Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 25

Símablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 25
greiða það mál. Ýmislegt kæmi og til greina í því sambandi sem þyrfti rækilegrar at- hugunar við, ekki lægi fyrir nein heildar- skýrsla um menntun þessa fólks, starfs- aldur og störf. Einnig léki mikill vafi á því, hvort það gæti talizt í hópi opinberra starfsmanna, og þá varla nema lítill hluti þess. Lagði hann til að málið yrði leyst á þann hátt, að þessu fólki yrði greitt til bráðabirgða sem svaraði 30% kauphækk- un. Framkvæmdarstjórnin vildi ekki fall- ast á þá lausn. Benti á, að úrskurður lægi fyrir um að þetta fólk skyldi njóta sama réttar og aðrir opinberir starfsmenn sam- kvæmt lögum frá 1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Engin niðurstaða fékkst á þessum fundi. Stjórnin vatt að því bráðan bug að afla sér upplýsinga um þjónustualdur og mennt- un þessa fólks og lagði hún síðan málið fyrir kjararáð, sem þegar hóf viðræður við samninganefnd ríkisstjórnarinnar um það. Gekk nú í hinu mesta stappi, margir fund- ir voru haldnir án niðurstöðu. Loks lagði samninganefndin fram tillögur frá póst- og símamálastjóra þess efnis að 40 starfs- menn, það er að segja, þeir, sem höfðu skipunar- eða ráðningarbréf skyldu viður- kennast sem opinberir starfsmenn, og þeir urðu um 40. Hinir, sem eru um 90 skyldu teljast lausráðnir. Ennfremur skyldu allar talstímakonur, sem hefðu miðskólapróf eða hliðstæða menntun taka laun skv. 7. launa- flokki, en aðrar sem ekki hefðu nema ungl- ingapróf skyldu taka laun samkvæmt 5. launaflokki, nema því aðeins, að þær hefðu 10 ára þjónustualdur að baki. Ennfremur skyldu starfsstúlkur á stöðvunum, en það stöðuheiti er ekki til í kjarasamningunum og hefur því ekki rétt á sér, þessar svo- kölluðu „starfsstúlkur“, skyldu taka laun samkvæmt 8. fl., sem svara launum póst- afgreiðslumanns annars stigs. Þessu mót- mælti kjararáð og áskyldi sér allan rétt fyrir hönd þessa fólk. Deila þessi fór mjög harðnandi og sendu stúlkurnar harðorð mótmælaskeyti og kröfðust þess, að þeim yrði greidd laun í samræmi við hina nýju kjarasamninga, og vitnuðu til þess réttar er þær höfðu haft, það er að segja að fá laun í samræmi við stúlkurnar í fyrsta fl. A. stöðvunum. Stjórn félagsins gekk aftur á fund póst- og símamálastjóra og ræddi málið á ný, lagði fram skeytin frá stúlkunum og önn- ur plögg er hún hafði meðferðis, send af honum sjálfum, stöðvarstjórunum á fyrsta fl. B. stöðvunum, þar sem hann viður- kenndi réttarstöðu þessa fólks. Ég verð að segja, að þetta var ekki ánægjulegur fundur, en hann bar þó árangur, því und- inn var bráður bugur að því, að senda til- kynningar um launagreiðslur til stúlkn- anna, þó þær launagreiðslur séu með öllu óviðunandi, hvað varðar sumt af starfs- fólkinu, þó alveg sérstaklega er snertir talsímastúlkurnar, sem ekki hafa miðskóla- próf og ekki 10 ára þjónustualdur að baki. Að lokum náðist samkomulag milli kjara- ráðs og samninganefndar ríkisstjórnarinn- ar um réttaraðstöðu þessa fólks og fer hún hér á eftir: Á fundi nefndarinnar með kjararáði B. S.R.B. 30. september s.l. var eftirfar- andi bókað: „Samkomulag varð um að starfsfólk á 1. fl. B. stöðvum, annað en stöðvarstjórar, sem ekki er formlega fastráðið, skulu falla undir samningaréttinn, ef eftirfarandi skil- yrðum er fullnægt: 1. Að um sé að ræða aðalstarf, sem við- komandi starfsmaður gegnir sjálfur. 2. Að ekki hafi verið samið um skemmri uppsagnarfrest en þrjá mánuði. 3. Að starfsmaður fullnægi skilyrðum til að vera sjóðfélagi í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. 4. Að starfsmaður hafi gegnt starfinu í a. m. k. eitt ár. 5. Að starfsmaður hafi náð 18 ára aldri og uppfylli að öðru leyti hæfniskilyrði til að gegna umræddu opinberu starfi, sbr. 4. gr. laga nr. 38/1954. Sönnunarskylda um uppsagnarfrest skv. 2. tl. hvílir á vinnuveitanda.“ Þes ber að geta, að tillögur stöðvarstjór- anna um launaflokkun þeim til handa var stórlega breytt til lækkunar í meðferð samninganefndarinnar, og það sem öllu lakara var, að átján símstöðvar voru felld- SÍMAB LAÐ IÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.