Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 19
r DV Sport LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 19 Mars-æðið í bandaríska háskóla- boltanum er í fullum gangi og nú geta íslenskir körfuboltaáhuga- menn fylgst með gangi mála á NASN-stöðinni á Digital ísland. I Of mikill hraði Þaö ermikill hraði í leikjunum og hérsýnir Marcellus Sommerville hjá Bradley Braves tilþrif íhraða- upphlaupi. NordicPhotos/Getty ijjk ' D :\j ffit , « ] * i y h t ! 11 'f 1 inlmilll 1U Nú er gósentíð áhugamanna um bandarísku háskólakörfuna gengin í garð. March Madness, eða marsfár- ið, hófst í síðustu viku eins og und- anfarin ár. March Madness er afar viðeig- andi gælunefni sem hefur náð að festast við úrslitakepnni bandan'ska háskólaboltans. I upphafi eru 65 lið en aðeins eitt stendur uppi sem sig- urvegari - NCAA-meistarar. Fyrir- komulagið er ansi ólíkt úrslita- keppni NBA, í stað þess að leika sjö leiki heima og að heiman er aðeins leikinn einn leikur á hlutlausum velli. Þetta gerir það að verkum að meiri möguleikar eru á því að eitt- hvað af litlu liðunum komi á óvart og komist lengra áfram í keppninni en ætla skyldi. Baráttan er gríðarleg. Menn leika af ástríðu I Bandaríkjunum þykir háskóla- boltinn alls ekki síðri en NBA. En hvernig stendur á því? Er ekki hægt að reikna með því að þar sem bestu leikmenn háskóladeildarinnar eru valdir til þess að leika í NBA sé NBA- deildin miklu betri? Háskóladeildin er svona vinsæl vegna þess að í henni leika menn af ástríðu. Það er ekkert annað en leikurinn sjálfur og þörfin fyrir að sigra sem leikmenn hugsa um. Allir eru að berjast vegna þess að með fyrsta tapi fellur liðið úr keppni. Aðalástæðan fyrir því að meiri ástríða virðist vera í háskóla- boltanum er þó líklega sú að þar fá leikmenn ekki greitt fyrir að leika. Þeir fá aðeins greitt með því að standa sig vel og sigra. Ef leikmaður stendur sig vel á háskólastigi kemst hann í NBA og fær borgað fyrir það, en ekki þangað til það er búið að velja hann í nýliðavalinu. Aðeins fjögur ár í boði Önnur ástæða fyrir því að leik- menn virðast leggja sig meira fram á vellinum er sú að hver leikmaður fær í mesta lagi 4 ár til þess að vinna NCAA-titilinn. Magic talaði alltaf um NCAA-titilinn sem þann sem honum tókst að vinna en Larry Bird mistókst. Að sama skapi er Bird enn- þá að tala um að það sé titillinn sem hann hefði hvað mest langað til að vinna. Vissulega eru fleiri stig skoruð í NBA, leikmenn troða oftar þar og til- þrifin eru oftast meiri. En hinn sanni körfuboltaandi kemur líklega hvergi betur fram en í NCAA-úrslitakeppn- inni. Þar sem allt liðið leggst á eitt til þess að ná settu marki. Þar sem leik- ið er allt þar til lokaflautið gellur. Þar sem stjörnur framtíðarinnar fæðast. Framtiöarstjornur Framtiðarstjörnur NBA- deildarinnar eru i aðalhlut- verkum i háskólaboltan- um. NordicPhotos/Getty Mikil spenna Þjálfararlið- anna taka mikinn þátt i leikn- um sem og varamenn eins og sést vel hér. NordicPhotos/Getty Deildarmeistararnir komnir í 1-0 unnuseinm Deildarmeistarar Hauka komust í hann krappan gegn bikarmeisturum ÍS í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna en unnu að lokum 10 stiga sigur, 76-66. Haukaliðið byrjaði vel og komst í 8-0 en Stúdínur unnu næstu 16 mínútur _ leiksins 38-22 og voru _ komnar átta stigum yfir í _ ^ hálfleik, 38-30. Helga Þorvaldsdóttir skoraði 18 v stig með þriggja stiga skotum á þessum kafla og Signý Hermannsdótt- ir lokaði teignum og varði alls 7 skot í hálfleikn- um. Signý skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks og kom IS tíu stigum yfir, 40-30 en þá var eins og hið unga lið Hauka næði úr sér skrekknum. Þær skoruðu 11 stig í röð og 15 gegn aðeins 1 og voru fimm stigum yfir fyrir lokaleik- hlutann, 55-50. Tvenna hjá Megan Meg- an Mahoney skoraði 14 af 18stigum sínum i seinni hálfleik og tókaukþess 13 fráköst. DV-mynd E. Úl. Haukar skoruðu síðan sex fyrstu stig hans og eftir það var leikur- inn í þeirra höndum. Megan Mahoney var með 18 stig og 13 fráköst hjá Haukum, Helena Sverrisdóttir bætti við 18 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum en það skipti liðið gríðarlega miklu máli að ná 22 sóknafráköstum og fá þar með 15 fleiri skot en ÍS. 1 Maria Conlon var langat- k kvæðamest hjá ÍS með 25 J stig, 10 fráköst, 5 \ stoðsendingar og 5 stolna bolta og Helga Þor- I valdsdóttir átti ótrúlegar 113 mínútur þar sem hún ■■ setti niður sex af átta þriggja stiga körfum sínum en náði ekki að fylgja því eft- ir í seinni hálfleiloium. Signý Hermannsdóttir var einnig mjög sterk í vöminni með 14 fráköst og 9 varin skot en IS þarf meira en 7 stig frá henni í sókninni ætli liðið sér í oddaleik. Alfreð Gíslason valdi sinn fyrsta landsliðshóp í gær Fjórir EM-farar í kuldanum hjá Alfreð Fyrsta verkefni Alfreðs Gíslasonar verður að kalla saman æfingahóp landsliðsins í Magdeburg um pásk- ana en hann kynnti val sitt á hópnum í gær. Athygli vekur að fjórir úr EM- hópi Viggós Sigurðssonar voru ekki valdir, þeir Vilhjálmur Halldórsson, Sigurður Eggertsson, Heimir Öm Árnason og Þórir Ólafsson. Vilhjálm- ur var reyndar búinn að lýsa því yfir að hann myndi ekki spila með lands- liðinu á nýjan leik fyrr en Viggó hætti en þó svo að nýr maður sé tekinn við þarf hann að bíða eitthvað lengur eft- ir kallinu. Að sama skapi em nokkur ný og gömulkunn andlit í landsliðinu á nýj- an leik en enginn nýliði er í hópnum. Einar Örn Jónsson er kallaður inn á nýjan leik sem og Ragnar Óskarsson, sem lék síðast með landsliðinu í júní 2004. Viggó Sigurðsson valdi hann aldrei í landsliðið meðan hann var við stjómvölinn. Þá hefur Alffeð kall- að á Sverri Bjömsson sem hefur verið Alfreð Gíslason Valdi 20 leikmenn iæf- ingahóp landsliðsins igær. DV-mynd E. Ól. umdeilanlega besti vamarmaður DHL-deildar karla. Hópur Alfreðs Gíslasonar Markverðin Roland Eradze Stjarnan Birkir ívar Guðmundsson Haukar Hreiðar Guðmundsson KA Útileikmenn: Vignir Svavarsson Skjern Jaliesky Garcia Göppingen Sigfús Sigurðsson Magdeburg Sverrir Björnsson Fram Arnór Atlason Magdeburg Guðjón Valur Sigurðsson Gummersbach Snorri Steinn Guðjónsson Minden Ólafur Stefánsson Ciudad Real Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt EinarÖrn Jónsson Torrevieja Alexander Petterson Grosswallstadt Baldvin Þorsteinsson Valur Róbert Gunnarsson Gummersbach RagnarÓskarsson US Ivry Logi Geirsson Lemgo Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ásgeir Örn Hallgrímsson Lemgo Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.