Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 15
DV Fréttir LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 15 ; c Hjördís og Sigríður hljóta einkunnir samkvæmt gamla kerfinu, skali sem kallaður er tvöfaldur öster og er skali á bilinu - 23 upp í 16. Páll og Þor- geir Ingi hljóta hins vegar einkunn samkvæmt tugakerfinu. Talsverð reiknikúnst er að yfirfæra einkunnir milli þessara skala því taka verður allar einingar inn í dæmið. En samkvæmt upplýsingum frá Nemendaskráningu er það svo að 12,5 er átta á tugaskala - en það er ekki svo einfalt því 13 er líka átta. Þannig er ekki vitað hver hefur tekið hæsta próf í lögfræði á Islandi. Allir eru umsækjendur með 1. einkunn. Páll Hreinsson ... er prófessor við lagadeild HÍ. Fæddur i Reykjavik árid 1963. Hann er forseti laga- deildar Hiog med doktorspróf sem gerir hann óneitanlega hæfastan meðal um- sækjenda. En menn hafa fyrir satr að Póll sé ekki meðal vina Björns. En hvort það skiptir máli nú þegar Geir Haarde skipar er erfitt að meta. Hins vegar hefur ekki vafist fyrir dómsmálaráðherra eða stað- gengli hans að skipa menn með lægri einkunn. Skömmu áður en Ólafur Börkur var skipaður hæstaréttardómari var regl- unum breytt. Nú dugar 2. einkunn til að verða skipaður dómari við Hæstarétt en Ólafur Börkur er einmitt með eina slíka. Páll útskrifaðist árið 7 988 með I. ein- kunn, 8,17. Sigríður Ingvarsdóttir ... er héraðsdomari við heraðsdom Reykjavíkur. Hún er fædd i Reykjavik árið 7 949. Hún er óumdeild i starfi og talin vammtaus dómari. Og kona sem skiptir verulegu máli. Sigriður litskrifaðist árið 7 977 með I. einkunn. Meðaleinkunn 12,44 stig. Hjördís Björk Hákonardóttir ... er dómstjóri við Héraðsdóm Suður- lands. Hún er fædd árið 7 944 i Reykja- vik. Hjördís hefur áður, sem frægt er orðið, sótt um stöðu við Hæstarétt en fékk ekki. Hún kærði til jafnrettis- nefndar og fékk skaðabætur með sátt úr hendi Björns Bjarnasonar upp á tæp- ar tiu milljónir. Þeir eru til sem halda því fram að hluti samkomulagsins hafi verið sá að hún fengi næstu stöðu sem losnaði við réttinn. Hjördis útskrifaðist frá lagadeild 1971 með l.einkunn. Útskrift 1971. Meðal- einkunn. tvöfaldur öster, 12,32 stig. Þorgeir Ingi Njálsson ... er héraðsdómari í Reykjanesi. Fædd- ur i Stykkishólmi árið 1960. Hann eryf- irlýstur sjálfstæðismaður og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flakkinn. Hann er giftur Kristjönu Aradóttur og er þvisvili Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur. Hann er eini hinna fjögurra um- sækjenda sem er sterktengdur núver- andi valdhöfum Sjálfstæðisflokksins. Auk þess nefna menn að hann er náinn vinur Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara i Baugsmálum. Þor- geir Ingi sat meðal annars i bæjarstjórn Selfoss fyrir flokkinn. Þorgeir útskrifaðist frá lagadeild árið 1985 með I. einkunn, 7,46. Ólafur Börkur Þorvaldsson Skipaður hæstaréttardómari frá sept- ember 2003. Cand juris frá Hl 1987 með II. einkunn, 7,16. Jón Steinar Gunnlaugsson Skipaður hæstaréttardómari frá októ■ ber 2004. Cand juris 1973 frá Hl með I. einkunn, fvöfaldur öster, 13,32 stig. Skipaður hæstaréttardómari frá april 2006 vilja aðrir sem DV ræðir við veðja á Hjördísi og er þá litið til kynferðis og ekki síður sögunnar, en forsagan skiptir hér máli. Níu milljóna samkomulag við Hjördísi Óhætt er að segja mikið hafa gengið á undanfarin ár þegar dómarar hafa verið skipaðir við Hæstarétt. Ólafur Börkur Þor- valdsson var skipaður 1. september 2003 og Jón Steinar Gunnlaugsson var skipaður 15. október árið 2004. Eiríkur Tómasson sótti um þá en voru þá uppi rök fyrir ráðningu Jóns Steinars að hann væri praktiserandi lögmaður. Það kann að skipta máli núna því Páil Hreinsson er eini háskólamað urinn í hópnum. Þegar Ólafur Börkur var skipaður sótti Hjördís Björk um. Hún kærði skipan Ólafs og úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Bjöm Bjamason dómsmálaráð- herra hefði þá brotið jafnrétt- islög með því að ganga ffam hjá henni. Samkomulag tókst milli þeirra með því að hún tók sér ársleyfi frá störfum á launum. Morgunblaðið metur það sem svo að samkomulagið kosti hátt í 9 milljónir. Björn fellur í ónáð hjá Davíð Þessi málarekstur allur er til þess að Bjöm er nú vanhæfur sem og féli það í hlut Geirs að skipa Jón Steinar. Þeirri spum- ingu er ósvar- að hvað Svala Thorlacius Telur þetta enga spurningu: Hjördis verður ráðin. olli því að Bjöm skipaði Ólaf Börk sem þótti síst hæfur með- al þeirra sem sóttu um á sínum tíma. Bjöm bæði tók á sig mik- inn pólitískan skell með skipan- inni sem og málaði sig út í hom hvað embættisfærslur varðar. Var mikið um það skrifað að Ólafur Börkur hefði það sér helst til ágætis að vera frændi þáverandi for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Heimildir DV herma að það skipti máli þegar Bjöm skipaði óvænt Ragnheiði Torfadóttur rektor við MR, 7. apríl 1995. Meðal umsækj- enda þá var Ólafur Oddsson menntaskólakenn- ari. Svo sjálfsagt mun Davíð hafa þótt að Ólafur fengi stöðuna að hann hafði ekki fyrir því að árétta það við Bjöm. Svo mjög varð Davíð við, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV, að hann horfði í gegnum Bjöm næsta árið, yrti hvorki á hann né svaraði símhringingum hans. Þessi meðferð varð svo til þess að Bjöm hikaði hvergi, þótt það væri gegn öllu öðm, að skipa ÓlafBörk. Kynferðið mun skipta máli Fyrirliggjandi er að nú er það plús að vera kona. Bæði í ljósi þess að Hjördís Hákonardóttir vann mál gegn Bimi Bjömssyni fyrir jafn- réttisnefhd, en hún kærði skipan Ólafs Barkar. Lára V. Júlí- usdóttir hæstarétt- arlögmaður segir þetta lítið samfélag. Og eigi ekki gott með að tjá sig um málið Bæði sé að einn um sækjenda sé mjög góð vin- kona hennar auk þess sem hún við háskólann. Og þar er Páll Hreinsson yfir- maður hennar. „En það er kona að hverfa úr réttinum. Og það em væntingar hjá okkur kon- um í þessari stétt í þá átt,“ segir Lára. Lára telur reyndar Hæstarétt taka sínar ákvarðanir burtséð frá því hvað menn í stéttinni tali. En vísað hefur verið til þess að kynjahlutfall- ið í Hæstaréttí sé ekki konum í hag. Þar hefur Guðrún ein setið meðal karlanna. Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaður er hins vegar ekkert að flækja málin í samtali við DV: „Ég held að það verði Hjördís Hákonardótt- ir sem verður ráðin. Held að það sé engin spum- ing.“ jakob@dv.is Miklir áhugamenn u átt Forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru allir löglærðir. Björn mhæfanogGeirmunskipa.Björn kom sér i bobba með þvi að skipa frænda Daviðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.