Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 18
18
V E I Ð A R F Æ R I
„Við teljum sameininguna hafa
tekist afar vel,“ segir Daníel, „fyr-
irtækið býður nú allar gerðir
veiðarfæra og stóran hluta af
nauðsynlegum dekkbúnaði. Jafn-
framt höfum við aukið mjög úr-
val af sjófatnaði, hnífum, stálum
o.fl. Við teljum okkur geta boðið
hagkvæmar heildarlausnir í veið-
arfærum og búnaði. Viðskiptavin-
ir hafa tekið þessum breytingum
vel og velta fyrirtækisins hefur
aukist töluvert“ segir Daníel Þór-
arinsson hjá Ísfelli-Netasölunni.
Nýr togvír frá Bridon
Fyrir rúmu ári tók Ísfell-Netasal-
an í sölu Dyform „Star Fish“ tog-
vír frá Bridon Fishing. Dyform
„Star Fish“ togvírinn er frábrugð-
inn eldri gerðinni að því leyti að
utan um stálkjarna vírsins er
mótaður plastkjarni þannig að
hver þáttur í vírnum hefur sitt
„sæti“ til varnar innri núningi.
Reynslan sýnir að „Star Fish“ hef-
ur meiri endingu en eldri gerðir.
Að sögn Magnúsar Eyjólfssonar
hefur fyrirtækið nú þegar selt
þennan togvír um borð í tólf tog-
ara, bæði hérlenda og erlenda.
„Bridon Fishing ákvað að reyna
þennan vír um borð í fimm ís-
lenskum togurum í fyrra og
reynslan er mjög góð. Með því að
hafa stálkjarnan klæddan með
plasti heldur vírinn brotþolinu og
kemur í veg fyrir innri núning og
það er einmitt það sem menn hafa
verið leita eftir,“ segir Magnús.
Nýjung í keðjum
Magnús lætur þess getið að fyrir-
tækið Parsons Chain, sem Ísfell-
Netasalan hafi umboð fyrir hér á
landi, muni kynna á sjávarútvegs-
sýningunni í Glasgow í apríl nýj-
ung varðandi keðjur. „Ég býst við
að þessi nýjung, sem ég tel að
eigi eftir að verða töluvert bylt-
ingarkennd, komi á markaðinn í
maí. Við stöndum fyrir hópferð á
sjávarútvegssýninguna í Glasgow
og munum einnig m.a. sækja
þessa keðjuverksmiðju heim og
kynna okkur þeirra framleiðslu-
vörur og nýjungar,“ segir Magnús
Eyjólfsson.
Netagreiðarar frá
Rapp Hydema
Í dekkbúnaði hefur Ísfell-Netasal-
an m.a. á boðstólum netagreiðara
og netaspil frá Rapp Hydema
Syd. Netagreiðari er hannaður
fyrst og fremst fyrir þorskanet og
grásleppunet.
„Netagreiðarinn er kominn um
borð í flesta netabáta,“ segir Jón
V. Óskarsson, sölustjóri neta hjá
Ísfelli-Netasölunni, „ og verður
sjálfsagt innan skamms einnig í
öllum grásleppubátum.“
„Við bjóðum m.a. gæðanetin
frá NICHIMEN THAI NYLON
og KING CHOU. Báðar þessar
gerðir hafa sannað ágæti sitt á
undanförnum árum og sala þeirra
aukist jafn og þétt.“
Sigurnaglalínan sækir
í sig veðrið
„Við bjóðum sigurnaglalínu, sem
hefur verið að styrkja sig mjög á
heimsmarkaði,“ segir Daníel Þór-
arinsson. „Línubáturinn Kristinn
Lárusson í Sandgerði er með slíka
línu 9mm í fullum gangi og um
borð í Sævík hefur hún verið til
prufu og reynst afar vel. Þá erum
við einnig með góðar sigurnagla-
línur fyrir minni bátana, 4,5 mm,
5,0 mm, 5,5 mm og nýlega bætt-
ist 6,0 mm í úrvalið,“ segir Daní-
el.
Erfitt er að spá fyrir um framtíð
línuveiðanna hér við land, ekki
síst í ljósi þröngrar kvótastöðu
margra báta. Hins vegar bendir
Daníel á að á síðasta ári hafi línu-
veiðarnar gefið hvað mest allra
veiðiaðferða.
Fyrirtækin Ísfell og Netasalan voru sameinuð sl
haust. Til þess að fá upplýsingar um hvernig
sameining fyrirtækjanna hefði gengið leitaði
Ægir svara hjá þeim þremur mönnum sem veita
sölumálum forstöðu í fyrirtækinu; Daníel Þór-
arinssyni, markaðsstjóra og sölustjóra línuvara,
Magnúsi Eyjólfssyni, sölustjóra togveiðarfæra
og Jón V. Óskarssyni, sölustjóra neta.
Ísfell-Netasalan í Reykjavík:
Heildarlausnir í veiðarfærum
Þrír af stjórnendum Ís-
fells-Netasölunnar ehf.
- Daníel Þórarinsson,
Jón V. Óskarsson og
Magnús Eyjólfsson.
Mynd: Sverrir Jónsson.