, Útgerðarfélagi Akureyringa, Finnbogi Jónsson, Samherja, Kristján G. Jóakimsson, Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru, Jón Þórðarson, Háskólanum á Akur- eyri, Jóhann Sigurjónsson og Björn Björnsson, Hafrannsókna- stofnun. Að verkefninu munu koma sérfræðingar sem starfa hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækj- um, t.d. Tilraunastöð Háskóla Ís- lands í meinafræðum að Keldum, Hafrannsóknastofnun, Háskólan- um á Akureyri, Háskóla Íslands, Rannsóknstofnun fiskiðnaðarins, Veðurstofunni, Útgerðarfélagi Akureyringa, Hraðfrystihúsinu- Gunnvöru, Fóðurverksmiðjunni Laxá og Netagerð Vestfjarða. Valdimar Ingi Gunnarsson mun hafa með höndum verkefnastjórn- un. Verkefnið hefur það að meg- inmarkmiði að meta samkeppnis- hæfni þorskeldis hér á landi, afla Flak úr eldisþorski (t.h.) er töluvert frábrugðið þorskflaki úr villtum þorski. Þetta er mynd sem var tekin í tengslum við verkefni Björns Gíslasonar og Bergs Guðmundssonar í samvinnu við ÚA sl. sumar. Á fallegu sumarkvöldi við Eyjafjörð – eldiskvíar þorskeldisverkefnis ÚA og tveggja nema við Háskólann á Akureyri. „Það má fyrirfram búast við að þróun þorskeldis verði þyrnum stráð hvort sem við erum að tala um Norðmenn, Íslendinga eða aðra.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.