Ægir - 01.03.2002, Side 24
24
H VA L A S K O Ð U N / H VA LV E I Ð A R
ann. Það er með öllu óásættanlegt
að tala um að veiðar á hvölum sé
eina leiðin til að nýta þá. Ég hef
fulla trú á því að framtíð hvala-
skoðunar við Ísland sé björt, Hér
er fjöldi hvala og fjölbreytileiki
tegunda meiri en víðast hvar í
heiminum. Tegundir eins og
steypireyður, hnúfubakar, háhyrn-
ingar, hrefnur og höfrungar draga
að sér sífellt fleiri ferðamenn, lík-
lega er hvergi í heiminum örugg-
ara að sjá steypireyðar í hvala-
skoðunarferðum en út af Snæfells-
nesi. Þessi staðreynd hefur vakið
mikla athygli erlendis, enda telur
steypireyðastofninn í heiminum
aðeins nokkur þúsund dýr,“ segir
Ásbjörn Þ. Björgvinsson.
Þjóðin styður hvalveiðar
samkvæmt könnunum
Nýlegar skoðanakannanir sýna að
mikill meirihluti landsmanna
styður hvalveiðar við Ísland. Ás-
björn lítur svo á að þessar niður-
stöður í könnunum gefi til kynna
að afstaða margra mótist af því að
vera einskonar sjálfstæðisyfirlýs-
ing frekar en að viðkomandi hafi í
raun skoðað áhrif þess eða afleið-
ingar að hefja hvalveiðar án sam-
þykkis alþjóðastofnana eða okkar
helstu viðskiptalanda. „Að mínu
mati hefur þjóðin verið „mötuð“
um árabil á þeim upplýsingum að
hvalir séu allt of margir og hafi
auk þess neikvæð áhrif á vöxt og
viðgang fiskistofnanna og því
verði að hefja veiðar á þeim. Lítið
hefur farið fyrir þeirri skoðun fjöl-
margra vísindamanna að takmark-
aðar veiðar úr einum stofni af 14-
15 stofnum hvala hér við land
komi ekki til með að hafa mikil
áhrif á lífríki sjávar hér við land.“
Uppbygging
Hvalmiðstöðvarinnar
Ásbjörn Þ. Björgvinsson er eins
og áður segir forstöðumaður
Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík,
sem hefur stutt vel við uppbygg-
ingu hvalaskoðunar í bænum.
Hvalamiðstöðin hefur búið við
fremur þröngan kost, en á því
verður breyting strax í sumar því
verið er að innrétta gamla slátur-
hús Kaupfélags Þingeyinga sem
framtíðaraðsetur hennar. „Sérstaða
Hvalamiðstöðvarinnar,“ segir Ás-
björn, „felst í því að vera eina
fræðslu og upplýsingamiðstöðin
um hvali og lífríki þeirra hér á
landi. Á safninu er líka lögð
áhersla á að kynna sögu hvalveiða
hér við land enda hluti af þeirri
umhverfis, menningar- og sögu-
fræðslu sem við viljum standa að
fyrir ferðamenn, almenning og
vaxandi fjölda skólabarna sem
heimsækir safnið.
Við erum þessa dagana að vinna
við innanhúss endurbætur og
uppsetningu á nýrri sýningarað-
stöðu sem við áætlum að opna í
vor. Einn mikilsverður þáttur í
starfsemi Hvalamiðstöðvarinar er
fræðsla og kynning á hvalveiðum
fyrr á tímum og á síðustu öld, við
erum nú búin að afmarka stórt
svæði, u.þ.b. 65m2 á safninu, fyrir
hvalveiðisöguna og komum til
með að setja upp ýmis ný gögn
sem varða sögu hvalveiða hér við
land og annarsstaðar í heiminum.
Mig langar í þessu sambandi að
nefna að okkar vantar sárlega
fleiri gripi eða ljósmyndir frá
hvalveiðum til að gera sögunni
enn betri skil.“
Fræðsla um fiskveiðar
og -vinnslu
Undanfarin þrjú ár hefur Hvala-
miðstöðin átt samstarf við Fisk-
iðjusamlag Húsavíkur um fræðslu
varðandi fiskveiðar og -vinnslu.
Ásbjörn vonast til þess að áfram-
hald verði á þessari samvinnu.
„Við áformum að auka verulega
þennan þátt í stafsemi safnins því
jákvæð kynning á fiskveiðum og -
vinnslu skilar sér áreiðanlega í
aukinni eftirspurn erlendis,
a.m.k. meðal þeirra ferðamanna
sem þegar hafa notið þessara
ferða. Algeng ummæli erlendra
ferðamanna eftir klukkutíma
skoðunarferð um Fiskiðjusamlag
Húsavíkur eru; „Nú veit ég alveg
hvaðan ég ætla að kaupa fiskinn
minn! Frá Íslandi.“
Í tengslum við hvalaskoðunarferðirnar hefur Norðursigling á Húsavík byggt upp þessi
hús, sem bera nafnið Gamli Baukur.
Hvalaskoðun á Íslandi 2001
1. Norðursigling - Húsavík
2. Hvalaferðir - Húsavík
3. Ferðaþjónustan Áki - Breiðdalsvík
4. Víking bátaferðir - Vestmannaeyjum
5. Elding - Hafnarfirði
6. Höfrunga- og hvalaskoðun - Reykjanesbæ
7. Hvalstöðin - Reykjavík/Reykjanesbæ
8. Húni - Hafnarfirði
9. Bátsferðir Arnarstapa/Snjófell - Snæfellsnesi
10. Sæferðir - Stykkishólmi/Ólafsvík
11. Sjóferðir - Dalvík
12. Níels Jónsson - Hauganesi