Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 49
Menning DV
>
LAUGARDAGUR 25. MARS2006 49
I
aíEaí;ís::j&:'.«;í;
„Þóra Jónsdóttir er kona sveitarinnar og ósnortinnar náttúru. í þessari náttúru
fer fram sjálfstæö og meðvituð hugsun þar sem manneskjan þvælist skilnings-
vana um,“ segir Davíð A. Stefánsson m.a. í dómi sínum um ljóðasafnið Landið í
brjóstinu.
Tíöni trölla
Landið í brjóstinu er safn úr-
valsljóða Þóru Jónsdóttur frá Laxa-
mýri og spannar þrjátíu ára ritfer-
i£l hennar. Þótt ljóð Þóru skelli
ekki með látum á skynfærunum og
virki helst til meinlaus á köflum er
í þeim að finna sterkan þráð og
grundvallartrú, einkum á náttúr-
una og börn.
í fyrstu bók Þóru, Leit að tjald-
stæði (1973), velkist ljóðmælandi
um í einsemd og sjálfsskipaðri út-
legð. Sterkt fyrsta ljóð bókarinnar
gefur tóninn:
Blindvegur
Hérognú
er leiðarendi
á blindveginum
Án samferðafólks
siæ ég tjaldi mínu upp fyrir
nótt
ina
og læt fyrirberast
við enda þessa vegar
sem ekki liggur til baka
(bls. 6)
Ljóðmælandi er átakanlega
fastur í tjaldi á átakanlegum blind-
punkti. Og tjald er ekki hús og ekki
heimili, heldur næfurþunnt, tíma-
bundið og viðkvæmt skjól sem er
staðsett í miðri náttúrunni. Afstað-
an til heimilis er líka mjög spennu-
þrungin í ljóðasafninu: „I öllum
vistarverum/er falið rými" (bls.
346); „í húsi mínu er herbergi autt
[...] Ég veit það fyllist brátt/af fá-
nýti“ (bls. 282). Heimilið kemur
fram sem nokkurs konar fangelsi
eða munaður sem ljóðmælandi á
ekki skilið og jaðrar sig jafnvel
sjálfur frá.
íhugul og yfirveguð
Skáldskapur Þóru getur virkað
nokkuð einfaldur, en þó glittir í und-
irdjúp tungumálsins nógu oft til að
heildin virki. Ljóðin em íhugul og yf-
irveguð, yfirleitt nokkuð þung í tóni
og boðskap, og sjaldan bregður fyrir
óbeislaðri gleði: „Nálægt hengiflug-
inu/hafa fætumir neitunarvald/Aðrir
fá vængi/á bjargbrún" (bls. 330). Það
er einna helst í ljóðum um böm og
náttúruna sem greina má jákvæða
strauma. Ljóðmælandi elskar böm
og virðing hans fyrir þeim er ómæld.
Sú andakt sem allir foreldrar hljóta
að finna fyrir gagnvart ungu bami
kemur víða fram, hvort sem er
snemma á ferli Þóm: „Vegna bams
sem enginn þekkir/hafa allir dagar
tilgang" (bls. 44) eða í síðustu bók
hennar, Einnota vegur:
Lofthjúpurirm
tekur nákvæm tmál
afhverju nöktu mannsbami
Andardráttur og faðmlög
eiga sína þyngd
U
(bls. 349)
Þótt ógnin sé oft handan við
homið og jarðskjálftar láti á sér kræla
hefur náttúran gríðarlega fallegt og
fjölbreytilegt andlit í ljóðunum, skýr-
an og einfaldan tilgang með tilveru
sinni: „Ekkert tré vill vera annað en
það er" (bls. 300). Náttúran hefur
fullgerðan, sjálfstæðan vilja; ber virð-
ingu fyrir öllu lífi og þjónar því af
heilindum: „í fjörunni rekst ég á
stein/úr síðasta brimi/Hann er shp-
aður fyrir hönd mína" (bls. 328).
Ljóðabækur Þóm, níu talsins,
mynda þannig nokkuð þétta heUd og
innan hennar er sama tón að finna.
Eina feUsporið er Línur í lófa (1991)
Sr '
Þóra Jónsdóttir skáld-
kona Ljóðasafnið spannar
þrjdtíu dra ritferil hennar.
tilliílfiítlí?
þar sem skáldið setur sig í nýja stell-
ingu gagnvart ljóðinu. Sú bók virðist
skrifuð vísvitandi inn í þema endur-
minninga sem em ætluð bömum
ljóðmælanda sem er þjakaður af
samviskubiti uppalandans:
Oft keypti ég af ykkur þægð og
sagði
Efþú gerir þetta eða hitt
efþú verðursvona ogsvona
þá skal ég segja þér allt fheimi
[...]
Nú vil ég segja eitthvað afþví
sem églofaði þá en gerði ekki
því annað virtist brýnna
[...]
(bls. 204)
Með því upphefst löng vegferð
um æsku ljóðmælandans. Því miður
tekst leikurinn með formið ekki - af
rúmlega sextíu ljóðum em varla
meira en fimm sem ná einhverju
flugi, og sterkust allra em upphafs-
og lokaljóð bókarinnar sem ramma
inn efnið. önnur ljóð ná lítilli dýpt,
mUdð er um upptalningar og þurrar
lýsingar á sveitinni: „Á bænum okkar
em tvennar útidyr/Að austanverðu
er gengið imtí eldhúsið um skúr/Útí-
hurð með klinku og loku að inn-
an/Mamma gerir krossmark á dym-
ar/þegar læst er að kvöldi" (bls. 205).
Útkoman verður - þrátt fyrir fallegt
yrkisefni - eins og ljósmyndasafn í
orðum; því miður vantar neistann í
Salka útgófa
Safn Ijóða Þóru
Jónsdóttur
2005
Ljóðlist
myndimar svo þær virka helst eins
og iðnaðarljósmyndir.
Kona sveitarinnar
Það fer ekkert á mflli mála að Þóra
er kona sveitarinnar og ósnortinnar
náttúm. í þessari náttúm fer fram
sjálfstæð og meðvituð hugsun þar
sem manneskjan þvælist skUnings-
vana um, sér ómeðvituð um að ,,[v]ið
nemum ekki tíðnina/þegar tröU kaU-
ast á", eins og kemur ffam í ljóðinu
DagtröU (bls. 185). í sama ljóði held-
ur ljóðmælandi sig heyra Esjuna
bjóða öðm fjalli góðan dag, en virðist
átta sig á hættunum sem fylgja því að
lifa of ntíkið í dagdraumum náttúm-
unnandans: „Þá opnaði ég rás-
ina/svo ég yrði aftur/eins og við hin".
Útgáfa Sölku á ljóðasafni Þóm
Jónsdóttur er þörf og tímabær, en
gjaman hefði mátt fylgja safninu úr
hlaði með upplýsandi formála. Yfir
það heUa tekið em ókostir ljóða Þóm
skortur á hrynjandi og hljómi; þau
em helst tíl lágreist, hógvær og blátt
áfram og skortir þar með vissa dýpt
eða áhrifamátt.
DavíðA Stefánsson
I Eitt verka Lilju Kristjáns-
Idóttur Sýning hennar í Gaii- |
| eri Fold nefnist Copy/Paste.
iqaleqa
diraffólki
Drunqaleqar
myn
I dag kl. 15 opnar Lilja Krist-
jánsdóttir málverkasýningu í
Baksalnum í Galleríi Fold við
Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir
Lilja Copy/Paste.
Eftir að Lilja útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1996 málaði hún einkum
drungalegar myndir af fólki.
Helstu áhrifavaldar hennar voru
forfeður hennar, ættmenni og
ljósmyndir Þorsteins Símonar-
sonar. í dag eru forfeðraminnin
að mestu horfin en drungalegar
persónur og munstur gamalla
muna komin í stað þeirra.
Þetta er fjórða einkasýning
Lilju, en sýningin er hluti af sýn-
ingaröð ungra myndlistarmanna
í Galleríi Fold og stendur til 9.
aprfl.
LUja Kristjánsdóttir er fædd
1971 og stundaði nám á lista-
braut Fjölbrautaskólans í Breið-
holti 1988-92, Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1993-96 og
sem Nordplusnemi við Konung-
lega ListaháskóJann í Stolck-
hólmi 1996.
Opið er í Galleríi Fold dag-
lega frá kl. 10 til 18, laugardaga
frá kl. 11 til 16 og sunnudaga frá
kl. 14 til 16 meðan á sýningunni
stendur.
MY NAME IS EARL
MIÐVIKUDAGA KL 21:00
TRUIRPU
Á KARMA?
Earl ætlar sér að bæta upp fyrir
öll þessi ár sem hann hefur eytt
sem alger skíthæll. Einn vinsælasti
gamanþátturinn í USA.
FYLGSTU MEÐ!
*
1