Ægir - 01.03.2002, Side 5
Sjávarútvegsráðherra í ólgusjó umræðunnar
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, er í Ægisviðtalinu og
kemur ráðherra víða við, enda mörg stór mál í umræðunni nú
um stundir. Rætt er um frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi
um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvalamálið, stækk-
un flotans og margt fleira.
Saltfisksetur í Grindavík
Í Grindavík er hafin uppbygging svokallaðs Saltfiskseturs, sem að standa m.a. Grindavíkur-
bær og ýmsir aðilar sem tengjast saltfiskverkun. Verið er að byggja hús yfir starfsemina og
er stefnt að því að opna setrið í haust.
Árni komin á fullt hjá FFSÍ
Árni Bjarnason tók við formennsku í Farmanna- og fiskimannasam-
bandinu í byrjun árs eftir nokkuð sögulegar formannskosningar á
þingi sambandsins undir lok síðasta árs. Árni er smám saman að setja
sig inn í mál FFSÍ, eins og kemur fram í kaffibollaspjalli við Ægi.
Notkun timburs í matvælaiðnaði
Notkun timburs í matvælaiðnaði, þ.á.m. við verkun á saltfiski, virðist ekki skapa meiri
hættu en noktun plast- og stálefna. Þetta má meðal annars lesa út úr niðurstöðum norræns
verkefnis um notkun timburs í matvælaiðnaði, sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins tók
þátt í af Íslands hálfu. Sigurjón Arason og Birna Guðbjörnsdóttir á Rf gera grein fyrir þessu
rannsóknaverkefni í athyglisverðri grein.
Hvalveiðar/hvalaskoðun
Á nokkrum stöðum á landinu er hvalaskoðun orðin mikilsverður liður í ferðaþjónustunni.
Þeir sem stunda hvalaskoðun telja að hvalveiðar hafi mjög neikvæð áhrif á atvinnugreinina
og í þeirra hópi er Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. Á
allt annarri skoðun er Konráð Eggertsson, þekktur sem hrefnuveiðimaður, sem telur að hval-
veiðar og hvalaskoðun geti vel farið saman. Ægir tekur púlsinn á málinu.
Brottkast ýsu á Íslandsmiðum
Brottkast á fiski hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu, enda stórt mál. Í athyglis-
verðri grein fjallar Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, um
brottkast á ýsu á Íslandsmiðum, metið með lengdarháðri aðferð. Í greininni kemur m.a. fram
að meginhluti brottkasts ýsu eigi sér stað í botnvörpuveiðum og er þá tekið mið af árunum
1988 til 2000 og er mestur hluti brottkastaðrar ýsu smár fiskur, minni en 45 cm að lengd.
Í B L A Ð I N U
Útgefandi: Athygli ehf.
ISSN 0001-9038
Ritstjórn: Athygli ehf.
Hafnarstræti 82, Akureyri
Sími 461-5151
Bréfasími 461-5159
Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)
Auglýsingar: Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík,
Sími 515-5200,
Bréfasími 515-5201
Auglýsingastjóri:
Inga Ágústsdóttir
Sími 515-5206
GSM 898-8022
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík,
Sími 515-5200,
Bréfasími 515-5201
Prentun: Gutenberg ehf.
Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2002
kostar 6600 kr.
Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207
Forsíðumynd blaðsins tók Hreinn Magnússon af
Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og
ívitnun er heimil, sé heimildar getið.
26
14
19
22
32
8