Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1963, Page 15

Símablaðið - 01.12.1963, Page 15
3.-4. tbl. 1963 XLVIII. árg. Sí/jmalflaíit Við rokkinn Hún situr við rokkinn og raular, rokkurinn ymur og þýtur. Hún teygir lopann með hnýttri hönd og hnökrana burtu slítur. Hríðin á hreysinu dynur, héluló vefst um gluggann Ljósið á fölvum fífukveik flœmir á burtu skuggann. Hún spinnur og þelbandið þýtur og þeytist um sncelduteininn. Hún brosir, og vonar það verði nóg í vettlinga é yngsta sveininn. Hún situr við rokkinn og raular, rímnastefin í brotum. Það logar enn þá á litlum kveik, en lýsið er senn á þrotum. HJÖRTUR KRISTMUNDSSON.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.