Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 39
39 Í Ú T L Ö N D U M tækinu og því varð úr að ég ákvað að slá til og starfa hjá þeim. Reyndar hafði ég skömmu áður byrjað að vinna hjá fyrirtækinu Arctic Alaska, sem var þá stærsta fyrirtækið á sínu sviði í Seattle, en mér fannst atvinnutilboð Rapp Hydema það áhugavert að ég ákvað að fara til þeirra og áður en ég vissi af var ég kominn til móðurfélagsins í Noregi í starfs- þjálfun. Þegar ég byrjaði hjá Rapp árið 1987 voru þar aðeins tveir starfsmenn og því var þetta lítil rekstrareining. Við vorum til að byrja með fyrst og fremst í því að selja vélbúnaðinn, þ.m.t. glussakerfi, en gerðum lítið við. Það var vissulega mikil breyt- ing fyrir mig að fara í land, en þetta vandist vel. Ég var strax töluvert mikið á ferðinni. Til dæmis fór ég oft niður í Suður- ríkin og setti þar niður Rapp- kerfi, t.d. í Alabama og Miss- isippi. Einnig fór ég töluvert til Suður-Kóreu. Vöxtur fyrirtækis- ins var fljótt mjög mikill og árið 1990 opnuðum við einnig skrif- stofu í Alaska. En fljótlega eftir 1990 minnkaði sala á nýjum kerfum í takt við samdrátt í skipasmíðum. Við þessum sam- drætti brugðust við með því að færa fyrirtækið meira úr því að vera sölufyrirtæki yfir í að vera þjónustufyrirtæki. Þessi breyting gekk mjög vel. Á skömmum tíma fjölgaði starfsmönnum og þeir voru um 60 talsins um tíma.” Framkvæmdastjóri 1994 Árið 1994 tók Jóhann við fram- kvæmdastjórn hjá Rapp Hydema í Seattle og því starfi gegnir hann enn. Starfsmennirnir eru að jafn- aði 35-40 og því eru umsvifin umtalsverð. Langstærsti markað- ur fyrirtækisins er í Bandaríkjun- um. Höfuðstöðvarnar eru sem fyrr í Seattle en einnig er fyrir- tækið með skrifstofu í Dutch Harbor í Alaska og sömuleiðis er Rapp Hydema U.S. með litla söluskrifstofu í Suðurríkjunum. Auk Bandaríkjanna þjónar Rapp viðskiptavinum í austurhluta Asíu, t.d. á Sachalineyju og Kamtsjatka-svæðinu í Rússlandi. „Ég ferðast mikið vegna vinn- unnar, enda tek ég ennþá virkan þátt í að selja vörurnar. Mér finnst mjög gott að fara út á með- al viðskiptavinanna og ná per- sónulegu sambandi við þá. Það myndi ekki eiga við mig að sitja öllum stundum á skrifstofunni í Seattle,” sagði Jóhann. Auk þess að selja Rapp-framleiðsluvörurnar um borð í togskip er þær einnig m.a. að finna um borð í olíuskip- um og í tengslum við námuiðn- að. Bróðurpartur framleiðsluvar- anna kemur frá Noregi, en einnig er hluti þeirra framleiddur í Seattle. Þeim stóra landað Þegar Ægir hitti Jóhann að máli í Reykjavík á dögunum var hann að koma frá Missisppi í Banda- ríkjunum þar sem hann var að ganga frá stærsta samningi sem Rapp Hydema í Bandaríkjunum hefur gert til þessa. Um er að ræða spilbúnað í fjögur NOAA- rannsóknaskip og má meta samn- inginn á um einn milljarð ís- lenskra króna. „Þetta er mjög mikilvægur samningur fyrir okk- ur. Við buðum í þetta verkefni en vorum reyndar ekki með lægsta tilboðið. En það sem gerði vænt- anlega útslagið var að við höfum starfað lengi með NOAA og það samstarf hefur gengið mjög vel.” „Mér finnst mjög gott að fara út á meðal viðskiptavinanna og ná persónulegu sambandi við þá. Það myndi ekki eiga við mig að sitja öllum stundum á skrifstofunni í Seattle.“ Hér er verið að landa úr Ocean Bounty yfir í japanskt flutningaskip í Dutch Harbor í Alaska. Jóhann og eiginkona hans ásamt þremur börnum þeirra. Frá vinstri: Kristín, Theresa Sigurjonsson, eiginkona Jóhanns, Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Pétur og Sarah.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.