Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006
Sport DV
Unnu tvo sigra
á Serbum
Danska handboltalands-
liðið sem er með fslandi í
riðli á EM vann tvo sigra á
tveimur landsliðum Serbíu
og Svartfjallalands í Belgrad
um helgina en Serbar eru
einnig með ísiandi og Dan-
mörku i riðli. Danir unnu
fyrst A-landsliðið með sjö
marka mun, 31-24, fyrir
framan troðfulla 5000
manna höll og seinni leik-
urinn vannst síðan með
einu marki gegn unglinga-
liði Serba, svokölluðu
ólympíuliði sem er ætlað
stóra hluti á komandi
ólympíuleikum í Peking
2008.
Bætti marka-
metið hans Erik
Veje
Horn-
maðurinn
Lars
Christian-
sen er orð-
inn
markahæsti leikmaður
danska landsliðsins frá
upphafi en hann bætti
markamet Erik Veje
Rasmussen með þvf að
skora átta mörk í 28-27 sigri
Dana á ólympíuliði Serbíu
og Svartfjallalands. Christi-
ansen, sem leikur með
Flensborg í Þýskalandi, hef-
ur skorað 1020 mörk í 212
landsleikjum en Erik Veje
skoraði 1015 mörk í 233
landsleikjum á sínum tíma.
Christiansen lék sinn fyrsta
landsleik árið 1992.
Alda Leif með
22 stig
Alda Leif Jóns-
dóttir, landsliðs-
kona og leikmað-
ur með hollenska
körfuboltaliðinu
Den Helder, skor-
aði 22 stig í ör-
uggum sigri Den
Helder á Wildcats
MagiXX, 100-62, íhollensku
úrvalsdeildinni en Alda Leif
og félagar eru þar með
komnar með sex stiga for-
skot en þær hafa unnið alla
tíu deildarleiki sína í vetur.
Den Helder varð í 2. sæti í
deildarbikarnum á dögun-
um.
Jón Arnór að
hitta vel
Jón Arnór og félagar
hans í Carpisa Napoli hafa
nú unnið tjóra leiki í röð í
ítölsku A-deildinni og eru
nú í 2. sæti með 12 sigra í 16
leikjum. Jón
Arnór hefur
verið að hitta
sérstaklega vel
í sigurgöng-
unni en hann
hefur skorað
11,5 stig að
meðaltali í
leikjunum
Qórum. Jón
Arnór hefur
nýtt 66,7%
skota sinna
(18 af 27) í þeim, þar af 8 af
13 þriggja stiga skotum sín-
um (61,5%).
Afríkukeppni landsliða hefst i Egyptalandi í næstu viku en hún fer fram
á sama tima og keppnistimabil félagsliðanna stendur yfir. Afriskir landsliðs-
menn „skrópa“ því úr vinnunni næstu þrjár vikurnar.
fer nú fram í 25. sinn en hefur líklega aldrei haft jafn mikil áhrif á evrópska
knattspyrnu og einmitt nú. Áfrískir leikmenn hafa unnið sér sæti í fremstu knattspyrnuliðum
Evrópu á síðustu árum og brotthvarf þeirra kemur því mörgum liðanna afar illa en Afríku-
keppnin stendur frá 20. janúar til 10. febrúar. Enska úrvalsdeildin er engin undantekn- ,
ing en þetta bitnar misjafnlega á liðunum. Bolton og Portsmouth missa bæði lykil- 6
menn en Manchester United og Liverpool eru tvö af átta liðum deildarinnar sem ^
ekki eiga neinn fulltrúa í Egyptalandi næstu þrjár vikur.
Tímasetning Afríkukeppni landsliða hefur
alltaf verið mUli tannanna á ráðamönnum í fót-
boltaheiminum. Þar sem þróunin hefur verið
þannig að fleiri og fleiri afrískir knattspymumenn
hafa fundið sér samastað hjá sterkum evrópskum
knattspymuliðum hefur fjarvera þeirra í þær þrjár
vikur sem Afríkukeppnin stendur yfir alltaf meiri
og meiri áhrif. Árið 1998 vom aðeins þrír afrískir
landsliðsmenn í ensku úrvalsdeildinni en sú tala
hefur sjöfaldast á tæpum áratug. Forráðamenn
Afríska knattspyrnusambandsins (CAF) standa
samt fast á sínu og segja keppnina og tímasetn-
ingu hennar nauðsynlega fyrir uppgang knatt-
spyrnunnar í Afríku, bæði fjárhagslega sem og
knattspymunnar sjálfrar vegna.
Á tveggja ára fresti
Keppnin er haldin á tveggja ára fresti en aftur á
móti er Evrópukeppni landsliða á fjögurra ára
fresti og Asíukeppnin og Suður-Ameríkukeppnin
báðar á þriggja ára fresti. Mörgum þykir þetta of
mikið ekki síst þar sem keppnin hefur þetta mikil
áhrif á evrópsk knattspyrnulið. Rök CAF em hins
vegar þau að með þessum hætti fái fleiri þjóðir
tækifæri til að halda keppnina sem kallar á betra
innra skipulag.
Missir fjóra sterka ieikmenn
Það em þó ekki öll liðin í ensku úrvalsdeildinni
sem þurfa að. hafa áhyggjur, því átta af 20 liðum
hafa engan afrískan landsliðsleikmann. Meðal
þeirra eru lið Manchester United og Liverpool en
það eru einkum tvö lið sem em ívondum málum,
Bolton og Portsmouth. Bolton missir fjóra leik-
menn og keppnin veikir leikmannahóp Sams
Allardyce mikið. Abdoulaye Faye og El-Hadji
Diouf voru báðir valdir í hóp Senegala, Radhi Jaidi
spilar fyrir Túnis og þá er Jay-Jay Okocha fyrirliði
nígeríska landsliðsins. Bolton er enn með í bik-
arnum auk þess að vera að berjast um Evrópusæti
og því er öruggt að fjarvera þessara manna getur
haft afdrifaríkar afleiðingar iýrir útkomuna í vor.
Annar stjóri með miklar áhyggjur er Harry
Redknapp hjá Portsmouth. Reyndar bjó hann til
vandamálið sjálfur með því að næla í tvo afríska
landsliðsmenn eftir að hann tók við af Alain Perr-
in í lok nóvember. Redknapp fékk þá Benjani
Mwamwari frá Zimbabwe og Lomano LuaLua frá
Kongó til sín í Portsmouth á dögunum en auk
þeirra verður framherji Zambíu, Collins Ntofont-
ofo Mbesuma, ekki með Portsmouth næstu vikur.
Án tveggja sterkra manna
Arsenal og Chelsea missa hvomgt marga menn
en missa þó bæði toppleikmann. Arsenal verður
þannig án Kolos Touré og Chelsea án Didiers
Drogba sem em lfldegir til að hjálpa Fflabeins-
ströndinni að vinna Afríkukeppni landsliða í ann-
að sinn og í fyrsta sinn í 14 ár. Annar sterkur leik-
maður Chelsea, Ganamaðurinn Mickaél Essien,
er meiddur og nýtist því hvorki liði Chelsea né
Gana næstu vikurnar.
Flestir leikmenn frá Senegal
Aðrir sterkir leikmenn sem hverfa á brott úr
ensku úrvalsdeildinni næstu vikurnar em Mar-
okkómaðurinn Noureddine Naybet og Egyptinn
Mido sem báðir spila með Tottenham, Everton-
maðurinn Joseph Yobo og framherji West Brom-
wich, Nwankwo Kanu, sem báðir spila fýrir Níger-
íu og þá má ekki gleyma Senegölunum Diomansy
Tottenham 2
Mido (Egyptaland)
Noureddine Naybet (Marokkó)
Aston Villa 11
Eric Djemba Djemba (Kamerún)
Everton í
Joseph Yobo (Nígería)
Newcastle 1
Amdy Moustapha Faye (Senegal)
Fulham 1
Pape Bouba Diop (Senegal)
Wigan 1
Henri Camara (Senegal)
Manchester United, Liverpool, Middles-
brough, Blackburn, Manchester City,
West Ham, Birmingham og Sunderland
eiga ekki fulltrúa í Afríku-
keppninni í ár.
West Bromwich 2
Nwankwo Kanu (Nígería)
Diomansy Camara (Senegal)
Charlton 1
Talal Karkouri (Marokkó)
iðSPBMtSSSm1 (
Bolton 4
Abdoulaye Faye (Senegal)
El-Hadji Ðiouf (Senegal)
Radhi Jaidi (Túnis)
Jay-Jay Okocha (Nígería)
Portsmouth 3
Benjani Mwaruwari (Zimbabwe)
Lomano LuaLua (Kongó)
Collins Ntofontofo Mbesuma (Zambiá)
Chelsea 3
Didier Drogba (Filabeinsströndin)
Geremi (Kamerún)
Mickaél Essien (Gana) - meiddur
Arsenal 2
KoloTouré (Fílabeinsströndin)
Emmanuel Eboué (Fílabeinsströndin)
f
Faye (Newcastle), Pape
Bouba Diop (Fulham)
og Henri Camara
(Wigan). Senegal
á flesta leik-
menn í ensku
úrvalsdeild-
inni af
afrísku
landsliðun-
um, eða
alls sex
úr fimm
liðum.
-----------r Ætm
barí^h^f a'lirJn*"nimir mínlt farið? Sam Allardyce, stjóri Bolton