Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 50
50
Hákarlinn er grannvaxinn og sívalur, með stutt höfuð og stutta
trjónu. Augun eru smá en kjaftur hákarlsins er víður með hvöss-
um tönnum í mörgum röðum á skoltum. Í efri skolti eru tennur
smáar og oddhvassar en í neðri skolti eru þær breiðar og skásett-
ar. Fremur smá innstreymisop eru rétt ofan og aftan við augu og
tálknaopin eru einnig smá. Bolurinn er langur en uggarnir frem-
ur smáir. Bakuggar eru tveir og sá fremri fyrir miðju á bolnum
og er enginn gaddur á honum eins og er á flestum háfiskum, en
sá aftari er andspænis aftanverðum kviðuggum. Raufarugga
vantar og sporðurinn er fremur stór. Hákarlinn getur orðið 6-7
metra langur eða lengri en algengasta stærð hans er 295 metrar.
Hákarlinn er rauðgrár, dökkgrár eða blágrár á lit að ofan en
ljós á kviðinn. Þó hafa einnig fundist alhvítir hákarlar.
Hákarlinn er eina háfiskategundin sem getur lifað í ísköldum
sjó. Heimkynni hans eru í Norður-Atlantshafi og Norður-Íshafi.
Svæði hans nær frá Barentshafi og suður með strönd Noregs inn
í Norðursjó og að norðurströndum Bretlandseyja. Hann er
einnig við Færeyjar og Ísland, við Grænland og Norður-Amer-
íku suður til Bandaríkjanna. Við Ísland hefur hákarl fundist allt
í kringum landið.
Hákarlinn heldur sig mest á botni en hann er einnig að finna
á 500-600 metra dýpi og heldur sig meira í köldum sjó. Hann á
það til að fara í langar göngur en algengara er að hann liggi
langtímum saman á botninum í von um auðfengna bráð, enda
þykir hann vera sljór og silalegur.
Fæða hákarlsins er mjög blönduð og er hann mjög gráðugur.
Hann virðist éta það sem í kjaftinn ratar, lifandi og dautt, ætt
og óætt og hafa fundist hinar ýmsu tegundir sjávardýra í maga
hans meira að segja stórir blöðruselir og aðrar háfiskategundir.
Einnig hafa landdýr, sem einhverra hluta vegna hafa borist í sjó,
fundist í maga hákarlsins. Hér við land hafa fundist hross,
hundar og kettir í maga hans og áður fyrr þegar hákarlaveiðar
stóðu sem hæst þótti úldið hrossakjöt besta beitan. Þrátt fyrir
græðgi hákarlsins hefur hann ekki þótt hættulegur mönnum
heldur á það frekar við um frændur hans í heitu höfunum.
Hákarlinn gýtur ungum sem eru um eða yfir 40 cm við got.
Talið er að hann gjóti á miklu dýpi fjarri landi, sennilega að
vetri til. Lítið er vitað um vöxt og aldur hákarlsins en sennilega
vex hann fremur hægt og nær háum aldri.
Hákarlaveiðar hafa verið stundaðar hér við land í gegnum
aldirnar og náðu þær hámarki á öndverðri 19. öld. Í byrjun 20.
aldar dró verulega úr veiðunum enda minnkaði eftirspurn há-
karlalýsis til muna með nýjungum í ljóstækni. Nú er hákarl
veiddur á línu á smábátum á nokkrum stöðum á landinu og
einnig kemur hann sem aukaafli í botnvörpu togara. Hann er
eingöngu verkaður og kæstur og þykir óráðlegt að éta hann nýj-
an vegna efnis í honum sem valdið getur eitrun. Einnig er unn-
ið lýsi úr hákarlalifur í töflur.
Somniosus microcephalus
Hákarl
F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N
K R O S S G Á TA N