Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1963, Síða 39

Símablaðið - 01.12.1963, Síða 39
á vinnustöðum og eigi að stjórna öðrum er hætt við að illa fari. Sá sem ekki hefur lært að hlýða getur naumast stjórnað sjálf- ur, en til góðrar verkstjórnar þarf bæði þekkingu á fólki, skapfestu og góðvild. Hér á landi hefur verkstjórn og forusta heimila löngum farið saman. Það er ekki fyr en á síðustu áratugum, sem fjölmennir vinnustaðir hafa risið upp, þar sem einn maður þarf að stjórna vinnu fólks, sem er honum meira eða minna framandi. Oft og einatt verður sami maðurinn að sinna margþættum verkefnum öðrum en verkstjórninni, t. d. gera áætlanir um framkvæmdir bæði hvað kostnað og tækni- legar framkvæmdir snertir. Aðrar þjóðir hafa glímt við þann vanda að finna leiðir til sem beztrar stjórnar fjölmennra fyrirtækja, var um hríð mjög hallast að því, að ráða sérstakan starfs- liðsstjóra, aðalforstjóranum til aðstoðar. Ekki hefur þessi aðferð gefizt að öllu leyti vel, enda erfitt fyrir slíkan mann að miðla málum milli aðalforstjóra og annarra starfsmanna ef ágreiningur rís, án þess að einhverjum finnist á sig hallað. Séu fyrirtæki mjög umfangsmikil verð- ur flestum mönnum ofraun að stjórna þeim árum saman þannig, að þeir haldi heilsu sinni og starfsorku óskertri. Sannanir þess að of mikil völd og ábyrgð séu geð- heilsu manna lítt til farsældar sjáum við greinilega í mannkynssögunni, þar sem það má teljast til undantekninga ef ein- valdur hefur til lengdar getað stjórnað ríki þannig að til velfarnaðar hafi orðið. Lýðræðið hefur hvað stjórnarfar snert- ir þann mikla kost, að ráðherrar koma og fara eftir því sem flokksfylgi skiptist hverju sinni og aðstæður innan flokkanna gefa tilefni til. Á þennan hátt fá valda- miklir menn alltaf öðru hvoru nauðsyn- legar hvíldir eða a. m. k. tilbreytingar. Þeim er það mikill fengur að geta rætt við allan almenning á allt annan hátt meðan þeir hverfa úr ráðherrastólum og læra þannig margt gagnlegt. Þannig heldur sami maðurinn í raun og veru alltaf áfram að þroskast og vera opinn fyrir nýjum málum, sem hætt er við að hann hefði lít- inn tíma til að sinna að öðrum kosti. Sennilega verður skynsamlegasta lausn framtíðarinnar á stjórn fyrirtækja eitt- hvað svipuð ráðherraskiptum í ríkisstjórn- um, nema hvað umskipti gætu orðið reglu- legri hjá fyrirtækjum og farið fram af meiri fyrirhyggju, þar eð menn væru þar aðeins valdir eftir hæfni í starfi en ekki eftir hæfni í stjórnmálabaráttu. Þarna væri verið að tryggja heilsu og starfsorku beztu manna fyrirtækjanna öllum til hags- bóta. Vitanlega er þessi aðferð því aðeins framkvæmanleg að fyrirtækin hafi a. m. k. tvo álíka hæfa menn til að gegna mestu ábyrgðarstörfunum, þannig að aldrei yrði um stöðnun að ræða sökum mannaskipt- anna. Þessari aðferð fylgja fleiri kostir og fleiri en hér verða nefndir. Forstjórar sem innst inni fyndu, að starfið væri í raun og veru orðið þeim ofviða gætu notað slík umskipti til að draga sig algerlega í hlé frá ábyrgð- arstörfum án þess að bíða við það nokk- urn álitshnekki. Vafalaust myndi þessi aðferð einnig gera mönnum auðveldara fyrir þegar að eftirlaunaaldri kæmi að hverfa af sjónar- sviðinu án mikilla sárinda, þeir væru áð- ur búnir að skipta um starf og margsanna sjálfum sér og öðrum að allt stæði ekki og félli með þeim. Líklegt er að almennar óvinsældir svo og augljós óhæfni forstöðumanna myndi leiða til þess, að þeir yrðu að hverfa að fullu úr forstjórastólunum fyrr en ella ef slíkum mannaskiptum yrði komið á. Þyrfti þá ekki lengur að fórna almannaheillum fyrir vanhæfni ákveðinna manna eins og nú gerist. Um þetta yrði þó að setja strang- ar reglur þannig að tryggt væri, að gegn maður yrði ekki fórnarlamb múgmennsku og umskiptin þannig óraunhæf og tilvilj- unarkennd. Traustur siðgæðisgrundvöllur og samvirkni beztu manna fyrirtækja eða stofnana ætti að tryggja að slíkt kæmi ekki fyrir. Vandinn að stjórna fer sívaxandi eftir því sem störf verða margbrotnari og upp- eldi allt losaralegra. Jafnvel þótt uppeldið væri með eðlilegum hætti, myndi almenn SÍ M AB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.