Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 25
25
H VA L A S K O Ð U N / H VA LV E I Ð A R
Konráð sagðist ekkert hafa á
móti hvalaskoðun við strendur
landsins, en honum gremst sú af-
staða þeirra sem stundi hvala-
skoðun að vera alfarið á móti
hvalveiðum og telja að veiðar og
skoðun geti ekki farið saman.
„Það er hrein og klár lygi að þetta
geti ekki farið saman. Reynslan
frá Noregi sýnir að þetta getur
vel farið saman,“ sagði Konráð.
„Biddu guð að hjálpa þér, ég hef
ekkert á móti því að gert sé út á
að sýna ferðamönnum hvali. Ég
tel að menn eigi meðal annars á
þennan hátt að ná í peninga fyrir
þjóðarbúið og ég gleðst yfir því
að það sé hægt. En ég gleðst ekki
yfir því þegar hvalaskoðunar-
mennirnir leggjast gegn því að
við sem stunduðum þessar veiðar
hér á árum áður hefjum þær aftur.
Hvalveiðar við Ísland hafa verið
stundaðar öldum saman og það er
hollt fyrir Ásbjörn Björgvinsson
að gleyma ekki hvert ferðamenn-
irnir fóru sem komu til Íslands á
meðan þessar hvalveiðar voru
stundaðar hér. Þeir fóru nefnilega
í stórum stíl upp í Hvalfjörð til
þess að fylgjast með hvalskurði,“
segir Konráð.
Hef beðið í öll þessi ár
Konráð segist trúa því að alltaf
styttist í að Íslendingar hefji
hvalveiðar. „Vísindanefnd Al-
þjóðahvalveiðiráðsins samþykkti
veiðar fyrir nokkuð mörgum
árum síðan, en þá tók Alþjóða-
hvalveiðiráðið af skarið og hafnaði
niðurstöðum Vísindanefndarinn-
ar. Í kjölfarið sagði formaður
nefndarinnar af sér. Gísli Vík-
ingsson, hvalasérfræðingur á
Hafró, sagði í viðtali á dögunum
að við gætum ekki annað en nýtt
hvalastofnana við landið og það
eru alltaf fleiri og fleiri sem eru á
þessari skoðun. Það er líka vert að
menn gleymi því ekki að við Ís-
lendingar skrifuðum undir það í
Rio De Janero að við nýttum
okkar sjálfbæru auðlindir. Við
höfum ekki staðið undir því. Það
er eins og sumir séu haldnir hálf-
gerðri maníu með þennan bless-
aða hval. Ég lít á hann eins og
hvern annan mat,“ segir Konráð.
- Myndir þú hefja hrefnuveiðar
á ný ef þær yrði leyfðar?
„Það er ekki spurning. Ég hef
beðið eftir því í öll þessi ár að
hefja veiðarnar á nýjan leik og ég
hefði aldrei trúað því að þetta
bann myndi standa í öll þessi ár,“
segir Konráð, en síðustu hvalirnir
voru dregnir á land hér á landi
árið 1985. „Ég skal alveg viður-
kenna það að í öll þessi ár hef ég
alltaf verið sami græni, auðtrúa
bjáninn. Ég hef alltaf látið ljúga
mig fullan um að nú sé alveg að
koma að því að hvalveiðar verði
heimilaðar á ný, en aldrei gerist
neitt.“
Vilji Alþingis er ljós
„Vilji Alþingis liggur alveg skýr
fyrir í þessum efnum, en ríkis-
stjórnin hefur ekki staðið sig í að
framfylgja vilja Alþingis. Það er
ósköp einfalt mál. Ég veit ekki
við hvað menn eru hræddir. Dav-
íð hefur alltaf sagt að við getum
ekki selt hvalaafurðirnar, en þau
rök eru fallin því Japanarnir eru
tilbúnir að kaupa þessar afurðir af
okkur. Auðvitað eigum að veiða
allar þær hvalategundir sem nýt-
anlegar eru,“ segir Konráð.
Hann segist hafa veitt því at-
hygli að þær hrefnur sem svamli
um í sjónum séu orðnar gríðar-
lega stórar og ungviðið sjáist vart.
„Það er alveg óskaplega mikið af
þessu og einn daginn sá ég tvö-
hundruð dýr. Það er ekki spurn-
ing að hrefnustofninn hefur
stækkað og um það eru allir sér-
fræðingar sammála,“ sagði Kon-
ráð G. Eggertsson.
Hrein og klár lygi að
hvalveiðar og hvala-
skoðun fari ekki saman
- segir Konráð G. Eggertsson,
hrefnuveiðimaður á Ísafirði
„Ég hef heyrt Ásbjörn Björgvinsson nefna tölur
um aukningu í hvalaskoðun ár frá ári. Ég legg
ekki mikið upp úr því sem hann segir. Það get-
ur vel verið að einhver fjölgun hafi verið í
hvalaskoðunarferðum, en ég legg ekki trúnað á
þær tölur sem Ásbjörn leggur fram í þessum
efnum,“ segir Konráð G. Eggertsson, hrefnu-
veiðimaður á Ísafirði og nú skipstjóri rækju-
bátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS-14.
Konráð G. Eggertsson.
Mynd: BB/Halldór Sveinbjörnsson.
„Ég hef beðið eftir því í öll þessi ár að hefja veiðarnar á nýjan leik
og ég hefði aldrei trúað því að þetta bann myndi standa í öll þessi
ár,“ segir Konráð G. Eggertsson, fyrrverandi hrefnuveiðimaður á
Ísafirði. Á myndinni eru hvalveiðibátar Hvals hf. , sem bundnir
hafa verið við bryggju vel á annan áratug.