Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Ölvaður ók á
Bifreið var ekið utan í
annan bíl við framúrakstur
á Skutulsfjarðarbraut að-
faranótt sunnudags að því
er fram kemur á bb.is. Þeg-
ar lögregla kom á vettvang
var ekki ljóst hver ökumað-
ur bílsins sem ók framúr
var en alls voru fjórir aðilar
í bflnum þegar áreksturinn
varð. Fjórmenningarnir
virtust allir vera undir
áhrifum áfengis og voru
þeir handteknir og færðir í
fangaklefa. Eftir að hafa
sofið úr sér voru þeir yfir-
heyrðir og upplýstist þá
hver ökumaður bflsins var.
Hann er eins og áður segir
grunaður um ölvun við
akstur.
ÍRB fékk
hæsta
styrkinn
AIls var úthlutað kr.
1.086.939 úr Forvamarsjóði
Reykjanes-
bæjar árið
2005 til 9 fé-
laga og ein-
staklinga að
því er fram
kemur á vef Reykjanesbæj-
ar. Stærsti styrkurinn,
400.000 krónur, var veittur
íþróttabandalagi Reykja-
nesbæjar vegna forvarnar-
verkefnis. Það fól í sér gerð
kennsluefnis og fræðsluer-
indi vegna viðbragðsáætí-
ana við einelti og gruns um
að iðkandi neyti ólöglegra
lyfja. Fyrirlestrar verða
haldnir fyrir þjálfara,
stjórnarmenn og fleiri.
.
Velti en
keyrði
í síðustu viku varð bfl-
velta á Suðurlandsvegi á
móts við Núpsbæi undir
Eyjaíjöllum. ökumaður var
einn í bflnum og slapp
hann ómeiddur. Lögreglan
segir að ökumaður hafi
fengið aðstoð við að rétta
bifreiðina við og koma
henni upp á veginn aftur.
Eftir að hafa skipt um einn
hjólbarða gat hann haldið
ferð sinni áfram. Bfllin var
lítið skemmdur eftir
óhappið.
„Það liggur á að setja upp nýja
stúdíóið og koma öllu í gang
þar/'segir Gísli Galdur Þor-
geirsson, plötusnúður og
Trabant-meðlimur.„Við vorum
að flytja í nýtt húsnæði í Star-
Hvað liggur á?
um eft-
ir að setja upp milliveggi og
einangrun og fá púlborðið
inn. Síðan er bara að telja í."
HLYKJANBÖBÆIk,
Reykjavíkurborg hefur að tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra
keypt kínverskan veitingastað og tvær íbúðir á Laugavegi 19 fyrir samtals 175
milljónir króna. Seljendur eru Ari og Margrét Huynh. Húsin verða rifin. Arkitektar
borgarinnar telja þetta lykileignir fyrir „heildstæða uppbyggingu“ á reitnum sem
afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg.
Einkahlutafélagið Burma er nú komið í eigu Reykjavíkurborgar
fyrir 140 milljónir króna. Burma átti Laugaveg 19 þar sem veit-
ingahúsið Indókína er enn í rekstri. Einnig kaupir borgin lítið
bakhús á lóðinni fyrir 35 milljónir.
Reykjavíkurborg hefúr einsett sér Fyrir hvem þessara fermetra er borg-
að stuðla að uppbyggingu á reit sem
markast af Laugavegi, Klapparstíg,
Hverflsgötu og Smiðjustíg.
„Ein af ástæðum þess að erfiðlega
gekk að hefja uppbyggingu á reitnum
var að eignir á honum vom í eigu fjöl-
margra aðila. Til að stuðla að því að af
heildstæðri uppbyggingu gæti orðið
sem myndi efla og styðja við mið-
borgina var ákveðið að ráðast í kaup á
eignum á reitnum," segir í greinar-
gerð Kristínar Einarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Skipulagssjóðs Reykja-
vflcur.
Greinargerð Kristínar er skrifuð til
borgarráðs sem samþykkti fyrir helgi
tillögu Steinunnar Valdísar Óskars-
dóttur borgarstjóra um að kaupa fast-
eignina Laugavegur 19 fyrir 140 millj-
ónir króna.
Hálf milljón á fermetra
Skipulagssjóður borgarinnar hefur
áður keypt bakhúsið á Laugavegi 19B
fyrir 35 milljónir króna. Það hús var í
eigu veitingamannsins Ara Huynh
sem ásamt Margréti Huynh, eigin-
konu sinni, átti einkahlutafélagið
Burma sem átti húsið á Laugavegi 19.
Borgin greiðir Huynh-hjónunum
175 milljónir króna fyrir húsin tvö.
Fremra húsið er rúmir 500 fermetrar
og skiptist í 400 fermetra veitingahús
og 104 fermetra íbúð. í aftara húsinu
er 105 fermetra íbúð. Samtals eru
húsin því tæpir 610 fermetra.
Undir húsunum er 364 fermetra
eignarlóð.
in að greiða 480 þúsund krónur.
Huynh-húsin eru lykileignir
Húsin verða bæði rifin til að rýma
fyrir hugmyndum að framtíðarskipu-
lagi reitsins sem ætíað er að vera
„heildstætt" eins og segir í greinar-
gerð Kristínar:
„Skipulagssjóður hefur látið skoða
í samráði við Skipulags- og bygging-
arsvið með hvaða hætti hægt væri að
byggja upp á reitnum til að ná ffam
fyrrgreindum markmiðum. Nú þegar
á Reykjavíkurborg nokkuð stóran
hluta eigna á reitnum. Að mati arki-
tekts sem unnið hefur að málinu fýrir
Skipulagssjóð og arkitekta Skipulags-
og byggingarsviðs em Laugavegur 19
og 19A lykileignir til að af heildstæðri
uppbyggingu geti orðið,“ segir í grein-
argerðinni.
Grand Rokk selt á 100
milljónir
Samkvæmt Fasteignamati ríkisins
em það talsvert margir einstaklingar
og fyrirtæki sem eiga eignir á áður-
nefndum reit sem að undanförnu
hefúr stundum verið kenndur við
öldurhúsið Grand Rokk á Smiðjustíg
4B. Það hús, sem er 311 fermetrar, var
selt nýverið fyrir 100 milljónir
króna. Lóðin undir því húsi
er aðeins 196 fermetrar.
Verðið á lóðafermetra þar
var því um 510 þúsund laón-
ur eða svipað og á Laugavegi
19.
Keppa ekki við einkaaðila
Kristín segir við DV að borginni
hafi boðist að kaupa Smiðjustíg 4B.
Aðrir hafi hins vegar boðið í þá eign
og þess vegna hafi það ekki þjónað til-
gangi að sækjast eftir þeim kaupum.
„Við ætíum ekki að keppa við
einkaaðila heldur er tilgangurinn hjá
skipulagssjóði að örva uppbygging-
una," segir Kristín við DV.
Samkvæmt upplýsingum Kristínar
hefur skipulagssjóður frá og með ár-
inu 2004 keypt bakhúsið á Laugavegi
17, Hverfisgötu 32, 32A, 32B og 34.
Með kaupunum á Laugavegi hafi
samtals verið varið 380 milijónum í
uppkaup á reitnum. Þess utan eigi
borgin frá fyrri tíð bflastæðalóðina
Hverfisgöm 30.
Fá að vera út árið
Ari og Margrét fá að halda Lauga-
vegi 19 endurgjaldslaust fram til 1.
júm'. Síðan hafa þau samning um
leigu á húsinu til 31. des-
ember á þessu ári þeg-
ar borgin tekur loks
við eign sinni.
Leigan verður
450 þúsund
krónur á
mánuði.
„Nú þegar á Reykja-
vfkurborg nokkuð
stóran hluta eigna á
reitnum
Hjónin munu síðan taka með sér
aiiar innréttingar og tæki á nýjan stað
þar sem þau hyggjast halda áfram
veitingarekstri sínum.
Halda sig til hlés
Ari og Margrét hafa rekið Indókína
frá árinu 1997 af mikilli elju. Þau hafa
átt húsin á Laugavegi 19 og 19B frá
árinu 1994. Gera má ráð fyrir að
hagnaður þeirra af sölunni sé
umtalsverður.
Ekki náðist tal af Ara og Margréti í
gær. Sonur þeirra sagði fjölskylduna
engar upplýsingar viija veita um
málið.
gar@dv.is
Ari Huynh Veitingamað-
urínn I Indókina hefur selt
og kveður Laugaveg 19 i
árslok. Halda á rekstrínum
áfram á nýjum stað.
Kristín Einarsdóttir Fram-
kvæmdastjóri Skipulagssjóðs
Reykjavikur segir 380 milljónir hafa
veriö notaðar til uppkaupa á reitn-
um milli Kiapparstigs, Laugavegar,
Smiðjustías oa Hverfisnötu
Steinunn Valdís Ósk
arsdóttir Borgarráð
samþykkti tillögu borg-
arstjóra um kaupin á
Laugvegi 19.