Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 20
20 F J Ö L S K Y L D U L Í F S J Ó M A N N A Mig langar til að byrja þessa predikun á því að lesa úr Mattheusarguðspjalli áttunda kafla, vers 23 til 27: „Nú fór hann (Jesús) í bátinn og lærisveinar hans fylgdu hon- um. Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: Herra bjarga þú, vér förumst. Hann sagði við þá: Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir? Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn. Mennirnir undr- uðust og sögðu: Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.” Það kemur fram í bréfi Páls postula til Korintumanna að læri- sveinar Jesú voru flestir giftir. Konurnar hafa örugglega gengið oft í gegnum tímabil kvíða og ótta. Þegar þeir voru úti á vatn- inu í vondu veðri að veiða, þau ár sem Jesús gekk á jörðinni og þeir fylgdu honum og svo eftir að hann reis upp frá dauðum. Nýja testamentið talar oft um ofsóknir og erfiðleika sem þeir gengu í gegnum. Sem fyrrverandi sjómað- ur til þriggja ára og eiginkona sjómanns, sem dvelur lungann úr árinu í burtu frá fjölskyldu sinni, á ég auðvelt með að setja mig í spor þeirra. Kveðjustundir á bryggjunni Í framangreindum versum eru fjögur atriði sem mig langar til að fjalla sérstaklega um. 1. Bylgjurnar gengu yfir bát- inn. Það hefur verið hlutskipti sjó- mannskvenna í gegnum tíðina að kveðja eiginmenn sína þegar þeir ganga á skip og halda út á hafið, sem ekki aðeins brauðfæðir þá og svo marga aðra, en getur sannar- lega orðið úfið og háskalegt og greitt þung högg á stundum. Þá getur farið svo að kveðjustundin á bryggjunni verði sú síðasta, þótt engan óri fyrir því. Enginn er spurður að því hvernig honum falli að fara langdvölum að heim- an, það þarf að afla tekna og þær verður að sækja þangað sem vinn- an er – í greipar Ægis. Enginn veit hvernig mun viðra eða fiskast og enginn veit hvað bærist í hug- um manna og okkar sjó- mannskvenna né hvaða bænir stíga frá brjóstum okkar á kveðju- og skilnaðarstundum. Við sjó- mannskonur erum oftar minntar á það en aðrar konur á Íslandi, að ekki er það sjálfgefið að við fáum mennina okkar heila heim aftur. Þessi atvinnugrein hefur tekið ótal mannslíf í gegnum tíðina og limlest margan sjómanninn, þannig að ævarandi örkuml hafa hlotist af. Miskunnarlausar ógnir Ægis Allri íslensku þjóðinni er enn í fersku minni hið hörmulega sjó- Enginn veit hvernig mun viðra eða fiskast og enginn veit hvað bærist í hugum manna og okkar sjómanns- kvenna né hvaða bæn- ir stíga frá brjóstum okkar á kveðju- og skilnaðarstundum. Hlutskipti sjómannskonunnar Þórunn Halldórsdóttir, sjómannskona á Akur- eyri, flutti eftirtektarverða hugleiðingu í Akur- eyrarkirkju að morgni sl. sjómannadags. Ægir fór þess á leit við Þórunni að fá að birta hug- leiðingu hennar og varð hún góðfúslega við þeirri ósk.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.