Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1963, Page 27

Símablaðið - 01.12.1963, Page 27
Inga Jóhannesdóttir: Rteðtt ílutt t't Lttntlsfttntl i 12. *>kt. 1063 Framkvæmdastjórn F.Í.S., hefur beðið mig, sem einn af fulltrúum í Kjararáði að koma hér til ykkar og skýra gang kjaramálanna. Mér er það að sjálfsögðu ljúft og skylt, þó ég telji mikinn vafa leika á, að ég geti frætt að nokkru ráði um það, sem þið ekki þegar vitið. Það er nú í fyrsta sinn, að opinberir starfsmenn fá rétt til að semja við ríkisvaldið um kaup og kjör sín, og okk- ur mun öllum ljóst, hve stórum áfanga í þeirri baráttu okkar er náð, og fögnum við þessum rétti sameiginlega, já öll sem einn maður. En okkur mun einnig vera ljóst, að minnsta kosti öllum þeim, sem nokkuð hugsa um þessi mál, að vandi fylgir vegsemd hverri, og að með þessum rétti var mikill vandi lagður á herðar sam- taka okkar, þar sem opinberir starfsmenn fengu nú rétt til kjarasamninga við ríkisvaldið. A stjórnarfundi B.S.- R.B., sem haldinn var 7. júní 1962, var kosið Kjararáð, sem fer með umboð Bandalagsins til samningsgerðar. Kjararáð hélt 1. fund sinn 13. júní, eða 6 dögum eftir kosningu. Það reyndist miklum erfiðleikum bundið að fá tillögur félaga bandalagsins um flokkun starfshópa i launaflokka, enda má segja það mjög eðlilegt, þar sem hásumar var og orlofstíminn stóð sem hæst. Þetta olli að sjálfsögðu miklum töfum í starfi Kjararáðs. Samhliða Kjararáði starfaði launamálanefnd og áttu sæti í henni einn fulltrúi frá hverju félagi innan banda- lagsins, launamálanefndin var því tengiliður Kjararáðs við félögin. Kjararáð boðaði til funda með launamála- nefnd þegar þurfa þótti. Ekkert félag innan samtakanna fékk öllum kröfum sínum framgengt við Kjararáð, ef svo hefði reynzt, hefðu félögin eins getað komið kröfum sínum beint að samningaborðinu, en starfssvið Kjararáðs var meðal annars hin erfiða samræming hinna fjölmörgu starfshópa, þar sem segja má, að opinbera starfsmenn sé að finna í allflestum starfsgreinum þjóðfélagsins. Tæknifræöingar í stað verkfræöinga Tvö undanfarin ár hefur verið mikil verkfræðinga þurð í símastofnuninni, svo ætla hefði mátt að til vand- ræða horfði. En einhvern- veginn hefur ,,Eyjólfur“ slarkað þetta af, án þeirra, þó sjaldan hafi verið meiri né fjölbreyttari framkvæmd- ir en nú. Að vísu eru menn ekki á einu máli um það, hve aðkallandi margar þess- ar framkvæmdir eru, og öll sú fjárfesting, sem þeim fylg- ir, meðan þjóðin er að reyna að ná fótfestu í viðskipta- og fjármálalífi sínu. Það hefur orðið opinber- um starfsmönnum ljósara nú við umræður og samninga um kjaramál þeirra, að ó- forsjálni og handahóf í slík- um framkvæmdum er ekk- ert einkamál stjórnenda. Okkur hefur verið sagt, að kjarabætur til símamanna kostuðu ríkið svo og svo marga milljónatugi. En hversu mikið mætti fækka þeim milljónum með endur- skoðun á skipulagi og nýt- ingu starfskraftanna er ó- rannsakað, — og verður máske ekki gert fyrr en sím- notendur neita að láta velta meirri og meiri útgjöldum yfir á sig án þess að mögla og án þess að krefjast upp- lýsinga um innviði opinberra stofnana. Innan símans hefur oft komið í ljós megn óánægja yfir útþennslu hans, og hungri eftir starfsgreinum 5 í MÁBLAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.