Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Helgarblað dv Maður, sem ekki verður nafngreindur í þessari grein til að hlífa dóttur hans, var dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur 13. mars síðastliðinn í fimm ára fangelsisvist fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni þegar hún var á aldrinum átta til fjórtán ára. Þeir skelfilegu glæpir sem hann framdi gegn barninu áttu sér stað á árunum 1998-2004. Fimm ára fangelsi þykir ekki þungur dómur en hann er þó sá næstþyngsti sem fallið hefur í kynferðisafbrotamáli hér á landi. f dóminum segir að allt frá fæðingu hafi dóttir manns- ins búið við afar erfiðar uppeld- isaðstæður. í stað þess að faðir- inn verndaði barn sitt og hjálp- aði við þessar hörmulegu að- stæður beitti hann það grófu kynferðislegu ofbeldi og brást algerlega trausti þess og skyld- um sínum sem foreldri. Eftir að grunur vaknaði um ofbeldið liðu sjö ár þar til dæmt var í málinu. Á þeim tíma hélt of- beldið gegn henni áfram. Fimm mánaða í fóstur Frá því stúlkan fæddist höfðu barnavemdar- og félags- málayfirvöld afskipti af henni. Aðeins fimm mánaða var hún sett í fóstur. Fimm ára var hún þó send aftur til móður sinnar þar sem fósturforeldrar hennar höfnuðu henni. Gmnur vaknaði um að barn- ið væri beitt kynferðislegu of- beldi árið 1997. í gögnum máls- ins kemur fram að stúlkan hafi þá dvalið í sveit um tveggja mánaða skeið og tilkynnti hús- móðirin á bænum um að barn- ið hefði haft í frammi einhverja óskilgreinda kynferðislega til- burði. í skýrslu Þorgeirs Magn- ússonar sálfræðings frá 21. leyndarmálinu. Málið var svo sent til frekari könnunar 28. maí árið 2003 en þá neitaði stúlkan að atburðirnir hefðu nokkurn tímann átt sér stað. í júlí 2004 barst svo önnur til- kynning frá íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur til Barnaverndar en þá hafði stúlk- an sagt jafnöldum sínum frá því að faðir hennar hefði nauðgað henni. Móðir stúlkunnar kom svo í viðtal hjá Barnavernd í september sama ár þar sem hún greindi frá því að dóttir hennar hefði sagt sér á ná- kvæman hátt að faðir hennar hefði misnotað hana kynferðis- lega. Stúlkan staðfesti svo frá- sögnina, eftir því sem fram kemur í bréfi Barnavemdar. I október 2004 lagði móðirin svo fram kæru fyrir hönd dóttur sinnar og greindi frá því að hana hefði gmnað að dóttir hennar hefði verið misnotuð af föður sínum frá því stúlkan var átta ára. Hún hafi þá látið barn- ið gangast undir læknisrann- sókn en ekkert misjafnt hafi komið fram á þeim tíma. Það hafi þó ekki verið fyrr en að hún ræddi um kynferðismál við stúlkuna að hún játaði að faðir hennar hefði misnotað hana. Móðir . stúlkunnar spurði hana þá hvort hún væri farin að stunda kynlíf með öðrum en Telpan bar fyrir dómi að fað- ir hennar hefði fyrst haft sam- farir við hana þegar hún var kynþroska en það hefði hún orðið í kringum 10 eða 11 ára aldur. Við fyrstu samfarimar hafi hún barist á móti, mikið hafi blætt og faðir hennar ekki notað smokk. Síðar byrjaði hann að nota verjur með bragð- efnum og lét hann hana sleikja á sér kynfærin. Stúlkan fór síðast heim til föður síns sumarið 2004 og hafði hann þá við hana samfarir. Bar við minnisleysi Faðir telpunnar var hand- tekin 11. október árið 2004. Á heimili hans fundust diskar með klámi, smokkar með bragðefnum í skúffu í skrifborði og þrír notaðir. Tveir á gólfi en einn klemmdur milli rúms og veggjar. Við DNA-rannsókn komu í ljós sýni sem samsvör- uðu sýni úr feðginunum. í lögregluskýrslu sem tekin var af föður stúlkunnar 15. október árið 2004 sagðist hann ekki muna eftir að hafa gert dóttur sinni nokkuð. Hann hafi þó þjáðst af minnisleysi og fyr- ir kæmi að hann myndi ekki „...heilu og hálfu dagana og jafnvel lengri tímabil". Hann sagði þó að þetta minnisleysi væri ekki bundið nokkurri reglu. Þegar hann var spurður út í smokkana sem fundust á heimili hans sagði hann að þá notaði hann við sjálfsfróun. Við rannsókn á tölvu hans komu fram skrár sem bentu til þess að um barnaklám væri að ræða. Sagðist hann aldrei hafa átt neitt slíkt. október árið 1997 kemur þó fram að frásögnin hafi haft yfir sér mjög óljósan blæ og ekki þótti ástæða til að fylgja grun- semdunum eftir. Það var ekki fyrr en í septem- ber árið 2004, sjö árum eftir að grunsemdir kviknuðu fyrst, að Barnavernd sendi bréf til lög- reglu þar sem farið er á leit að lögreglurannsókn verði gerð á því hvort stúlkunni hafi verið misboðið kynferðislega af föður sínum. Átta ára í læknisrannsókn Forsaga málsins er sú að þegar stúlkan var í 12 ára bekk barst tilkynning frá skólanum til Barnaverndar vegna þess að stúlkan hafði sagt samnemend- um sínum frá því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum en beðið þá um að þegja yfir föður sínum. Stúlkan svaraði spurningunni á þann veg að það hefði hún aldrei gert og gæti ekki hugsað sér eftir ógeð- fellda reynslu sína með föðurn- um. „Vildi ekki brjóta vegginn" Stúlkan segir að misnotkun- in hafi byrjað með því að faðir hennar sýndi henni klámmynd- ir í tölvu og blöðum þegar hún var í kringum átta ára aldurinn. Hann hafi káfað á henni og rætt við hana um kynlíf, sýnt henni kynfæri sín og fróað sér fyrir framan hana, stundum hafi hann sleikt kynfæri hennar og stundum farið með lim sinn að hluta til inn í kynfæri hennar án þess að hafa samfarir því sam- kvæmt henni „vildi hann ekki brjóta vegginn". Frá þvístúlkan fæddist höfðu barna- verndar- og félagsmálayfirvöld afskipti afhenni. Aðeins fimm mánaða varhún sett í fóstur. Fimm ára var hún þó send aftur til móður sinnar þar sem fóstur- foreldrarnir höfnuðu henni. Hann sagðist ekkert kannast við neitt það sem kom fram í framburði dóttur hans en kvaðst þó muna eftir einu tilviki þar sem stúlkan hefði gripið um hann miðjan. Honum hafi þótt það óþægilegt og viljað að hún hætti. „Kannaðist ekkert við þetta" í janúar árið 2005 var hon- um sagt frá útkomu úr DNA- rannsókn á smokkunum sem fundust á heimili hans. Hann sagðist „ekkert kannast við þetta" en sagðist hafa verið á sterkum lyfjum um tíma. Þegar lögreglan lét athuga hvaða lyf hann hefði verið að taka kom í ljós að ekkert af þeim lyfjum sem honum hafði verið ávísað gætu hafa haft áhrif á minni eða aðra heilastarfsemi. Síðar útskýrði faðirinn að dóttir hans hlyti að hafa fundið smokkinn í ruslafötu á heimili hans og hent honum bak við rúmið. Samkvæmt dómsskjöl- um kvað Ómar Þ. Pálmason rannsóknarlögreglumaður þennan framburð hlægilegan og rökstuddi svar sitt á fræði- legan hátt. Ástæðuna fyrir því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.