Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Side 55
Menning DV LAUCARDAGUR 18. FEBRÚAR2006 55 Skagfirsk vornótt Vlð Páll Magnússon blaðamaður vorum á ferð í Skagafirði i kringum 1980, m.a. til að taka víðtal við Dúdda á Skörðugili, sem var mikíll hestamaður og skemmtilegur karl, en sagði við okkur: .Aldrei verð ég svo fullur að ég segi ykkur hvað ég á mörg hross.“ Hann hafði orð á því að graðfoli væri þar í girðingu Deilur í Frikirkjursii \Skipt um skrá og sr. | Cunnar komst ekki inn. DV-mynd GVA Gunnar þykir sérlega nærgæt- inn ljósmyndari og hann hefur oftsinnis fengið að mynda þá sem að öðrum kosti láta aldrei mynda sig. Hann kann að tala viðfólk... „tala fólk til" eins og kollegar hans segja, og hann nýtur trausts þeirra sem hann hefur fylgst með í gegnum tíðina, stjórnmála- manna og annarra. Það er engin tilviljun að þegarÁrni Johnsen sat bugaður úti í Vestmannaeyjum árið 2001 var GunnarV. Andrés- son sá eini sem hann treysti til þess að mynda sig. Mál manna er að fáir hafi eins og við fórum út í vornóttina til að horfa á þetta myndarlega dýr gagnast tuttugu mera stóði í einni svipan. Daginn eftir var allt með friði og spekt innan girð- ingar þegar grá meri kemur töltandi eftir veginum og hneggjar á folann. Hann hneggjar til baka og hún sýnir honum afturendann, en girðingin var á milli og ekkert varð úr ástarleik. Fáeinum sekúndum eftir að ég smellti af, þá slaknaði á tólum folans og hann beit og sló allt sem hann náði til. Þessa mynd sýndi ég síðar í Norræna húsinu og plakat var gert sem átti að vera söluvara. Fróm búðarmær í bókaverslun neitaði að taka plakaúð í sölu og rökstuddi þá ákvörðun með þvf að hún vorkenndi merinni svo mikið. Hún sagði við mig: „Hugsaðu þér bara ef mann langaði að fá karl til við sig og hann væri lokaður inni í búri!“ Slökkviliðsmenn slökkva þorstann Það var rétt eftir að bjórinn var lögleiddur árið 1989 að það kom upp eldur í Kringlukránni. Ég fékk tilkynningu um að ég ætti að fara þangað að . x mynda, en var of seinn. Þegar ég mætti á staðinn var búið að slökkva eld- '1 fp inn og allt um garð gengið. Nú voru góð ráð dýr en ég kannaðist við vert- inn og spurði hvort hann ædaði ekki að skenkja slökkviliðsmönnunum öl _____ fyrir vel unnin störf. Hann hélt nú það og ég fékk þá til þess að skála á i ramtf----mynd. Þeir fengu raunar bágt fyrir vegna þess að elduriim blossaði upp aftur stuttu síðar og þegar myndin hafði birst hringdi bað slökkviliðsstjóri x mig vinsamlegast um að vera ekki að stjóma sínu liði. Steingrímur þarf iíka að skafa Fréttin snerist um að stjómmálamenn notuðu flugvél Flugmálastjómar sér til þæginda. Ég var sendur til þess að mynda það þegar þeir stigu út úr vélinni nýkomnir úr ferð til Noregs. Þetta var einn frostkaldan dag í mars árið 1986 og meðan ég beið eftir vélinni sá ég hvar bfll Steingríms forsætisráö- herra stóð við völlinn. Ég gerði eins og fyrir mig var lagt, síðan fylgdi ég Stein- grími að bílnum og tók mynd af honum við þessa hversdagslegu iðju. Þá sagði Steingrímur: „Æ, nú er ég orðinn svolítið leiður á þér!“ Engu að síður tók hann þessa mynd ásamt fleirum upp í ævisögu sína og lét þar um mælt að ég hefði tekið af honum margar spaugilegar myndir. « .. ■' ' . . ' ■II 111"''"*" ■ ■ "*•" « i>.. » h . Sía"- Hreindýraskytta blóðgar tarf Seimilega var það í kringum 1980 að ég slóst í for með hreindýraveiði mönnum á Jökuldalsheiði. Þessar veiðar em vægast sagt blóði drifnar þar sem tekið er innan úr dýrunum á staðnum. Þrettán dýr voru felld í þessari ferð og mér er minnisstætt að veiðimenn voru á Blazer-jeppa fleygðu skrokkunum upp á topp grindina og þurftu að hafa rúðu þurrkumar á fullu til þess að sjá út vegna blóðsins. Ég hugsa að dýra vemdunarsinnar hafi aldrei verið hrifnir af þessari mynd. I Hægri umferð tek- I in upp 26. maí 1968. Raunar er Gunnar þekktur fyr- ir að vera alls staðar með nefið þegar eitthvað er að gerast og þess vegna er ekki skrítið að Ómar Ragnarsson fréttamaður hafi orðið hissa þegar hann brot- lenti Frúnni á Esjunni fyrir all- mörgum árum og ljósmyndari Morgunbjaðsins tók þyrlu á stað- inn, en Gunnar V. Andrésson var hvergi að sjá. Ómar hefur sagt frá því að hann hafi litið í kringum sig og hugsað: „Hvar er GVA núna?“ þegar hann sá í skallann á Gunnari sem hafði þá hlaupið upp Esjuna með myndavélina! Þessi saga sýnir vel ástríðuna sem stýrir Gunnari V. Andréssyni. Ekkert fjall er of hátt og engin hlíð er of brött ef hin rétta ljósmynd bíður þess að vera tekin. <* Sem blaðamaður á „gamla DV“ man umsjónar- maður þess- arar síðu eft- ir því að það virtist sem Gunnar hefði verið við- staddur alla merkisat- burði frá því að land byggðist. Enginn varð heldur neitt verulega undrandi þegar ófyrirleitinn blaðamaður merkti mynd frá út- rýmingarbúðum í Auschwitz „DV-mynd: GVA" og óreyndur umbrotsmaður áttaði sig ekki á spauginu. Því lét hann myndina fara í gegn og hún birtist í blað- inu! Er það ekki annars aðall þeirra bestu meðal fréttaljósmyndara; Að vera á staðnum, alveg sama hvað? ■? Spánar-j~tf 1989 Þaö get- ur verið þreytandi aö vera stjórnmáiamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.