Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006
Menning UV
Sjallinn tekinn
með trompi.
Typpatal í Sjailanum
Sýningar hafa staðið við Austurvöll
um nokkurt skeið. Þá hefur Auddi sótt til
Vestmannaejja og norður á Sauðárkrók. Nú
leggur hann norður með Typpatal og verð-
ur með tvær sýningar á Akure>'ri í Sjailan-
um. Fá Akureyringar tækifæri tÓ að kynnast
Typpatalinu fimmtudaginn og föstudaginn.
Húsið opnar kl. 21 bæði kvöldin og hefst
sýningin kl. 21.30. Forsala er hafin í verslun
BT á Glerárgötu og hafa nú allmargir Akur-
eyringar tryggt sér miða. Auddi hlakkar
mikið til að skemmta á Akureyri og vonar að
Akureyringar fjölmenni í Sjallann. Miðaverð
er 2.0Ó0 krónur.
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb.adv.is
Umræða um hátækmsjukrahusið er
með þvl merkilegasta sem fram hef-
ur komið í þætti Egils um langt skeið
Jón Páll,
Arndís, Elma
og Þorsteinn.
Flugur
UMRÆÐAN um hátæknisjúkrahús-
ið varð engin. Það lenti bara þarna
nánast eins og fyrir tilviljun, þvert
ofan I ráðgjafa og jafnvel þó ítar-
legar úttektir samdar af fínni blaða-
konu birtust f blaði allra lands-
manna. Það dugði bara ekki til. Af
himnum ofan hrundu nfutíu þús-
und fermetrar sem kosta formúgu
fjár - eru ef að líkum lætur gamal-
dags hugsunarháttur f sjúkrahús-
rekstri og móta borgarmiðjuna al-
veg upp á nýtt - verða hér á sjón-
arhóli en allar á lengdina með
gamla spftalann að baki sér á sfn-
um gamla sjónarhóli.
PÓLITlSKIR fulltrúar f borgarstjórn
samþykkja þetta. Dagur B.segir
þetta hina bestu lausn.Hvað þing-
menn Reykjavíkur varðar eru þeir,
eins og venjulega, þegjandi úti í
horni og eru ekki beint spenntir að
starta umræðu sem átti að fara í
gang fyrir löngu síðan. Það er með
endemum hvað kjörnir fulltrúar
okkar eru eitthvað daufir.
LOKSINS dreif Egill Helgason f því
að hóa (eitthvert samtal um stað-
setningu nýs spftala. Hann kallaði
til Sigurborgu
Sigurgeirsdóttur
og Ólaf Örn Arn-
arsson í Silfrið á sunnudag. Sá part-
ur var gott dæmi hvernig þáttur
hans getur verið bestur.Og myndin
sem dróst upp í huga áhorfandans
er hrollvekja:spítalabygging á
þessum stað er glórulaust rugl. Sig-
urborg greindi afar skilmerkilega
hvernig stjórnvöld hefðu verið
upptekin af allt öðru þegar um-
ræðan átti að fara fram.
UMRÆÐAN leiddi (Ijós hvernig
röð mistaka er greinileg f skipu-
lagshugsun borgarinnar. Hún leiðir
það f Ijós að kjörnir fulltrúar borg-
arinnar láta embættismenn ríkis-
valdsins draga sig á asnaeyrum
fram og til baka, og er þá sama
hvort um er að ræða flugvöll eða
sjúkrahús.Hún leiðir það líka f Ijós
að kjörnir fulltrúar borgarbúa eru
algerlega úti að aka f skipulagsmál-
um og hafa verið um langa, langa
hrfð.
ÞEIR sem vilja kynna sér samtalið
um sjúkrahúsið ættu að líta inn á
vísir.is og þaðan f Silfur Egils.
NÚ er bara spurningin hvað áfram-
haldið verður: Hringbrautin, nýi
spftalinn, Háskólinn f Reykjavík og
Samgöngumiðstöðin:allt hrannast
þetta upp og verður ef vel tekst til
að stóru málunum f kosningum f
vor,enda löngu kominn tími til -
núna þegar það er orðið löngu of
seint.
Frumsýning í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu á sunnudagskvöldið.
MindOamp. Litlum hvítum kössum
hefur verið raðað upp eins og sykur-
molum í þrjá veggi. Þessi hvfti múr
er bakgrunnur ijögurra persóna
sem í fyrstu standa á nærbuxunum
og flissa, ræskja sig og segja jæja í
nokkuð langan tíma.
Áhorfendur fara líka að flissa og
ræskja sig. Þessar fjórar persónur
taka svo á sig nútímagerfi í íþrótta-
göllum hverjum með sínum grunn-
lit. Rauður, gulur, grænn og blár.
Persónumar eru strikamerktar á
bijóstinu og bakinu. Allir litlu kass-
amir sem þau handijatla sem er
einnig hluti af múrnum þeirra em
strikamerktir.
Ég kaupi þess vegna er ég!
Mikil guðs blessun em þessar
strikamerkingar. Með tilkomu
strikamerkinganna hófst nýr og
betri kapítuli í verslunarhefðum
okkar. Varan liggur fyrir framan af-
greiðslumenneskjuna og hún lyftir
henni og lætur geisla lesa af þessu
strikamerki og allt sem vöruna varð-
jg ar er komið inn í móðurheila pen-
ingakassans. Þetta orsakar ekki slit á
fingurgómum afgreiðslumanneskj-
unnar og hraðinn i afgreiðslunni
eykst og eykst og þar með er hægt
að kaupa meira og meira og oftar og
lengur en það verður að vera strika-
merkt, því ef það er ekki strika-
merkt, þá færðu ekki að kaupa það.
En þar sem þú færð að kaupa allt,
allt er falt, þá er allt strikamerkt.
Hvor skiptir meira
máli í nútímasamfé-
lagiMarteinn Lúter
King eða Burger King?
Sorg og gleði í strikamerki
Sýningin mind©amp í Hafnar-
fjarðarleikliúsinu þar sem talað er
um að allt sé falt eða heimssjónar-
hornið fallvalt, er strikamerkt í bak
og fyrir, og ef einhver ætlar að fara
að vera alveg ofurdjúpur er hægt að
rýna sig oní þá niðurstöðu að aliar
upplýsingamar, sorgin, gleðin, ástin
og hatrið rúmist í strikamerkingun-
Eigum við að hætta að þýða eða
reyna að búa til íslensk orð yfir fyrir-
bærin í lífinu? Mind©amp er líklega
einhvers konar hugarbústaður en
þó skrifað með því c-i sem er tákn
höfundarréttar. Hver er þá eiginlega
höfundurinn með réttinn að hug-
myndum okkar og orðum?
Sá texti sem hér liggur til gmnd-
vallar er samansúrraður úr ýmsum
áttum, er það kannski sá höfundar-
réttur sem þau em að leika sér með?
Hvað sem hér er verið að leika
sér með, þá er það næsta víst að það
hefur verið mjög gaman hjá þessum
leikhópi í undirbúningsvinnunni
þar sem þau tefla saman hugtökum,
orðum og setningum frá heilum
hópi höfunda og þó svo að textinn
fylgi með í prógrammi er ekki aiger-
lega sjálfgefið hver á hvaða texta,
það er af öllum þeim höfundum
sem upp em gefnir. Textinn var í
aðaihlutverki í ansi hreint smart
mynd. Á vissan hátt er sýningin nær
gjöminga- eða uppákomulistinni
en því leikliúsi sem við eigum nú að
venjast. Hér var ekki verið að sýna
fæmi í akróbatik heldur texta í
mynd með aðstoð myndbanda-
tækninnar.
Enginn eiginlegur munur á
persónum
Fjórir einstaklingar skipta á milli
sín öllum streituvaldandi málefn-
um, hugmyndum, ismum, fræðum,
sögulegum skeiðum, kynlífi, kjána-
skap og glettni. Eiginlegur munur á
þessum fjómm persónum er í raun
enginn.
Allur þessi texti öðlast líf í ein-
hvers konar opinbemnarstíl eða eft-
irhermu hinnar sívinsælu heimild-
armyndar og gat hann rúmast jafnt
á vömm grænu konunnar eins og
rauðu konunnar eða bláa mannsins
eins og guia mannsins. Textinn sem
slíkur var ekki bundinn við persón-
umar þó það væm ákveðnir mónó-
lógar sem hver og einn fór með.
Tilraunaleikhús? Hvað er
tilraun?
Það er sjálfsagt og algerlega
nauðsynlegt fyrir alla listamenn að
gera tilraunir, reyndar fyrir allt fólk.
Þeir sem gera aldrei neinar tilraunir
komast aldrei að neinni nýrri lausn
fyrir sjálfan sig.
Mind©amp
Texti: Jón Atli Jónasson, Egill
Heiðar Anton Pálsson, Samuel
Beckett, Georg W. Hegel,
Friedrich Nietzsce, Luhman,
Philip Ball, Stephan Levitt,
Stephen Dubner, Carl Sagan,
mind©amp-hópurinn.
Leikstjóri: Egill Heiðar Anton
Pálsson.
Tónlist: Hallur Ingólfsson.
Hreyfingar: Halla Ólafsdóttir.
Búningar: íris Eggertsdóttir.
Lýsing og sýningarstjóri: Garð-
ar Borgþórsson.
Leikarar: Elma Lisa Gunnars-
dóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Þor-
steinn Bachman, Arndis Egils-
dóttir, Hanna Björk Guðjóns-
dóttir.
Hátiðarsýning !5. janúar 2006
jckirkir
Leiklist
Þegar gera á tilraunir aftur á móti
í leikhúsi þar sem áhorfendur em
ekki aðeins viðstaddir heldur einnig
hluti af tilrauninni, verður engu að
síður að beygja sig undir ákveðin
lögmál sem er tungumál leikhúss-
ins. Hér tala allir út og suður en
uppsetningin í heild sinni fýlgir
ákveðnu mynstri. Persónurnar
hverfa af sviðinu og á skjám til
beggja hliða fá áhorfendur að fylgj-
ast með þeim baksviðs, og kemur
það nokkuð skemmtilega á óvart í
fyrstu að þau em stödd fyrir utan
leikhúsið í reykingapásu, meðan
áhorfendur sitja prúðir og stilltir í
sínum sætum.
Jón Páll Eyjólfsson fer með hlut-
verk bláa mannsins og þegar hann
stendur gleiðbrosandi fýrir framan
áhorfendur með sitt litla „jæja" fær
hann mannskapinn til þess að
hlæja og verður hver og einn að
svara því að hveiju er verið að hlæja.
Hvort orðiðrístir
dýpra alsælaneða
alzheimer?
Skipt um föt
Ámdís Egilsdóttir er í græna
búningnum og má eiginlega segja
að hennar hlutverk sé það eina sem
nálgast persónugert portrett, það er
þegar hún fer með sitt eintal um ótt-
ann og bamauppeldi. Elma Lísa
Gunnarsdóttir er í rauða búningn-
um og hlær að öllu. Líklega fulltrúi
þeirra sem hlæja að öllu, staða
hennar í hópnum kemur í ljós á
myndbandsskeiðum að utan þó
það skipti engu máli því eiginleg
persónusköpun á sér ekki stað. Þor-
steinn Bachman, stór og stæðilegur
og sífellt að heilsa áhorfendum
kemur fram með firrtar skoðanir
sem eiginlega fara í hring, á friði í
heiminum. Fjórmenningamir sem
að lokum skipta úr jogginggalla í
strikamerkt jakkaföt skiluðu öll sín-
um gerfum mjög vel.
Ekkert pat
Hægagangur í upphafs- og loka-
kafla var svoh'tið eins og stríðnisleik-
ur þar sem týpumar vom að leika á
þolrif áhorfenda eins og hljóðfæri.
Lýsingin og öll tæknivinnan á
sviðinu sem leikarar stjómuðu sjálf-
ir var áreynslulaus og smart unnin.
Egill Heiðar Anton Pálsson sér
um leikstjómina. Það sem einkenn-
ir sýninguna í heild sinni er hvað
hún er algerlega laus við nokkuð
fálm og fát, það vita allir alveg ná-
kvæmlega hvað þeir em að gera og
af hverju, þó áhorfendur séu stund-
um eitt stórt spumingarmerki.
Formið aðalhlutverk!
Formið og umgjörðin er hið eig-
inlega aðalhlutverk og þar sem
verkið er ekki í ffamvindu ferils en
þó bundið við ákveðið mynstur
verður heilladísin eða örlaganomin
að koma og frelsa okkur gegnum
múrinn hvíta til þess að þetta
mynstur haldi ekki áfram.
Með syngjandi hlutverk heilla-
dísarinnar fer Hanna Björk Guð-
jónsdóttir. Það var mikil frelsun að
henni, ekki bara að losa fólk úr sæt-
um sínum heldur einnig að persón-
an var svo kómísk og alveg út úr kú.
Með hugljúfri röddu í hlægilegu
prímadonnugerfi fékkhún einskon-
ar hlutverk guðavélarinnar í hinu
klassíska leikhúsi.
Það er alveg óhætt að mæla með
þessari sýningu þó hún hafi á köfl-
um verið svoh'tið langdregin.
Hitt er svo annað mál að það er
hætta á því að allar þessar vísanir í
textanum út og suður fari hreinlega
út og suður, þannig að þegar upp er
staðið em fræin sem átti að sá skilin
eftir í sætunum.
EUsabet Brekkan