Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 48
I Haukur Ingvars- i son, skáid og út- varpsmaður Ætlar oð tala um Sjálfs- Mynd-Hverfingu. Kristín Eiríksdóttir skáld Skrifaði Kjöt- bxinn, en á morgun talar Elísa Jóhanns- dóttir um myndhvörf í bókinni. Guðrún Lára Pét- ursdóttír Komst að því að allt er vaðandi i myndhvörfum I orðræðu læknavís- indanna. 48 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Menning DV Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Var það þetta sem þú vildir sem þú þráðir alltaf innstiimi íhellimyrkra langana þinna þetta sem þú söngst um ortir um þetta? (.Ingibjörg Haraldsdóttir,. Iivar sem ég verö.) Teikningar Kristj- áns Steingríms í dag verður opnuð ný sýning í Safni, Laugavegi 37, á verkum myndlistarmannsins Kristjáns Steingríms. Sýningin ber titilinn Teikningar en sýndar eru teikningar fiá ár- inu 2004. Viðfangsefni Kristjáns í mynd- listinni er náttúr- an og upplifun okkar á henni. í Myndlistarmað- urinn Kristján Steingrímur Hefur | fengist við raunsxi í málverkinu. verkum sínum á undanfömum árum hefur hann fengist við raun- sæi í máiverkinu, notað náttúm- efnin sjálf, svo og tákn úr heimi vís- inda. Þessir ólíku þættir vísa í mis- munandi merkingarsvið, þ.á.m. í miðilinn sjálfan; teikninguna. Við sanmma þeirra skapast myndheild sem sameinar óreiðu náttúmnnar og regluna sem maðurinn reynir að koma á í náttúmnni. Verk Kristjáns varpa því upp spumingum um samband náttúm og menningar, spurningum sem íslendingar hafa sérstaklega þurft að glíma við. Sýningin verður opnuð í dag kl.16 og stendur yfir til 8. apnl. Sýn- ing bandarísku listakonunnar Roni Hom, Some Photos, sem opnuð var þann 11. febrúar sl. hefur verið framlengd og stendur einnig yfir til 8. apríl. Hörður Áskelsson organ isti Stjórnar og leikur á orgel að venju. Snemmbarokkí Hallgrímskirkju Kammerkórinn Schola Cantor- um kemur fram á tónleikum í Hall- grímskirkju á morgun (á boðunar- degi Maríu) kl. 16. Tónleikarnir em haldnir á veg- um Listvinafélags Hallgrímskirkju, en þar verða eingöngu flutt verk eftir Heinrich Schutz, eitt merkasta tónskáld Þýskalands á tímum snemmbarokksins. Þetta em fyrstu tónleikar Schola Cantomm eftir að hann var gerður að atvinnukór og útnefndur Tónlistarhópur ársins 2006 hjá Reykjavíkurborg. Kórinn er nú skipaður fjórtán söngvumm, en allir kórfélagar koma líka fiam sem einsöngvarar. Með kórnum koma líka fram Sigurður Halldórs- son sellóleikari og Hörður Áskels- son orgelleikari, sem jafnffamt er stjómandi tónleikanna. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af mótettum og einsöngsverkum úr tveimur af merkustu tónverkasöfn- um Heinrich Schutz, Trúarleg kór- tónlist frá 1648 og Litlir trúarlegir konsertarfrá 1636/1639, aukLof- söngs Maríu frá 1657. Mótetmrnar em allar sex radda og verða fluttar án undirleiks, konsertamir em ým- ist fluttir af einum, tveimur eða þremur söngvumm með fylgirödd sellós og orgels. Lofsöngur Maríu, Das deutsche Magnificat er fjög- urra radda án undirleiks. Þingið Myndhvörf í minningu Þorsteins verður haldið á morgun í Þjóðminjasafninu Læknavisindi og listir Að málþinginu standa þeir sem rökræddu myndhvörf í málstofu fs- lenskuskorar haustið 2004, og Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar. Mál- þingið er helgað minningu Þorsteins Gylfasonar sem „kynti sleitulaust undir rökræðunum" í námskeiði Bergljótar Kristjánsdóttur, eins og segir í tilkynningu. Minnið er safn Haukur Ingvarsson er einn þeirra sem tekur til máls, en hans erindi ber yfirskriftina Sjálfs-Mynd-Hverfing. Hann segir í örspjalli við menningar- síðu að hann hafi einungis ætlað að reka inn nefið á námskeiði Bergljótar og Þorsteins, en það hafi engan veg- inn verið hægt að hætta. „Þorsteinn heitinn var í essinu sínu allan tímann. Hann og Bergljót lögðu til kenningagmndvöll nám- skeiðsins en margir héldu þar erindi til þess að skýra hvers lags fyrirbæri myndhvörfin em," segir Haukur og bætir við að mörg myndhvörf notum við án þess að hugsa út í hvað við emm að segja; svo sem að einhver taki hliðarspor eða að lífið sé vegferð, en önnur séu langsóttari og flóknari. »Ég legg upp með vangaveltur sýningu vera „sjálfhverfur". Ég byggi á mín- um reynsluheimi, vísa til sýningar sem er til í mínum huga en ekki ann- arra. Spurningin er líka hvenær myndhvörfin varpa ljósi á eitthvað og hvenær við teygjum okkur svo langt að þau hætti að segja nokkuð. Þegar myndhverfingin verður það þoku- kennd að við sjáum ekki lengur neitt úr úr henni. Svona geta myndhvörfin bæði verið einstaklings- og menn- ingarbundin - eins og það em til ótal mismunandi hugtök yfir snjó eftir því hvar maður er staddur á jarðarkringl- um sem ég sá á British Museum," segir Haukur. „Gmnd- vallarsetn- mgin verður „Minnið er safrí" en ég ætla að leika mér svolítið með orðin „sjálfs- mynd“ I Þorsteinn Gylfason I prófessor Varí essinu I sinu I málstofunni i I hitteðfyrra og honum er I málþingið titeinkað. og „mynd- hverf- ing" °g það að Læknavísindi og listir Guðrún Lára Pétursdóttir ætlar á málþinginu að halda erindið De rer- um natura - Um sjúkdóma og myndhvörf. ,;Mér fannst þetta áhugavert efríi, vegna þess að læknavísindi og myndhvörf hljóma sem andstæður," segir hún. „Læknavísindin em í hug- um flestra tengd rökhyggju og talin fela í sér ófrávíkjanlegan sannleika, þau fjaila um eitthvað sem er hægt að rannsaka og skilgreina. Mynd- hvörf eru hins vegar gjarnan tengd listum, sem er mun óræðara fyrir- bæri og yfirleitt víðs fjarri þegar maður hugsar um raunvísindagrein- ar.“ Guðrún Lára segir að það hafi fljótlega komið í ljós að allt er útvað- andi í myndhvörfum í orðræðu læknavísindanna. „Bæði sjúkdómar, líkamsstarfsemi og líkamspartar em nefndir með myndhvörfum og nær- tækasta dæmið er e.t.v. hamar, steðji og ístað í innra eyranu - sem draga nöfn sín bæði af útliti fyrirbæra sem við þekkjum öll og eins starfsemi sinni. Auk þess em flóknari og fræði- legri heiti beinlínis dregin af mynd- hvörfum og auðvitað er myndmálið oft gagnlegt í því skyni að hj álpa okk- ur að skilja líkamann, starfsemi hans og ýmsa sjúkdóma. En líka getur myndmálið verið til trafala t.a.m. þegar neikvæðar og óhugnanlegar myndir festast við ákveðna sjúk- dóma. Líkaminn sem vígvöllur Guðrún Lára segir að það sem vafalaust hafi vakað fyrir þeim sem fundu upp heitin að þau ættu að vera lýsandi fyrir fólk og geta þá skýrt flókna hluti á auðveldan máta, þó að þau hafi tekið með sér neikvæða strauma. Hugmyndin um krabbann sem dýr með klær, sem étur fólk að innan, eykur t.a.m. enn á óhugnað sjúkdómsins sem við hann er kennd- ur. Nú á dögum hafa þó ákveðnar breytingar orðið og myndhverfð heiti sjúkdóma eru á undanhaldi; til að mynda er talað um berkla í staðinn fyrir tæringu af augljósum ástæðum, og ég hef heyrt að alnæmissjúklingar og aðstandendur þeirra hafi komið með sérstakar óskir um að heitið eyðni sé ekki notað vegna neikvæðra hugmynda sém loða við það og mót- að geta bæði sjálfsmynd sjúklingsins og ímynd hans í augum samfélags- Stríðsmyndmál í tengslum við sjúkdóma kemur Guðrún Lára líka i inn á í erindi sínu. „Við tölum gjarnan um að fólk stríði við eða eigi í baráttu við illvíga sjúkdóma, það lúti í lægra haldi fyrir þeim, það hafi unnist sigur þegar lækningu er náð o.s.frv. Það þarf ekki annað en að renna yfir minningar- greinamar til að sjá ijölmörg dæmi um þetta". Guðríin segist í skrifum sínum m.a. nýta sér kenningar Susan Sontag, sem skrifaði bókina lllness as Metaphor og fjallar einmitt um þess konar myndmál. „I erindi mínu velti ég því fyrir mér hvernig baráttu- og stríðsmynd- mál hefur áhrif á það hvemig við hugsum um sjúkdóma og sjúklinga, hvaða áhrif það hefur að lfta á lík- amann sem vígvöll og hvemig ýmsir, bæði sjúklingar og fræðimenn, hafa bmgðist við þessu neikvæða mynd- máli," segir hún að lokum. Dagskrá málþingsins Kl. 10.00-11.05 Ráðstefnan sett: Bergljót S. Kristjánsdóttir Fyrsta málstofa: Pétur Gunnarsson: Paradisarmissir, pargdis- arleit, paradísarheimt Davið Erlingsson: Nykrað Bergljót S. Kristjánsdóttir: Þankar, mynd- hvörf Kl. 11.20-12.30 Önnur málstofa: Jón Karl Helgason: Orðaleikir sem mynd- hvörf Guðrún Lára Pétursdóttir: De rerum natura - um sjúkdóma og myndhvörf Sigurrós Eiðsdóttir: Hnakkar og treflar Linda Vilhjálmsdóttir: Prinsessa um borð Sverrir Árnason: Einar Benediktsson i skyn- sambandi við alheiminn Haukur Ingvarsson: Sjálfs-Mynd-Hverfing Kl. 14.05-14.20 Kaffihlé annarleiki. Um myndhvörfí Kjötbænum eftir Kristínu Eiríksdóttur Benedikt Hjartarson: Draumurinn um hinn ómyndhverfa mann. Myndhvörfog konkretljóð Kl. 11.05-11.20 Kaffihlé KI.12.30 -13.00 Matarhlé Kl 13.00-14.05 Þriðja málstofa: Kl. 14.30-15.30 Fjórða málstofa: Hjalti SnærÆgisson:Stofninn og laufið. Myndhvörfum gróðurog tungumál. Elisa Jóhannsdóttir: Líkami, hryllingur og Kl. 15.45-16.30 Fimmta málstofa: Ingi Björn Guðnason: Bókin er borg Andri Snær Magnason: Að hugsa ekki á ís- lensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.