Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Sport DV Unnu hvor sinn leikinn Fyrsti undanúrslitaleikur Keflavíkur og Skallagríms í Iceland Express- deild karla í körfu- bolta hefst í dag klukkan 16 í Kefla- vfk en það lið kemst í úrslit sem fyrr vinnur þrjá leiki. Liðin unnu heimaleiki sfna í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur, Keflvíkingar með 9 stigum í október (105-96) en Skallagríms- menn með 10 stigum í Borg- amesi í janúar (98-88). Það er einmitt síðasta tap Kefla- víkinga á íslandsmótinu en síðan hefur liðið unnið alla 9 leiki sína í deildinni og báða leiki sína í úrslitakeppninni. HafaunniðlO einvígi í röð Keflvíktngar sækjast eftir fjórða íslandsmeistara- titlinum í röð og eftir 2-0 sigur í ein- víginu gegn Fjölni í átta liða úrslit- unum hefur Keflavlkur- liðið unnið 10 einvígi í röð í úrslita- keppninni en liðið hefur ekki verið slegið út síðan í lokaúrslitunum árið 2002. Keflavík tekur á móti Skalla- grími í fyrsta leik undanúr- slitaeinvígisins í dag en Keflavík tapaði einmitt fyrsta leik fyrir ÍR við sömu aðstæður í fyrra. Skallagrím- ur hefur aðeins einu sinni áður komist í undanúrslit og tapaði þá öllum þremur leikjum sínum fyrir Njarð- vík. SSA AF ÞESSU Laugardagur 14.15 Þrír leikir f DHL- deild karla: Valur-KA , (beint á Rúv), Aftureld- ing-ÍBV (kl. 14), Fram-Selfoss (kl. 15). © 16.00 Keflavík-Skalla- grímur í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. 16.15 Heil umferð í DHL- deild kvenna: Val- ur-Haukar (beint á Rúv), FH-HK, KA/Þór-Fram, ÍBV-Grótta, Vfldng- ur-Stjaman. © 17.00 ÍS-Haukar í úrslita- keppni Iceland Express- deildar kvenna. s&n 18.50 Malaga- Barcelona í spænsku deildinni beint á Sýn. Sunnudagur 12.50 AC Milan-Fiorent- ina í ítalska boltanum beint á Sýn. © 15.00 Njarðvík-KR í úr- slitakeppni Iceland Ex- press-deildar karla. Leik- urinn er í beinni á Sýn. ,, 16.15 Víkingur/Fjöln- ít-híc f DHL-deild karla. 16.50 Real Ma- drid-Deportivo í spænska boltanum beint áSýn. 20.00 Haukar-ÍRíDHL- karla. Landsliðsmiðherjarnir Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík og Fannar Ólafsson hjá KR munu eflaust takast hart á í undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og KR sem hefst í Njarðvík á morgun. Kapparnir hafa mæst alls 17 sinnum í deild, bikarkeppnúm og úrslitakeppni. Friörik hefur haft betnr gegn Fannari Einvígi Friðriks og Fannars Það verður hart barist í teignum í leikj- um Njarðvíkur og KR enda eru þeir Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson vanir aðgefa ekkert eftir, hvorki i vörn né sókn. Friðrik Stefánsson hefur betur bæði hvað varðar liðs- og einstak- lingsárangur í þeim 17 leikjum sem hann hefur spilað gegn Fannari Ólafssyni á ferlinum. Friðrik hefur mætt Fannari sem leikmaður KFÍ og Njarðvíkur en Fannar hefur spilað þessa leiki sem Keflvíkingur og KR-ingur. Friðrik og félagar hafa unnið 11 af þessum 17 leikjum og Friðrik hefur skilað meiru til síns liðs í 14 leikjanna. Fannar Ólafsson og félagar hans í Keflavík höfðu þó betur þegar þeir mættust í eina skiptið í úrslitakeppni, í lokaúr- slitunum 1999. Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson hafa verið í nokkrum sér- flokki meðal íslenskra miðherja síðustu ár og lið þeirra hafa notið vel liðsinnis þeirra á báðum end- um vallarins. Það verður því spennandi að fylgjast með enn einni viðureign kappanna þegar lið þeirra, Njarðvík og KR, spila um sæti í úrslitaeinvígi Iceland Ex- press-deildar karla. Njarðvík og KR leika fyrsta leikinn á morgun í Njarðvík og hefst viðureign þeirra klukkan 15 en hún verður einnig í beinni á Sýn. Fimm magnaðir leikir fyrir sjö árum Ein eftirminnilegasta úrslita- rimma síðustu ára var viðureign nágranna Keflavíkur og Njarðvíkur vorið 1999. Friðrik og Fannar voru þá í aðalhlutverkum, Fannar með Keflavík og Friðrik með Njarðvík. Einvígið fór alla leið í oddaleik og þar höfðu Fannar og félagar betur fyrir troðfullu íþróttahúsi í Kefla- vík. Friðrik gerði þó meira í þessu einvígi en Fannar, 13,2 hærri í framlagi auk þess að vera með 10,4 stig (Fannar 8,0), 12 fráköst (3,4), 3,4 stoðsendingar (0,2) og 2,2 varin skot (0,2). Það skipti vissulega miklu máli að Friðrik spilaði í 67 fleiri mínútur í þessum fimm frá- bæru leikjum. Hafa mæst tvisvar í vetur Friðrik og Fannar hafa mæst tvisvar sinnum í vetur, í úrslitaleik Powerade-bikarsins í nóvember og svo í deildinni í janúar. Njarðvík hefur unnið báða þessa leiki sent og deildarleikinn í október þar sem Fannar var ekki með vegna meiðsla. Friðrik hafði mikla yfir- burði í 12 stiga sigri Njarðvíkur, 90-78, í úrslitaleiknum í nóvember, fékk 33 fleiri framlagsstig og var með 19 stig (Fannar 8), 16 fráköst (5), 6 stoðsendingar (0) og 4 varin skot (0). Fannar var þarna nýkom- inn aftur eftir meiðsli og í seinni leik þeirra var allt annað að sjá til kappans. Njarðvík vann leikinn reyndar með þremur stigum, 87-84, en Fannar skoraði fjórum stigum meira (18-14) en Friðrik vann fráköstin 10-7, átti 9 stoðsendingar (Fannar 1) og fékk 13 fleiri framlagsstig (28-15.). KR- ingar komust í 14-0 í leiknum og 39-13 eftir 12 mínútna leik en það dugði ekki til. Betri í flestum tölfræðiþáttunum Friðrik Stefánsson stendur Fannari framar í flestum tölfræði- þáttum í innbyrðisviðureignum þeirra félaga, nema þá kannski hvað varðar skotnýtingu en Fannar hefur bæði hitt aðeins betur úr skotum utan af velli (57% á móti 55%) svo og nýtt vít-. in sín mun betur (70% á móti 55%). Friðrik er hins vegar mun hærri í framlagi (20,7 á móti 9,3), fráköstum (11,4-4,6) og stoðsend- ingum (3,4-0,3) og hefur bæði stolið fleiri boltum og varið fleiri skot. Fannar er reyndar að spila 14,2 færri mínúturí leik. Samanburð á þessarri tölfræði Friðriks og Fannars má finna hér á síðunni. Samkvæmt þessu reynir mikið á Fannar að halda aftur af Friðriki í þessu einvígi en hann þarf einnig að hjálpa sínum mönnum í KR að sigr- ast á Njarðvíkurgrýlunni sem hefur herjað á Vesturbæinga síðan 2001. Frá þeim tíma hefur Njarðvík unnið 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni og slegið þá út í undanúrslitunum 2001 og 2002 og átta liða úrslitunum árið 2003. ooj@dv.is Friðrik Stefánsson gegn Fannari ÓJafssyni Tötfræðin úr innbyrðisleikjum þeirra Friðrik Samanburður Fannar Sigurleikir 6 Sigurleikir í deild 2 Sigurleikir í bikar 0 Sigurleikir í úrslitakeppni Sigurleikir í fyrirtækjabikar 1 Fleiri stig Fleiri fráköst Hærri í framlagi Skotnýting Vítanýting 57,3% 70,2% 20,7 11,9 11,4 Leikiryfir 10 í stigum Leikir yfir 20 í stigum Leikir yfir 10 í fráköstum ár i Leikir yfir 20 i framlagi Leikir yfir 30 í framlagi 0 Leikir með 5 villum Framiag í'leik 9,3 Stig i leik 8,4 Fráköst í leik 4,6 Stoðsendingar í leik 0,3 Stolnir boltar í leik 0,6 Variri skot í leik 0,4 Mínutur í leik 17,7 Víti féngin í leik 3,4 3ja stiga körfur 0 Villur 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.