Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1963, Síða 16

Símablaðið - 01.12.1963, Síða 16
Því gieymi ég aldrei Flestir menn munu fá að lifa þá stund, að koma í það umhverfi, sem orkar á til- finningar þeirra sterkar en fyr eða síðar hendir þá. Áhrif þeirrar stundar geyma þeir meðal þeirra endurminninga, sem nefndar hafa verið: „Því gleymi ég aldrei“. í mörgum tilfellum er það kirkjan, jafn- vel ekki sjaldan litla, blámálaða sveita- kirkjan, þar sem þeir í bernsku hlýddu messu fyrsta sinni og heyrðu samstilltan sálmasönginn bergmála í hvelfingu hennar. Oft er það einhver staður, þar sem mikil örlög hafa verið ráðin, — örlög ein- stakra þjóða, ekki sízt manns eigin þjóðar, — mannkynsins alls, — eða einstaklinga. Þegar ég leit Þingvelli fyrsta sinn, hélt ég að svo gagntekinn gœti ég aldrei framar orðið af neinu umhverfi. Enda mun svo vera um flesta íslendinga. En þó skeði það sumarkvöld eitt úti í Danmörku, er ég dvaldi þar nokkrum árum eftir síðari heimsstyrjöldina. Ég hafði nýlokið við að lesa bók, sem mestmegnis voru bréf frá tvítugum ung- ling, til móður hans og unnustu, — skrif- uð í fangelsi Nazista, — síðustu bréfin eftir að hann hafði hlýtt á dauðadóm sinn og daginn áður en hann skyldi leiddur fyrir byssur böðlanna. Mér fannst þessi unglingur vera mér nákominn. Bréf hans voru þrungin af yfir- mannlegu þreki, og stolti yfir því að deyja fyrir föðurland sitt. Ég þekkti ógleyman- lega fagurt og sviphreint andlit hans af myndum, — og hafði hlýtt á frásögn konu er þekkti hann, en bjó í sama húsi og ég. Hún sagði mér um grafreit hans, — um „Mindelunden“, sem fórnarlömbum Naz- ista hafði verið gerður, — mönnunum, sem gengu í opinn dauðann í þeirri trú, að með því gerðu þeir skyldu sína við föður- landið. — Hann hét Kim. Og að gröf hans varð ég að fara. Það var í Ijósaskiptunum, eitt af þessum friðsœlu kvöldum. Ég gekk upp breið og löng tröppugöng, sem lágu upp að skógar- rjóðri eða stórri sléttu umluktri skógi. Um leið og ég leit þenna stað, sveipað- an dularhjúp Ijósaskiptanna, þar sem ríkti dauðaþögn og ósegjanlegur friður; þar sem veggur langra súlnaganga geymdi hundr- uð nafna, greipt í steininn, og á hinni stóru grasflöt, sem líktist flosteppi, gaf að líta grafreitina, suma þakta ferskum blómum. — — Þegar ég leit hann, stóð ég sem bergnuminn, — „því gleymi ég aldrei“. —- Ég gekk að leiðinu. Það var eins og mér vœri vísað þangað. Á helluna yfir því var letrað nafnið — Kim. Einhver hafði nýlega sett þar blómstur- vasa með rauðum rósum. — — í dag er nýársdagur, — í gœr kvaddi gamla árið. Mörgum er nú efst í huga: Hvar finnum við íslendingar ungu menn- ina, sem hugsa um velferð þjóðar sinnar, í kapphlaupinu um að skara eld að sinni eigin köku í fjármunum eða völdum? — Hamingjan gefi, að þeim fjölgi á hinu nýja ári, og komandi árum. A. G. Þ. símAb lað ið

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.