Símablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 44
honum til aðstoðar. Hér yrði ekki um
slíkt að ræða í náinni framtíð, nema í
smáum stíl. Hér á landi hafa ýmsar
stærri stofnanir tekið upp þann hátt.
Hér myndi bezt henta, að í þetta
starf veldist maður með lögfræði-
menntun, og gæti hann þá jafnframt
verið lögfræðingur stofnunarinnar lit
á við. En fyrst og fremst yrði það að
vera maður með hjartað og heilann á
réttum stað.
Hefði fyrir löngu verið farið að ráð-
um F.I.S. í þesum efnum, og þetta emb-
ætti stofnað með slíkum hæfileika-
manni, liefðu margar sprænur ár og
vötn runnið eftir æskilegri farvegi, en
verið hefur í þesari stofnun.
Með starfsliðsmálin hefur verið farið
eins og Helgu í öskustónni. En þar hef-
ur bara ekki verið við eina umkomu-
lausa stelpukind að fást, heldur hundr-
uð hugsandi manna og kvenna, sem af
þeim sökum hafa oft og tíðum ekki
gengið vinnuglöð að starfi, né þá verið
til forsvars fyrir stofnunina utan henn-
ar, þegar þess hefur gerzt þörf, sem
ekki hefur ósjaldan verið.
Landsfundi símamanna var það því
ljóst, að þetta mál hlyti að draga stærri
dilk á eftir sér, og yrði ekki leyst, sem
einangraður Iilekkur i skipulagi stofn-
unarinnar. Enda lengi verið rætt á víð-
tækari grundvelli. Einnig vitað, að flest-
um ráðandi mönnum í stofnuninni hef-
ur lengi verið það ljóst. En um einstök
atriði þeirrar orsakakeðju verður ekki
rætt opinherlega af hálfu F.I.S. fyrr en
hjá því verður ekki komist. Það hefur
alltaf talið, og marg lýst því yfir, að
það teldi stofnunina og starfslið henn-
ar ekki eiga að líta hvort á annað sem
andvíga aðila, — og viljað vinna að
þeirri skipulagningu stofnunarinnar,
sem tryggði það, eftir því sem í mann-
legu valdi stæði, að ábyrg samskipti
ríktu með þessum aðilum. Og fyrir því
munu félagssamtökin berjast til þraut-
ar. Enda mun það sýna sig, og hefur
sýnt sig, að sá skilningur á sér sterk
ítök í hópi þeirra manna, sem eiga að
vera ráðandi menn i stofnuninni.
—0—
Ct af samþykkt þeirri, sem gerð var
á Landsfundi símamanna, og hér að
framan er getið, hefur verið haldinn
sameiginlegur fundur Póst- og síma-
málastjórnarinnar og stjórnar F.I.S.
Á þeim fundi var málið rætt á víð-
tækari grundvelli eins og ætlun félags-
stjórnarinnar var. Enda það viðhorf oft
rætt á fundum Félagsráðs og fram-
kvæmdastjórnar, þó að sjálf samjjykkt-
in hæri það ekki beint með sér. Á þess-
um fundi voru skipulagsmál stofnunar-
innar og meðferð mála rædd hispurs-
laust. En hér þykir ekki hlýða að fara
nánar lit í þær umræður, enda er J>að
árangur þeirra, sem mestu máli skiptir.
Og að svo stöddu verður að ætla, að
unnið verði að því, af hálfu beggja að-
ila, og af fullum heilindum, að skapa
n>rja, lifandi menningarstofnun, nýjan
anda og nýtt gagnkvæmt traust, sem
tekið verði til fyrirmyndar við endur-
sköpun margra annarra opinberra
stofnana.
Á umræddum fundi, varð samkomu-
lag um J>að, að sameiginlega yrði unn-
ið að þessum málum, að því marki, seni
hægt er innan stofnunarinnar, — og
að öðru leyti unnið saman að undir-
búningi J>eirra í hendur réttra yfirvalda.
5ÍMA0LÁDIÐ