Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Kosið í
Eurovision
Síminn og fyrirtækið
Basecamp hafa gert með sér
samkomúlag um að Síminn
annist símakosningu vegna
Söngvakeppni Sjónvarpsins
2006 þar sem valið verður
framlag íslands i Söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva (Evrovision) í Aþenu í
maí. Basecamp annast allan
undirbúning og framkvæmd
vegna Söngvakeppni Sjón-
varpsins í ár. Að þessu sinni
velur þjóðin milli 24 laga en
lögin verða kynnt í beinum
útsendingum, átta lög í
senn.
Símalaus
gæsla
Skrifstofur Landhelgis-
gæslunnar urðu símasam-
bandslausar í gær. Síma-
strengur inn á skrifstofurn-
ar, sem eru við Seljaveg, var
slitinn við vegafram-
kvæmdir í Holtsgötu um
fjögurleytið. Flestir símar
gæslunnar urðu sambands-
lausir í kjölfarið. Fljótt var
brugðist við og viðgerðar-
hópur sendur á staðinn.
Myndlistar-
gagnrýni
Kolbrá Bragadóttir,
myndlistarmaður
„Staðan gæti verið betri. Oftar
en ekki eru myndlistarmenn
sjálfir að gagnrýna og þetta er
lítið land og auðvelt að
móðga. Myndlistarmenninrnir
veröa líka að geta tekið gagn-
rýninni. Gagnrýnin færlíka of
lítið pláss í fjölmiðlum. Það er
eitthvað sem fjölmiðlarnir
þurfa að taka til greina frekar
en gagnrýnendurnir."
Hann segir / Hún segir
J fyrsta lagi er ekki hægt að
kalla þetta gagnrýni og stað-
an fer versnandi með árunum.
Það er kannski ekki við
gagnrýnandann sjálfan að
sakast heldur frekar plássleys-
ið sem gagnrýnin fær í fjöl-
miðlum. Það er frekar að um sé
að ræða almenna umfjöllun
um myndlist óháð gagnrýni."
Daníel Bjömsson,
myndlistarmaOur.
Húðflúrarinn Sverrir Þór Einarsson segir væntanlega viðskiptavini húðflúr-
stofunnar House of Pain, sem hann hyggst opna innan skamms, ekki vera
að styrkja skipulagða glæpastarfsemi fái þeir sér húðflúr hjá honum. Stof-
an er engu að síður hluti af keðju húðflúrstofa í eigu Hells Angels-mótor-
hjólasamtakanna. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjórans er á varðbergi gagn-
vart samtökunum og vill ekki sjá þau hér á landi.
Yfirvöld fylgjast með
Smári Sigurðsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn hjá alþjóðadeild
Ríkislögreglustjóra, segir að vel sé
fylgst með Hells Angels svo sam-
tökin nái ekki fótfestu hér á landi.
Ríkislögreglustjóri á í samstarfl við
lögregluembætti og yflrvöld á
Norðurlöndunum vegna þessa.
„Þessi samtök hafa verið sér-
staklega áberandi í Danmörku. Við
höfum verið á verði og verðum
það áfram. Það er full ástæða til
þess,“ segir Smári.
andri@dv.is
Jón Trausti Lúthersson Lögreglan tókl
taumana þegar hópurafmeðlimum Hells
Angels kom til landsins I lok árs 2004.
„Jú, það er rétt. Ég þurfti leyfi frá Danmörku til að nota þetta
nafn,“ segir Sverrir Þór Einarsson sem hyggst á næstunni
opna húðflúrstofuna House of Pain á Laugavegi. House of
Pain er húðflúrstofukeðja sem í Skandinavíu hefur lengi ver-
ið bendluð við mótorhjólasamtökin Hells Angels.
Að sögn Sverris vantar aðeins
samþykkt heilbrigðiseftirlitsins
svo að hægt sé að hefja starfsemi
stofunnar.
„Jú, þetta tengist nú eitthvað
Hells Angels," segir Sverrir Þór,
spurður hvort rétt sé að mótor-
hjólasamtökin alræmdu tengist
húðflúrstofu hans. Sverrir gat þó
hvorki, né vildi, útskýra nánar í
hverju þessi tengsl eru fólgin.
Hann segist þó hvorki tifheyra
samtökunum sjálfur né geri aðrir
íslendingar það. Aðspurður hvort
væntanlegir viðskiptavinir hans
muni styrkja skipulagða glæpa-
starfsemi fái þeir sér húðflúr hjá
„Jú, þetta tengist
nú eitthvað Hells
Angels."
House of Pain svarar Sverrir: „Nei,
nei. Það er af og frá.“
Bendluð við vændi og dóp
Mótorhjólasamtökin Hells
Angels í Skandinavíu hafi í gegn-
um tíðina verið bendluð við ýmsa
starfsemi, löglega sem og ólöglega.
Mest hefur borið á ásökunum um
að samtökin séu viðriðin vændis-
hringi og fíkniefnasölu, en því
neita forsvarsmenn þeirra alfarið.
Annars konar atvinnustarfsemi
sverja samtökin þó ekki af sér. Þar
má til dæmis nefna fataverslanirn-
ar Route 81, sem selja fatnað með
Hells Angels-slagorðinu Support
81 og húðflúrstofurnar House of
Pain.
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan fær loforð frá borgarstjóra
Heldur kirkjulóð í Leynimýri
Trúfélag
rússnesku
rétttrúnaðar-
kirkjunnar á
íslandi held-
ur áfram vil-
yrði sem
v Reykjavíkur-
umKw
borg hafði gefið söfnuðinum fyrir
lóð í Leynimýri í öskjuhlíð.
„Reykjavíkurborg fagnar áhuga
Trúfélags rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunnar á íslandi á því að reisa
kirkjubyggingu í Reykjavík," segir í
bréfi Steinunnar Val-
dísar Óskarsdóttur
borgarstjóra til
Tímofeí Zolotúskí
safnaðarprests.
Steinunn Valdís Óskars-
dóttir Framlengdi lóðafyrir-
heit til rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunnar um eitt ár.
„Sem kunnugt er gaf borgarráð
Söfnuði Moskvu-Patríarksins vilyrði
fyrir lóðarúthlutun 2. desember
2004 í Leynimýri við Öskjuhlíð, með
fyrirvara um samþykkt deiliskipu-
lags. Vilyrðið var tímabundið til árs-
loka 2005," segir nánar í bréfi borg-
arstjóra. Þar kemur einnig fram að í
viðræðum Reykjavíkurborgar og
rússneska söfnuðarins hafi aðrar
lóðir einnig komið til skoðunar:
Patríarki heiörar forseta Islands vegna baráttu fyrir rússneskri kirkju i Reykjavik
Ólafur Ragnar fær rússneska orðu
Forsetaorða ÓlafurRagnar
Grímsson, forseti Islands, fékk
orðu heilags Valdimars konungs
frá rússneska patríarkanum
Aiexíj fyrirliðsinni við rússneska
söfnuðinn.
DV 1. mars 2005
„Enn er verið að kanna hvaða
staðsetning gæti best þjónað bæði
kirkjunni og íbúum Reykjavíkur og á
meðan á þeirri skoðun stendur er
fýrrnefnt vilyrði fyrir lóðarúthlutun
góðfúslega framlengt til ársloka
2006."