Ægir - 01.10.2002, Page 23
23
E R L E N T
Kvótinn er gulls ígildi
Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur ákveðið að leyfa bæði sameiningu kvóta
og samvinnu um að veiða kvóta dagróðrarbáta undir 28 metrum. „Þar með getur kvótinn þinn
orðið gulls ígildi þótt þú veiðir hann ekki sjálfur,” segir Fiskaren.
Fækkun báta frjáls ákvörðun
Kerfisbreytingin tekur til hvers fylkis fyrir sig og menn ákveða sjálfir fækkun báta sem eru milli
15-28 metra langir. Hins vegar er samvinna um að veiða kvóta ekki bundin við stærð báta svo
að hana geta minnstu bátarnir líka nýtt sér.
Eftir að breytingin hefur verið rædd í fiskveiðisamtökunum ætlar Ludvigsen að leggja fram
tillögur sem miða að því að hagstætt verði að fækka dagróðrarbátum þannig að útgerð hvers
báts verði hagkvæmari og flotinn sem best lagaður að úthlutuðum kvóta.
Kjarninn í tillögum ráðuneytisins er framsal kvóta. Reglurnar eiga að gilda um alla kvótasetta
fiskistofna og eru bundnar við fylki hvað varðar kvóta þorsks, ýsu og ufsa.
Framsal kvóta á einungis að gilda milli báta í hverjum hinna fjögurra lengdarflokka, sem dag-
róðrarbátar eiga að skiptast í: 0-9,99 m, 10-14,99 m, 15-20,99 m og 21-27,99 m. Undanþegið
er þó framsal kvóta milli báta undir 28 m í sama sveitarfélagi.
Opnar möguleika á kvótaskiptum
Framsal kvótans á að gilda í eitt kvótaár í einu og ekki verður leyfilegt að framselja kvóta af
sömu fiskitegund í meira en þrjú ár á fimm ára tímabili.
Kerfisbreytingunni er ætlað að auka hagkvæmni með því að auka kvóta hvers báts. Hún gerir
líka mögulegt að bátar skipti á kvóta þannig að hver bátur geti veitt nær heimahöfn og þar
með lækkað útgerðarkostnað að því tilskildu að einhver sem býr lengra burtu vilji skipta.
15-28 m bátum fækkað
Reglurnar kveða á um að dagróðrarbátur sé samfellt gerður út. Tímabundin kvótasetning gildir
um kvóta allra fiskitegunda sem leyfð er takmörkuð veiði á og annaðhvort fyrir 15-28 eða 21-
28 m báta.
Í reglum um úthlutun kvóta er kveðið á um annaðhvort tímabundna úthlutun eða úthlutun á
föstum kvóta gegn úreldingu. Reglurnar um kvótasetningu þorsks, ýsu og ufsa taka til hvers
fylkis fyrir sig.
Ef reglurnar verða látnar gilda um báta niður í 15 m með þeim stærðartakmörkunum sem
gilda í hverju sveitarfélagi verður bátunum skipt í tvo lengdarflokka.
Enda þótt útgerðum verði gefnar frjálsar hendur um breytingar samkvæmt þessum reglum er
búist við að þær skapi umræðu bæði á landsvísu og í einstökum sveitarfélögum. Reglurnar eru
afar líkar þeim sem gilt hafa í úthafsveiðiflotanum og hafa valdið því að kvótinn hefur nú safn-
ast á mjög fáar hendur.
Þegar ég stóð við
brúargluggann og
himinhá aldan kom
æðandi eins og
kolsvartur ógvekjandi
veggur á móti skipinu,
fann ég að við mennirnir
erum ósköp litlir og
megum okkur lítils
þegar veðurofsinn er í
ham
Ég sit heima og treysti því - og
get ekki annað. Jesús sagði: „Ég
er með yður alla daga, allt til
enda veraldarinnar.”
Í versinu í Matteusarguðspjalli
segir frá því að Jesús hafi hastað á
vindinn og vatnið og varð stilli-
logn.
Guð getur gefið frið og gripið
inn í hvaða kringumstæður sem
er.
Í Davíðssálmi 107:29 versi seg-
ir: „Hann breytti stormviðrinu í
blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins
urðu hljóðar.” Guð getur lægt
storminn, gert hann sléttan eins
og spegil, huggað hrellda og
sorgmædda, grætt sár og endur-
reist það sem hefur brostið og
hann getur rétt af þá slagsíðu sem
við höfum kannski í lífi okkar eða
á eftir að koma. Jesús sagði:
„Minn frið gef ég yður, ekki gef
ég eins og heimurinn gefur.”
Að lokum skulum við muna
þetta. Þó svo að bylgjurnar gangi
yfir bátinn og þó svo að okkur
finnist að Jesús sofi og sé langt frá
okkur, þá er hann í bátnum og
segir okkur að vera ekki hrædd.
Hann hastar á vindinn og gefur
stillilogn. Hann gefur sannan
frið.
Mig langar til þess að ljúka
þessari predikun með því að lesa
litla bæn, sem ég fer stundum
með þegar litla dóttir mín er að
fara að sofa.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi,
og Guð í sjálfum þér.
Vertu Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(Millifyrirsagnir eru blaðsins.