Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 ] Fréttir DV Sandkorn Jakob Bjarnar Grétarsson • Jóhannes Kr. Kristjánsson, rann- sóknarfréttahaukur- inn í Kompási, virð- ist hinn mesti hrak- fallabálkur. Þannig bakkaði hann á bíl um daginn og var þá talað um að kompásinn hefði brugðist. Nú er Jóhannes með gifsumbúðir um hönd sína. Ekki er ævintýraleg saga á bak við meiðsli hans líkt og gera má sér í hugarlund að teknu tilliti til umfjöllunarefna hans heldur datt Jóhannes einfald- lega í hálkunni þegar hann var að koma úr jógatíma... • Popppunktur Dr. Gunna og Felix Bergssonar á Skjá einum hefur nú runnið skeið sitt á enda. Margir sakna þáttarins en ekki munu áform um að taka hann upp að nýju hjá Magnúsi Ragnarssyni sjónvarpsstjóra. Dr. Gunni hefur ýmis jám í eldinum en hann er til dæmis með útvarpsþátt á XFM. Þá stendur til að Dr. Gunni komi til starfa á DV í hálft starf inn- an tíðar... • Á sunnudaginn verður síðasta veisl- an á Grand Rokki meðan það er í eigu Karls Hjaltested. Verður þessi virti vert kvaddur með virktum en til stend- ur að sýna við þetta tækifæri mynd- ina Grand Rokk the Movie sem Þor- finnur Guðnason kvikmyndagerð- armaður gerði af mikilli kúnst. Munu vinir og velvildarmenn koma fram svo sem Freyr Eyjólfsson og Magnús Einarsson... • Pálma Gestssyni og þeim Spaugstofu- mönnum tókst vel til að koma á framfæri veislustemmningu íslenskra auðjöfra í London í síðasta þætti sínum. Og hafa margir jafnvel staðið í þeirri meiningu að Spaugstofumenn hafi sjálflr farið utan til að taka upp þáttinn. Og hneykslast jafnframt á bruðli Ríkissjónvarpins. En þáttur- inn var að mestu leyti tekinn upp í stúdíói sjónvarpsins. Leikmyndin byggðist á veislusölum Bucking- ham-hallar - víð skot af veislu Elísa- betar voru notuð og svo var smíð- aður lítill hluti salarins og felldur inn í... • Framsóknarmað- urinn Óskar Bergs- son hyggst sækja að Bimi Inga Hrafiis- syni í komandi prófkjöri. Óskar hóf sína kosningabar- áttu með því að skjóta grimmt á formann flokks- ins, Halldór Ásgrímsson. Óskar opnaði nýverið skrifstofu í Borgar- túni. Lesa þeir sem spá í hin póli- tísku skrif sitt út úr því að þar voru meðal gesta alþingiskonurnar Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz - að fylkingar séu að skerpast innan flokksins sem mjög á undir högg að sækja í skoðana- könnunum... Bíll fór út af á Fífuhvammsvegi í Kópavogi í gær. EiríkurTómasson yfirlögreglu- þjónn segir að slys séu tíð á þessum vegarkafla. Gunnlaugur Olsen velti bíl á veginum haustið 2002 og segist vita um fjölda slysa á sama stað. Stefán Loftur Stefánsson verkfræðingur segir að hraðakstur sé meginorsök slysa á veginum. um," segir Gunnlaugur. Hann seg- ir að vegurinn sé hættuleg slysa- gildra og veit um fjölda slysa sem orðið hafa á þessum sama stað. „Ég vil að það sé brugðist við áður en það verður dauðaslys þarna," segir Gúnnlaugur sem hefur reynt að opna augu yfirvalda í Kópavogi fýrir þeirri miklu hættu sem af veginum skapast. „Svo er skurður þarna við veg- inn og bílar hafa verið að lepda ofan í honum. Það þarf bara að fara með nokkur hlöss af jarðvegi og fylla í skurðinn," segir Gunn- laugur. Hraðakstri um að kenna Stefán Loftur Stefánsson, verkfræðingur hjá Kópavogsbæ, segir að hraðakstur sé meginor- sök slysa á þessum vegakafla. Hann segir að akreinin sé tveim- ur metrum breiðari en almennt gerist og vísar því á bug að slys á veginum séu vegna hönnunar- galla á honum. Spurður að því hvort til standi að fylla ofan í skurð sem liggur meðfram veginum, svarar Stef- án. „Menn eiga bara að halda sig á veginum, ekki ofan í skurðin- um. svavar@dv.i5 Útafaksturinn sem átti sér stað í gær á aðrein sem liggur frá Fífuhvammsvegi inn á Hafnarfjarðarveg var ekki tilkynntur til lögreglu. Eiríkur Tómasson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, staðfestir við DV að óhöpp séu algeng á veginum. „Ég er sammála því að slys eru óvenjutíð á þessum vegi. Þetta er ekki alveg eðlilegt miðað við að hér er um langa aðrein að ræða sem ætti að vera þægileg í akstri. Það er eitthvað þarna sem er að valda ökumönnum vandræðum," segir Eríkur. Hann segir að slys á veginum séu ekki bundin við hálku. „Það hafa orðið slys þarna jafnt að sumri sem vetri." Lenti á hvoifi utan vegar „Ég lenti í því að hvolfa bflnum mínum þarna. Ég réð bara ekkert við hann," segir Gunnlaugur 01- sen sem velti bíl á sama vegarkafla í október 2002. Hann kom að slys- inu í gær og segir að ökumaður hafi látið draga bílinn burt án þess að hafa samband við lögreglu. „Vegurinn hallar of mikið og þess vegna renna bílar út af hon- Regluvörður Straums-Burðaráss var með í milljarðaviðskiptum Kaupa rétt fyrir uppgjör STJÓRNENDUR SEM KEYPTU Tíu fruminnherjar, forstöðu- menn og lykilstarfsmenn hjá Straumi-Burðarás fjárfestinga- banka keyptu hluti í bankan- í um fyrir [eitt þús- ' und og ’fjögur !hundruð / milljónir 12. króna þann janúar. Viðskiptin voru gerð aðeins tveim vikum fyrir birtingu á ársuppgjöri bankans sem verður þann 26. janúar næstkomandi. í reglum Fjár- málaeftirlitsins er kveðið á um að einn starfsmaður hafi eftirlit með því að innherjar búi ekki yfir upplýsingum sem geti haft áhrif á verð- mæti fyrirtækis- ins þegar við- skipti af þessu | Mo)íii)|til m.-í(vpiii.llfl| [ tagi eru stund- uð. Sá starfsmaður er jafnan nefndur regluvörður. Regluvörð- ur Straums-Burðaráss, Björk ^Gunnarsdóttir, er ein þeirra tíu . lykilstjórnenda sem keyptu bréf þann 12. janúar. Björk keypti fyrir 52 milljónir. Björk, eins og hinir níu kaupendurnir, er tryggð • fyrir mögulegu tapi af þessum við- skiptum. I reglum Fjár- málaeftirlitsins um innherjavið- skipti, sem tóku gildi þann 30. júní á síðasta ári, er hvergi minnst á að við- skipti af þessu tagi séu háð tímarömm- um eins og þekkist í mörgum nágrannalöndum. Þar er gjarnan ákvæði í reglum um að innherjar stundi ekki viðskipti með bréf í fyrirtækjum eftir upphæð (millj.kr. 122 'fafn Aðalsteinn E. Jónasson enedikt Gíslason 3jörk Gunnarsdóttir 3uðmundur Þórðarson iakob Ásmundsson Vlargit Robertet Svanbjörn Thoroddsen Skúli Valberg Ólafsson Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir sórey G. Guðmundsdóttir Samtals 1,4milljarðarkróna 148 52 122 174 261 174 35 261 52 ákveðin tímamörk; til dæmis síð- ustu fjórar vikur áður en uppgjör er birt. Þetta er gert svo að grun- semdir vakni ekki um að innherjar búi yfir gengismótandi upplýsing- um sem almennir kaupendur hafa ekki aðgang að. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.