Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Fréttir DV Náttúrgripa- safn verði í borginni Menningar- og ferða- málaráð Reykjavíkur vill að Náttúrugripasafn íslands verði í Reykjavík. Kynna á menntamálaráðherra mögulega staði fyrir safnið í Vatnsmýrinni. Áður en þetta var samþykkt höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks lagt fram fyrirspurn um hvað borgaryflrvöld hefðu gert til að tryggja að safnið yrði áfram í Reykjavík: „Sjálfstæðismenn telja það afar mikilvægt að safnið verði í höfuðborginni um ókomna tíð.“ Þyrlaverðiá Akureyri Akureyringar vilja að ein þyrla Landhelgisgæslunnar hið minnsta verði staðsett á Akureyri. „Með brotthvarfi eldsneytisflugvéla af Kefla- víkurflugvelli er ljóst að öll lengri flug til björgunar norður og austur af landinu verða mun erfiðari en verið hefur frá suðvesturhom- inu,“ segir bæjarstjóm Akur- eyrar. „I erfiðum veðmm þyrfti ekki að fljúga yfir há- lendið til að sinna björgun- armálum norður og austur af landinu. Tíminn er dýrmætur ef hættu ber að höndum og af framansögðu má ljóst vera að bjargir á norðaustursvæðinu yrðu skilvirkari ef því svæði væri sinnt frá Akureyri." Aldrei fleiri íbúðir Aldrei hefur verið hafin smíði á jafnmörgum íbúð- um og á árinu 2005. Alls vom framkvæmdir hafnar á 1.257 íbúðum. Lokið var við smíði á 782 þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu bygg- ingarfulltrúa borgarinnar. íbúðarhúsnæði vom um helmingur alls húsnæðis sem fullgert var á árinu, í fermetrum talið. Einnig var talsvert byggt af bílskúrum og vömgeymslum, eða 16% af öllu því er byggt var. „Þú ert að grínast!“ var það fyrsta sem Þorvaldur Bjarni sagði þeg- ar DV færði honum þau tíðindi að Silvía væri enn á flakki um net- ið. Uppi varð fótur og fit þegar lagið fór manna á milli áður en til forkeppni fór. Og áður en til frumsýningar á myndbandinu í Kast- ljósi kom voru flestir nettengdir á íslandi búnir að líta dýrðina. „Óneitanlega erþað óþægileg að alltsem við gerum Iinna komið á netið. „Þú ert að grínast! Þetta em fréttir," sagði Þorvaldur Bjarni, lagahöfúndur Eurovision-lagsins sem „frumflutt" var í Kastljósi í gærkvöldi, þegar DV náði tali af honum í gær. Enn lekur Silvía Nótt á netið. Vídeóið við lagið Til hamingju ísland sem nú heitir So congratulations I have arrived upp á engilsaxnesku fór sem eldur í sinu um tölvupósta netverja í gær. Og sló það nokkuð á eftirvæntinguna fyrir það sem átti að vera ffumflutningur lags- ins í Kastljósþætti RÚV. Lagið orðið bleikara „Þetta átti að fiumsýnast í Kast- ljósi. Eins gott að þetta fór ekki fyrr á netið. Það hefði dregið enn ffekar úr spennunni fyrir Kastljósið. En ég get ekki ímyndað mér að þetta breyti neinu. En óneitanlega er það óþægi- leg tilfinning að allt sem við gemm er stuttu seinna komið á netið. Fer um mann," segir Þorvaldur Bjami. Sölvi Blöndal var Þorvaldi til að- stoðar við útsetningu lagsins sem hef- ur breyst nokkuð frá forkeppninni. „Við fómm bara með það enn lengra út í poppið. Það er orð- t ið bleikara," segir Þor- i valdur. Textinn hef- I ur verið þýddur áensku og er Silvía Nótt skráð fyrir honum. Framleiðandi myndbandsins er BaseCamp í sam- starfi við Sjónvarpið en Gaukur stjóm- aði upptökum. Gaukur Úlfarsson Silvía skipar og hún vill glimmer og blindandi litadýrð. Glimmer og blindandi litadýrð „Já, var það ekki?" segir Gaukur í samtali við DV og spyr hvort það skipti nokkm máli. Það er ekki í bága við neinar reglur. „Sé ekki hvaða máli það ætti að skipta. En þetta sannar enn og aftur að netið virkar svona.“ Myndbandið hlýtur að teljast vel heppnað og Gaukur lýsir tilurðinni svona: „Silvía skipaði mér fyrir og ég reyndi að þóknast henni sem best ég gat. Og hún vill glimmer og blindandi litadýrð." Einn er sá sem hló dátt þegar hann spurði tíðindin: „Það lekur allt sem Þorvaldur kem- ur nálægt. Ekki vildi ég fara með þessu fólki út á bát,“ segir Kfistján Hreins- son skáld. Hann lagði fram stjóm- sýslukæm til útvarpsráðs og kærði út- varpsstjóra þegar lagið sjálft lak á net- ið fyrir forkeppnina. Það segir Kristján brjóta í bága við reglur keppninnar. Útvarpsráð vísaði kæm Kristjáns frá og hann enn að velta því fyrir sér hvort , og hvert næsta j skref í því máli verður. w M Hello, is it god? Wazzup dog? It's your favourite person in the world Silvia Night Im saving the universe Seeyou, bye! Viðlag: So, congratulations I have arrived... ViBlag: So congratulations I have arrived Im Silvia Night and Im shining so bright Eurovision nation your dream's coming true Just vote foryourhero that's whatyou mustdo lloveyou Þorvaldur Bjarni Kom affjöllum þegar D V færði honum tíðindin ígær. Hann og Sölvi Blöndal hafa nú gert lagið bleikara. SæluhrolluriiiQ hríslast senn um þjóðarlíkamann Það er ailt að hrynja. Þetta hefur Svarthöfði eftir áreiðanlegum heimildum. Gengið á hlutabréfum í Kaup- höllinni er á leið til andskotans og krónan lepur dauðann úr skel. En það er til lausn. Munið þið eftir Kára Stefáns- syni? Klikkaða vísindamanninum sem vildi rífa úr okkur genin og setja þau í brjálæðislega stóra tölvu svo við gætum fundið lækningu við alls konar leiðindapestum? Svart- höfði man ekki betur en að þetta stórbrotna gróðaplan hafi allt farið út um þúfur bara út af því að ein- hverjir ofaldir læknar á tveggja milljóna króna mánaðarlaunum 7Jé Svarthöfði voru í fýlu út í Kára af því hann sagði þá vera hallærislega og lúða- lega plebba. í þetta gamla þras á ríkisstjómin að blanda sér og höggva á hnútinn. Þetta verður svo stórbrotið að Vatnsmýrin verður alltof lítil fyrir umsvifin. Sem betur fer er að losna gott húsnæði suður á Keflavíkur- flugvelli. Sláum tvær flugur í einu höggi. Flytjum Kára þangað með öll sín tilraunaglös og tölvuvímsa. Gef- um karlinum smá speis. Og hvaða rugl var það að láta hann ekki fá 20 milljarða rfldsábyrgðina sem hann var búinn að fá loforð um frá Dav- íð? Það þarf að redda því. Komið bara öll með litlu krónurnar ykkar. Já, bráðum verðum við öll rík og hamingjusöm. Svarthöfði er svo sem ekkert að fagna því fyrir fram en það yljar bara svo mikið að eiga þetta í vændum. Kannski er eina próblemið fyrir þann sem keypti húsið ofan af kompaníinu hans Kára þegar hann var blankur. Það vantar nýjan leigjanda í sedmsvið- arhöllina í Vatnsmýrinni. Er ekki einhver sem þráir heitast af öllu að búa í Vatnsmýrinni? Gera bæinn að betri byggð? Kannski einhver úr 101? Svarthöföi Hvernig hefur þú það' „Ég er ástlaus og syfjaður á Grænlandi, en annars tiltölulega hress, “ segir Lýður Árnason læknir og kvikmyndagerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.