Ægir - 01.10.2002, Síða 11
11
F R É T T I R
Seigla ehf. í Reykjavík hefur
smíðað og selt hraðfiskifbátinn
Elinu C VN-88 til Christian
Christiansen í Kollafirði í Færeyj-
um. Þetta er fyrsti hraðfiskibátur-
inn sem Seigla selur til Færeyja
og telur Sigurjón Ragnarsson hjá
Seiglu víst að í kjölfarið verði
frekari viðskipti við Færeyinga.
Síðastliðið vor afhenti Seigla
Henning Jóhannessyni, útgerðar-
manni í Grímsey, samskonar bát
sem ber nafnið Björn EA-220.
Bátnum var áður siglt til Færeyja
og hann kynntur þar. Ferðin bar
tilætlaðan árangur og fljótlega
hófst smíði á því sem næst eins
báti fyrir Christian Christiansen í
Kollafirði. Um er að ræða bát af
gerðinni Seigur 100, sem er rösk
níu tonn og um sex brúttórúm-
lestir. Lengdin er tíu metrar og
breiddin þrír metrar. Til marks
um ganghraðann á þessari gerð af
bátum tók þrettán og hálfa
klukkustund að sigla Birni EA til
Færeyja frá Vestmannaeyjum.
Siglingaleiðin er 370 sjómílur og
var meðalhraðinn á leiðinni 28
sjómílur. Báturinn er með 1300
lítra olíutank og nam eyðslan á
þessari leið um 1100 lítrum.
Fyrsti báturinn smíðaður
2001
Í janúar 2001 afhenti Seigla
Magnúsi Gústafssyni í Hólmavík
fyrsta bátinn af gerðinni Seigur
1000 og heitir hann Hafbjörg ST-
77. Annar báturinn var Draumur
RE-302, þriðji Steini Randvers
SH-147 og fjórði var síðan Björn
EA-220, sem eins og áður segir
fór til Grímseyjar. Upphaflega
annaðist Seigla ehf. viðgerðir og
breytingar á bátum, en nú leggur
fyrirtækið meiri áherslu á smíði
báta, samkvæmt hönnun þeirra
Sverris Bergssonar og Sigurjóns
Ragnarssonar, auk þess sem sjó-
menn hafa miðlað reynslu sinni
og þekkingu og þannig lagt
hönnuninni lið. Útkoman er öfl-
ugur og hraðskreiður fiskibátur
sem eins og áður segir hefur verið
að vekja athygli bæði hér heima
og í Færeyjum. Afhendingarverð
á Elinu C til Færeyja var um 21
milljón króna.
Nóg að gera í vetur
„Færeyjabáturinn er nánast eins
og Björn RE í Grímsey, nema við
breyttum mastrinu eilítið. Mastr-
ið á Elinu C er úr plasti, en áður
var það úr járnagrind,” segir Sig-
urjón Ragnarsson. „Við fundum
strax mikinn áhuga í Færeyjum
fyrir þessari gerð af báti og það er
engin spurning að þessi nýi bátur
mun hjálpa okkur frekar á mark-
aðnum þar ytra. Ég held að eng-
inn vafi sé á því að þessir bátar
henta mjög vel í Færeyjum, ekki
síst vegna þess hversu hraðgengir
þeir eru. Við komumst að raun
um að við vorum álíka fljótir að
fara á bátnum á milli staða í Fær-
eyjum eins og að fara á bíl og
með ferjum,” sagði Sigurjón.
Hann sagði að nú þegar væri
nokkuð víst um frekari bátasmíði
fyrir Færeyinga. „Síðan erum við
með tvo eða jafnvel þrjá báta
selda hér heima. Það lítur því út
fyrir að yfirdrifið verði að gera hér
í vetur í nýsmíði,” sagði Sigurjón,
en átta starfsmenn eru hjá Seiglu.
Seigla selur hraðfiskibát til Færeyja:
Bjartsýnn á frekari
viðskipti við Færeyinga
- segir Sigurjón Ragnarsson hjá Seiglu
Úr stýrishúsi Elinar C.
Vistarverur Elinar C eru ekkert slor!
Nýjasti bátur Seiglu ehf., Elin C VN-88, hefur verið afhentur Christian Christiansen í
Færeyjum.