Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 6

Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Ég man þá tíð að fiskur var alltaf á mánudögum og þótti sjálfsagt mál. Maður var ekkert spurður álits, enda ekki mitt að segja hvort mér þætti mánudagsýsan góður siður eða slæm- ur. Maður einfaldlega borðaði það sem á borð var borið og var ekkert að röfla út af því. Og soðningin var ekki bara bundin við mánudagana. Hún var stundum einnig á borð borin í miðri viku. Kannski steiktur þorskur, fiski- bollur, steinbítur eða þessi líka fíni signi fiskur með hömsum, spiki og kartöflum. Hreinasta sælgæti. Fiskneyslan var hluti af lífsmynstrinu í þá daga, þetta var áður en næringar- fræðingarnir dældu þeim fróðleik yfir landslýð að öll landsins börn skyldu borða fisk vegna þess að hann væri svo hollur. Maður var ekkert að spá í kaloríurnar eða alla vítamínflóruna, bara borðaði sína soðningu vegna þess að hún alveg hreint ljómandi góð og ekkert meira um það að segja. Og það var líka hluti af gangi lífs- ins að eftir áramótin fékk maður tvisvar til þrisvar í matinn nýjan þorsk og hrogn og lifur. Að ég ekki tali um rauðmagann á vorin og signu grásleppuna, sem í minningunni er hreint lostæti. Eftir á að hyggja má kannski segja að fiskneysla hafi verið fremur einhæf í þá daga. Menn keyptu gömlu góðu ýsuna og létu þar við sitja. Kannski einstaka sinnum þorsk og reyndar einnig skötu. Mér er það í fersku minni þegar ég var hluti af löndunarliðinu á Dalvík fyrir rúmum tuttugu árum og hver og einn úr löndunarliðinu tók nokkra fiska með sér heim úr viðkomandi skipsfarmi til þess að næra sig og sína. Þetta var áður en Fiskistofa kom til sögunnar og því fór þetta allt framhjá vigt - eftirlitsmennirnir horfðu fram- hjá þessari sjálfsbjargarviðleitni okkar í löndunarliðinu. Nema hvað að mér eldri og reyndari löndunarkarlar völdu sér alltaf fallegar ýsur í pottinn og þótti annað fiskmeti vart mannamat- ur. Ég hafði hins vegar fyrir sið að taka með mér heim steinbít, kola, grálúðu og karfa. Nokkuð sem félagar mínir í löndunarliðinu kölluðu grams eða skrapfisk. Þeir botnuðu ekkert í þessari sérvisku minni og voru alveg gáttaðir á að ég skyldi meira að segja taka með mér karfa, en á þessum tíma var sjaldgæft að menn borðuðu þenn- an ljúffenga fisk. Það hafa orðið ótrúlegar breytingar á fiskneyslu landsmanna á allra síð- ustu árum. Fiskneyslan er greinilega miklu minni en hún var og eru sjálf- sagt margar ástæður fyrir því. Ein ástæðan og trúlega sú stærsta er ein- faldlega verðlagið á soðningunni. Fiskur er óheyrilega dýr matvara, svo ótrúlegt sem það kann að virðast þeg- ar um er að ræða eina mestu fiskveiði- þjóð við norðanvert Atlantshaf. Fisk- urinn hefur hækkað í verði lagt um- fram verðlagshækkanir á undanförn- um árum, sem er að sjálfsögðu hið al- varlegasta mál. Einhverju sinni spurði ég mann sem vit hefur á um skýringar á þessum gífurlegu verðhækkunum og svarið var einfalt; það er tilkoma fisk- markaðanna. Eftir að fiskmarkaðarnir komu til sögunnar, sagði hann, rauk verðið upp úr öllu valdi. Mér þótti þetta nokkur tíðindi, en féllst þó á þegar betur var að gáð að þetta kynni að vera rétt. Fiskmarkaðarnir eru ef að líkum lætur komnir til að vera og verðlag skýjum ofar á ýsuflakinu er væntan- lega einnig komið til að vera. Það þýð- ir ósköp einfaldlega það að fiskneysla á ugglaust eftir að minnka enn frekar. Pizzakynslóðin velur frekar eitt stykki pizzu með þremur áleggstegundum en eitt kíló af ýsu - fyrir svipaða upphæð. Það er heldur ekki nógu smart nú til dags að borða siginn fisk með spiki - eiginlega gamaldags og jafnvel hall- ærislegt. Hins vegar er meira en í góðu lagi að fá sér fisk á dýrum veit- ingahúsum - það er smart. Færa má fyrir því rök að verðlag á ýsuflakinu geri það að verkum að landsmenn færi sig yfir í neyslu á til dæmis kjúklingum. Sem til þess að gera kaloríusnauð fæða kemur kjúklingurinn í stað ýsuflaksins. Þetta er merkileg þróun hjá fiskveiðiþjóð- inni - en þó í takt við það sem gerist víða í Vestur-Evrópu þar sem kjúklingurinn er miklum mun ódýr- ari en fiskurinn. Við verðum að sætta okkur við það að nú vex úr grasi kyn- slóð sem er ekki vön því að snæða ýsu eða þorsk á mánudögum - því miður. Þessari þróun verður ekki svo auðveld- lega snúið við - í það minnsta ekki á meðan verðlagið er slíkt og þvílíkt á fiskinum. Fyrir hinn venjulega ís- lenska Jón Jónsson er fiskur munaðar- vara - svo einfalt er það. Þegar fiskur var fastur liður á mánudögum Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.