Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2002, Page 21

Ægir - 01.03.2002, Page 21
21 M AT V Æ L A I Ð N A Ð U R höndlað var á mismunandi hátt og hins vegar galvaniseruðu stáli á 16 mánaða tímabili í saltfisk- geymslu. Í öllum tilvikum er ör- verufjöldinn mjög lítill og er undir viðmiðunarmörkum sem miðast við snertifleti matvæla eft- ir þrif. Þó má sjá skýran mun þar sem flestar örverur greinast á ómeðhöndluðu límtré en fæstar á límtré sem var fúavarið. Stálið kom þó best út. En þar sem ör- verufjöldinn er svo lítill þá er ekki hægt að gera upp á milli þessara efna og ætti því að vera í fullkomnu lagi að nota hvort efn- ið sem er í byggingar við þessar aðstæður en þær voru við mjög lágt hitastig (0°-3) og við mjög háan loftraka (>80%RH). Mynd 4. sýnir árangur þrifa á timburbrettum sem notuð hafa verið fram að þessu við saltfisk- vinnslu sem nú er bannað að nota. Plastker hafa nú tekið við og er árangur þrifa á þeim einnig sýnd- ur á myndinni. Þar kemur greini- lega fram að mun auðveldara er að þrífa plastkerin í samanburði við timburbrettin, en ef þessi nið- urstaða er borin saman við við- miðunarreglur Rf um örveru- fjölda á yfirborði eftir þrif þá eru þrifin á plastkerunum einnig ófullnægjandi. Athyglisvert er að sumar rann- sóknir benda til þess að örverur vaxi fremur illa í timbri eftir smit og að í timbri geti verið örveru- hemjandi þættir. Annað hvort sogast örverurnar inn í tréð eða þær þorna upp. Mestu máli skipt- ir þó að timbur, sem er í óbeinu sambandi við matvæli, fái rétta meðhöndlun og viðhald. Lítið er til af upplýsingum um bestu skil- yrði við notkun á timbri í mat- vælaiðnaði. Einnig skortir á upp- lýsingar um bestu aðferðir við þrif á trévörum og flötum úr timbri. Mynd 5 sýnir fjölda ör- vera á 6 mismunandi timbur- brettum og 2 tegundum af plast- brettum eftir að saltfiskur hafði verið geymdur á þeim í 2 mánuði og síðan eftir þrif með köldu vatni og háþrýstingi (180 bör). Þar kemur enginn munur fram á brettum, hvort sem þau eru gerð úr timbri eða plasti. Frumniðurstöður þessa norræna verkefnis, sem kynntar hafa verið hér, benda til þess að timbur geti m.t.t. mengunar af völdum örvera verið eins gott og þau efni (plast og stál) sem þau voru borin sam- an við. Það má því draga þá ályktun að notkun timburs í mat- vælaiðnaði, a.m.k. við sambæri- legar aðstæður og prófaðar voru hér, skapi ekki meiri hættu fyrir neytandann en notkun annarra efna. Að sjálfsögðu verður sá sem kýs fremur að nota timbur en önnur efni að gera sér grein fyrir hvernig skal meðhöndla og geyma t.d. timburbretti til að viðhalda gæðum þeirra. Þetta gildir þó einnig um notendur plastkera, en þau endast ekki að eilífu. Gott er að hafa í huga að líklega er ekkert efni til sem upp- fyllir öll þau skilyrði sem sett hafa verið til að fyrirbyggja að ör- verur og óhreinindi geti borist í matvæli á þennan hátt. Þegar taka þarf ákvörðun um hvaða efni skuli valin til notkunar í mat- vælaiðnaði er mikilvægt að líta á aðstæður á hverjum stað og byggja síðan niðurstöðuna á við- urkenndri þekkingu. Heimildir Carpentier, B. (1997) Sanitary quality of meat chopping board surfaces: a bibliographical study. Food Microbiol., 14, 31-37. Mynd 3. Örverufjöldi á límtré og stálbitum í saltfiskgeymslu eftir 16 mánuði (1A:1x Kopal vatnsmálning og 2x Kopal acryl málning; 1B: 2x Kopal epoxy málning, vatnsleysanleg; 2A: Parket málning, vatnsleysanleg; 3B: 2x epoxy málning; 4A: Kjörvari 14(fúavörn); 5: ómeðhöndlað límtré; 6: galvaniserað stál Mynd 5. Örverufjöldi á brettum eftir 2 mánaða geymslu með saltfiski og eftir þrif með köldu vatni og háþrýst- ingi(180 bör)

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.