Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Helgarblað DV Lesendur Úr bloggheimum Furðuleg fréttaskýring „I fréttum Rúv klukkan átta í morgun mátti heyra ansi furðulega fréttaskýringu. Eftir ágætis umfjöllun um mátmæli I Hvíta Rúss- landi, hörku lögreglunnar, fangelsanir og beitingu hersins, ' hkvað fréttamaður að fara nokkrum orð- um um Alexander Lúkasjenkó. Kom þar fram að hann hefði setið sem forseti Il2ár sem er vissulega satt og rétt. Slðan klikkti fréttakonan útmeðþví að súmmera þau ár upp og laukþannig fréttinni-.Á þeim tlma hefurhann viðhaldið efnahagslegum og pólitiskum stöðugleika I landinu. Nú játa ég það skýlaust að ég hefekki hug- mynd um efnahagsástand / Hvíta Rúss- landi. Vel má vera að þar hafi ríkt mikill stöðugleiki undirstjórn Lúkasjenkós. Hitt á ég erfiðára með að kaupa að þarhafi rikt pólitlskur stöðugleiki. “ Kolbeinn Proppé - kaninka.net/kolbeinn Starrar „Leit upp og sá ótrúlega fallega sjón. 200 starrar i hóp, fljúgandi fram og tilbakayfirkvos- inni,íþessu handa- hófskennda en dáleið- andi mynstri sem víkkar og mjókkar og lengist og strekkist og styttist fram og til baka, fram og aftur, út og suðuryfir miðbæinn breytti hópurinn um lögun, eins og hann gæti staf- að einhvern sannleik um heiminn efég horfði nógu lengi á hann. Sjaldan verið eins dáleiddur afnáttúrufyrirbæri. Starrar eru yndislegir. Og á meðan löbbuðu allir bara framhjá, sáu ekkert, upplifðu ekk- ert, hengdu hausinn i kaldri golunni. Ég fann tilsamúðar.“ Svavar Knútur Kristinsson - simnet.is/muzak/ Ljóð og klám „Það ereins með góð Ijóð eins og klám. Ég veit ekki vel hvernig ég á að skilgreina það en ég þekki það þegar ég sé það. Góð Ijóðlist virkar á lesandann eins og falleg tónlist, hún skapar hughrif, óvæntar tengingar milli heilahvela eða kallar fram myndir semáðurvorui myrkri. Fegurð Ijóðsins er I eyra lesandans eða kannski ekki eyranu heldur hjartanu og fal- legt Ijóð hreyfir við þvl á nýjan hátt. “ Páll Ásgeir Ásgeirsson malbein.net/pallasgeir/ Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum Ifðandi stundar. RobertBruce Horfir íáttina að Wallace-minnismerkinu, en þeir William Wallace koma báðir við sögu í myndinni Braveheart frá árinu 1995. ■ Á þessum degi árið 1306 varð Robert Bruce konungur Skotlands. Eftir frelsisstríð Skota átti Bruce til- kall til krúnunnar. Hann sóttist ekki sérstaklega eftir henni en lenti í útistöðum við John Comyn sem hafði stuðning aðalsmanna og stóð ógn af Bruce. Bruce ákvað að lýsa yfir vopnahléi og kallaði Comyn þennan til fundar við sig í Dumfries. Að baki fundinum bjó hins vegar allt annað en góður vilji og reyndi Bruce að drepa Comyn við altarið í kirkju Greyfriars- klaustursins. Bruce trókst þó ekki ætlunarverkið og flúði. Þegar frétt- ir bárust af því að Comyn hefði lif- að af og verið væri að hlúa að sár- um hans, fóru tveir af stuðnings- mönnum Bruce á vettvang og gerðu endanlega út af við Comyn á Herinn taki til efdr sinl „Er sagan austan af Gunnólfsvíkurfjalli að endurtaka sig?" Jónas skrifaði: Mikið eru það góð tíðindi að bandaríska herliðið sé loksins að hafa sig á brott. Það var löngu kom- inn tími til og algjörlega tilgangs- laust að hýsa montpattana þarna á Miðnesheiði. Hins vegar er fögnuð- urinn skammvinnur þegar maður áttar sig á að íslensk og bandarísk Lesendur stjórnvöld eru vitanlega máttlaus þegar kemur að því að gera grein fyrir því hvernig málum verður hátt- að á svæðinu í framhaldinu. Kaninn vill væntanlega halda í svæðið, því betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig ef hann þarf að koma hingað aftur. Halldór Ásgrímsson viU væntanlega ríghalda í varnarsamninginn í stað þess að segja honum upp og reka herinn af veUinum. Mestan ugg vek- ur þó tUhugsunin um hvernig þeir muni sldlja við svæðið. Þarna hefur lekið drulla og eiturefni niður í jarð- veginn í áratugi. Það þarf herinn að hreinsa upp eftir sig og það gerir hann ekki nema verða rekinn tU þess. Eru ráðamenn okkar lfklegir til þess? Eða er sagan austan af Gunn- ólfsvfkurfjalli að endurtaka sig? Ellilífeyrisþegi ósátturvið Og Vodafone Og Vodafone Lækkuðu afslátt ellillfeyrisþega án þess að láta kóng eða prest vita að því er Gísli segir. inn. En nú ætla ég aftur til Símans enda vil ég ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem ætíar sér að ná tekj- um fyrirtækisins upp með því að skera niður hjá örorku- og ellilífeyr- isþegum. 68 ára gamlan mann eins og mig munar um þessar 900 krón- ur. Það er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ég er ekki sáttur við svona einhliða lækkanir. Ég talaði við Félag eldri borgara og þeir ætía að athuga málið. Sfðan fær ríka fólkið fría síma - borgar hvorki mat né síma. Gísli Baldur Jónsson skrifar Ég er ellUífeyrisþegi og hef alltaf fengið afslátt upp á 900 krónur hjá Lesendur Og Vodafone. Þessi afsláttur nýtist sem inneign á símreikningi og er mjög dýrmætt fyrir menn eins og mig enda eru tekjurnar ekki upp á marga fiska. Nú hefur Og Vodafone tekið sig til og lækkað þennan afslátt niður í 450 krónur. Þeir létu engan vita. Ekki neinn. Ég sá þetta bara allt í einu á símreikningnum mínum. Mér barst ekkert bréf og ekkert símtal. Ég hringdi í Og Vodafone og bað um skýringu á þessu en fékk enga. Ég fór til Og Vodafone á sínum tíma þegar þeir buðu betra en Sím- I dag Samþykkt var að frið- lýsa Vatnafjörð í Barða- strandasýslu. Friðland- ið er um eitt hundrað ferkílómetrar sjúkrabeðinum. Eftir þetta var Bruce gerður útlægur og hafði því enga aðra úrkosti en að sækjast eftir konungdómnum. Hann var krýndur konungur Skota sem Ro- bert I af Scone. Hann hafði þó ekk- ert konungdæmi og tilraunir hans í þá átt mistókust hrapallega þang- að til Edward I Englandskonungur lést. Geir Ágústsson telur að allar hug- myndirum þjóðnýt- ingu herstöðvarinn- ar verði að kæfa I fæðingu. Frjálshyggjumaðurinn segir Tröllið og grýlan Senn líður að því að bandaríski herinn yfirgefi ísland hvað líkam- lega nærvem varðar. Vinstrimenn fagna þessu af því þeir vilja ekki landvarnir (kjósa ff ekar tollavamir) og þola ekkert sem kemur ffá Bandaríkjunum, sama hvað það er. Sumir hægrimenn fagna þessu því senn losnar um mikið vinnuafl á Reykjanesi sem mun hratt og ör- ugglega finna sér önnur og arð- bærari verkefni en að sópa gólf fyr- ir bandarískt skattfé. Hvað sem fagnaðarlátum og áhyggjum líður er samt ljóst að brotthvarf hersins er viðburður sem mun hafa áhrif á stöðu íslands í hverfulum heimi. Svo miJdð er að minnsta kosti víst. Næsta skref hlýtur að vera upp- boð á öllu landi sem Bandaríkja- menn hafa til afnota og á öllum eiguin sem þeir skiija eftir sig. Allar þjóðnýtingarhugmyndir sem snú- ast um kvikmyndaþorp, þekking- arþorp eða aðra þorpastarfsemi verður að kæfa í fæðingu. Sá sem metur eignir og land Bandaríkja- hers mest mun vilja greiða mest fýrir góssið. Rlkisstyrkir úr vösum bandarískra skattgreiðenda eiga ekki að breytast í styrki úr vösum íslenskra. Skiptum ekld út trölli fyr- ir grýlu, og sérstaklega ekki ef slík skipti eru hugmynd þeirra sem hata tröll en elska grýlur - þeirra sem hata bandarískt skattfé en eru þyrstir í hið íslenska. i§ ts ingur og fyrrver- andi alþingismað■ ur og ráðherra. Maður dagsins Vj . & í iiuHt'í M ' iíIÉÆ 1 J flj H Hjörleifur Gutt- I H ormsson Liffræð- Náttúruverndarsinni fram í fingurgóma „Áhuga minn á náttúmvemd má rekja til æskudaga held ég,“ segir Hjörleifur Guttormsson, h'fffæðing- ur og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. „Ég fékk komungur áhuga á náttúm og umhverfi sem er líklega tengt fæðingarstað mínum, Hall- ormsstað, sem var þá í raun einstak- ari en hann er í dag. Það hafði auð- vitað áhrif á hugsunina að bera þetta umhverfi saman við það sem tók við fyrir utan skógargirðinguna þar sem land var nytjað til beitar." Þegar Hjörleifúr kom heim frá Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á h'fifæðinám, vann hann meðal annars við náttúmrannsókn- ir á gróðurfari tO fjalla á Austurlandi og kom upp Náttúmgripasafninu f Neskaupstað sem hann veitti for- stöðu 1971-1978. „Árið 1970 var náttúruvemdarár Evrópu og í kjöl- farið var allnokkur vakning í þess- um málum. Þá vom ýmis teikn komin upp um áhrif iðnvæðingar á umhverfi og mengun af ýmsu tagi. Það varð mjög mildl umræða um þessi efni og vaxandi áhugi. Hér heima var komin upp umræða um álverið í Straumsvík sem var einmitt tekin í gagnið sama ár, nokkumveg- inn án mengunarvarna sem var mjög gagnrýnt af stjómarandstöðu þess ú'ma.“ Á þessum árum vann Hjörleifur einnig að því, ásamt öðmm, að stofiia Náttúruvemdarsamtök Aust- urlands. „Helgi HaOgrímsson fór fyrir stofrmn slíkra samtaka á Norð- urlandi og ég hafði forgöngu um það á Austurlandi og fékk mjög góð- ar viðtökur. Þessum landshlutafé- lögum fjölgaði svo þangað tíl hring- urinn lokaðist og við gátum þar með stofnað Landsamband íslenskra náttúmvemdarfélaga 1974." Jafnhliða þessu var Hjör- leifur kominn inn í Náttúruvemdar- ráð ásamt því að beita sér á póliú'sk- um vettvangi sem alþingismaður Alþýðubandalagsins. „Þar var mOdð um þessi mál fjahað 0g Alþýðu- bandalagið var eiginlega í farar- broddi varðandi stefnumörkun á þessu sviði á þessum ámm og síðan hefur þetta fylgt mér aUar götur síðan sem verkefni." Hjörleifur segir störf sín í nátt- úmvemd hafa verið áhugaverð, fróðleg og skemmtíleg þótt þau geti tekið talsvert á. „Þó að það blási býsna sterkt á móti á stundum em þessi mál samt að festast og styrkj- ast í almennri umræðu og í hugum fólks, hvemig á að mæta þeim ófamaði sem að gætí orðið ef menn gæta ekki að sér.“ rleifur Guttormsson er fæddur á Hallormsstaö 31. október l93^. F°reldrar is voru Guttormur Pálsson, skógarvörður, og Guðrún Margret Palsdottir, vefrv ,r- 0g hannyrðakona. Hann lauk stúdentsprófi fra Menntaskolanum a Akureyrl i5 og Diplom-prófi í liffræði frá Háskólanum í Leipzig 1 Hjorieifur sat a Al- gi 1978-1999 oggegndi stöðu iðnaðarráðherra 1978-1979 og 1980-1983.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.