Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Helgarblað DV Regína Ósk Óskarsdóttir er meö lag í Euru- vision og er vongóö á gott gengi. Hún sættir sig þó við að Sylvía Nótt eða einhver annar vinni enda séu mörg lög góð í keppninni. Hér á eftir spjallar hún um æsku sína, sönginn, skilnað við sambýlismann, litlu dóttur sína og umfram allt gleðina yfir að hafa nóg að gera. „Ég neita því ekki að ég er spennt að vinna þessa keppni enda hef ég farið þrisvar út sem bakraddasöngkona og veit hvað það er gaman að taka þátt í Eurovision og gaman væri að fara og nú í aðalhlutverkinu," segir Regína Ósk og segir enga ástæðu að draga dul á þá löngun sína enda sé hún með gott lag sem sé til alls líklegt. Eurovision er mál málanna þessar vikurnar en mikið fjör er í keppninni og áhugi almennings mikill. Vandað hefur verið til verks og mikið lagt í umgjörð undankeppninnar og lögin vel unnin. Regína Ósk er ein þeirra sem sjónir beinast að í kvöld. Hún hefur vakið athygli fyrir vel sungið lag og spá margir henni velgengni í undanúrslitum keppninnar í sem fram fer í kvöld. „Þetta verður spennandi og ómögulegt að segja til um hvern- ig þetta fer. Lögin eru svo mörg og því dreifast atkvæðin. Fólk á líka erfiðara með að gera upp á milli laganna þegar þau eru svona rnörg," bendir hún á og segist vera vongóð um eigin vel- gengni. Get alveg sætt mig við að Sylvía Nótt vinni Auðvitað stefnir maður alltaf á sig- ur en ég geri mér ljóst að ég er ekki ein um það. Nokkur önnur lög eiga mikla möguleika og ég gæti alveg sætt mig við að Sylvía Nótt, Birgitta Haukdal eða nokkrir aðrir fæm út. Birgitta hef- ur farið áður og hefur reynsluna. Hún var okkur til sóma þá og ég veit að hún yrði það einnig nú. Sylvía kæmi líka vel út og myndi vekja mikla at- hygli. Innkoma hennar í und- ankeppninni var smart og lagið er flott. Það situr í manni og áður en maður veit af er maður farin að söngla það," segir hún og dáist að Ágústu fyrir hve skemmtilega per- sónu hún hefur náð að skapa með Sylvíu. „Ágústu þekki ég og ég veit að hún er sniðug stelpa/' segir Regína og vek- ur athygli á því að tilbúnum persón- um hafi gengið vel í Eurovision og nefnir þar norsku strákana sem vom fulltrúar Noregs í fyrra og kynskipt- inginn frá ísrael sem bar sigur úr bít- um fyrir nokkrum árum. „Það getur ailt gerst í þessu. Ég vona bara að sigurinn verði sann- gjam og lagið og flytjandi þess verði okkur til sóma,“ bætir hún við og seg- ir spennuna vaxa með hverjum deg- inum. Valdi lagið sem ég flyt úr öðrum lögum Regína Ósk er önnum kafin þessa dagana. Hún segir þennan síðasta mánuð hafa verið anna- saman sem sé öndvert við það sem alla jafna gerist á þessum árstíma. „Vanalega er þetta rólegasti tími ársins. Janúar og febrúar em þess vegna heppilegur tími fyrir okkur. Það breytir öllu að fá þessa und- ankeppni í stað þess að einn höf- undur taki að sér að semja lag eins og undanfarin ár. Tónlistarlífið hér tekur mikinn fjörkipp og líf færist í fólk," bendir hún á og bætir við að það eigi eftir að skila sér í aukinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.