Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Fréttir DV Gleymdi barni sínu í bíl Listi yfir kröfurnar sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, gerir er hann gistir á hótelum hefur komist í dreifingu. Athygli vekur að Cheney vill að öll sjón- vörpin á hótelsvítunum sem hann gistir á séu stillt á FOX News. Einnig vekur at- hygli að hann vill hafa hitastigið nákvæmt stillt. Joseph Sander var á leið með lest í vinnu þegar það rann upp fyrir honum að hann hafði gleymt 7 mánaða barni sínu í bíl. Sander lagði bílnum við lestarstöðina og stökk inn. Þegar hann var kominn langt á leið fékk hann það á tilfinn- inguna að eitthvað væri að. Svo kom í ljós að hann hafði skilið bárnið eftir. Hann tók næstu lest til baka, en þá höfðu áhyggjufullir vegfarend- ur hringt á slökkviliðið sem opnaði bflinn og bjargaði barninu. Sander gæti fengið 30 daga í fangelsi og 40 þúsund króna sekt. Labrador grunaður Hinum 14 ára gamla Nathan Ferro brá heldur betur í brún þegar honum var skellt í jörðina er hann var á gangi í garði náiægt heimili sínu í Erith í Kent á Englandi. Sam- sung-síma hans var rænt, en ræn- inginn var labra- dor-hundur, að sögn Nathans. Síminn fannst reyndar skammt frá, með tannaför- um. Nathan og faðir hans David höfðu samband við lögreglu, því þeir segjast vissir um að hundurinn hafi verið sérstaklega þjálf- aður til verksins. Stalst í flugvél Cathrene Chow hefur verið ákærð fyrir að stelast inn í flugvél, sem var á leið- inni frá St. Louis til Austin í Bandaríkjunum. Flugið var fullbókað, en Chow var á biðlista til að komast í hana. Ekkert losnaði svo Chow laum- aðist inn í vél- ina. Hún faldi sig inni á kló- settinu í flug- taki. Þegar maður bank- aði á klósett- hurðina, fór hún út og settist í hans sæti. Svo þegar hann kom til baka og annar fór á kló- settið skipti hún um sæti. Þetta gerði hún þangað til henni var náð. Hún er nú í gæsluvarðhaldi, því fflcni- efni fundust á henni. „Það er frábært á Akureyri, “ j segir Selma ósk Höskulds- | dóttir, nýkrýnd fegurðar- drottn- ing Norð- urlands.„Það er llka æðislegt veður á Akureyri. Svo er líka voðalega rólegt, þetta er allt annað en Reykjavík, miklu þægilegra. Mér finnst Akureyri vera plnkulltil stórborg og tví- mælalaust frábærasti bærinn á landinu." Landsíminn Perrier Lynne Cheney vill fá tvær flöskur afsódavatni. Dick Cheney vill öll sjónvörp stillt a Fox News „Cheney vill fá New York Ttmes, USA Today og Wall Street Journal." Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, vill hafa öll sjónvörp á hótelsvítum sem hann gistir stillt á fréttastöðina FOX News. Þetta er ein af þeim kröfum sem hann leggur fram þegar hann gistir á hótelum er hann ferðast á ráðstefnur og fleira slíkt. Al- gengt er að poppstjörnur hafi svona lista, en varaforsetinn hefur greinilega sínar kröfur. Þá þykir það tíðindum sæta að Cheney setur það sem skilyrði að hótelsvítan sé nákvæmlega 20 gráðu heit. Cheney vill einnig hafa heitt kaffi á könnunni þegar hann kemur. Reyndar vill hann hafa kaffið sitt koff- einlaust. Sama má segja um gos- drykkina sem hann biður um. Hann vill koffein- og sykurlaust Sprite, fjór- ar kaldar dósir. Þegar Lynne Cheney, eiginkona hans, ferðast með honum eiga að vera tvær flöskur cif sódavatni. Þá annað hvort Calistoga- eða Perri- er-sódavatn. Tekur ekki við gjöfum Á listanum er tekið ffam að hygg- ist hótelin gefa Cheney gjafir þurfi að láta aðstoðarkonu hans vita. Að sögn aðstoðarkonunnar, Jennifer May- field, er þetta gert svo að hægt sé að afþakka allar gjafir. „Varaforsetinn vill engar gjafir. Þess vegna er þetta tekið fram," segir Jennifer. Að sögn aðstoðarkonunnar þarf Cheney að ferðast mikið og gistir því mikið á hótelum. Því sé þessi listi sjálfsagður hlutur. Veitti Fox viðtal Athygli vekur að þegar Dick Chen- ey varð fyrir því óláni að skjóta veiði- félaga sinn, fyrr á árinu, talaði hann aðeins við fréttastofu Fox um málið. Það gerði hann, þrátt fyrir mikið íjöl- miðlafár. Greinilegt er því að Cheney heldur sérstaklega upp á þessa sjón- varpsstöð. Á þeim lista sem komist hefur í dreifingu er einnig handskrifuð at- hugasemd: „Cheney vill fá New York Times, USA Today og Wall Street Journal." Ákveðnar kröfur Dick Cheney hefur ákveðnar kröfur þegar hann gistirá hótelum. KROFUR DICKS CHENEY: Fjorar dósir Dick Cheney vill fá fjórar dósir afkoffein- og sykurlausu Sprite. Tvíbreitt rúm (í sérherbergi). Skrifborð með stól. ' Einkabaðherbergi. v/ÖII Ijós kveikt. ' Hitastigið 20 gráður. ‘ Öll sjónvörp stillt á Fox News. (Látið aðstoðarmenn vita ef um er að ræða gervihnatta- eða kapal- sjónvarp). ' Örbylgjuofn. J Kaffivél. (HAFA KOFFEINLAUST KAFFIÁ KÖNNUNNI) ■^llát fyrir ísmola. (Láta vita um staðsetningu á ísmolavél). ' Flöskuvatn (fjórar tii sex flöskur). V „ I......,______________ Sykur- og koffeinlaust Sprite, fjórar dósir. Sódavatn (Calistoga eða Perrier), 2 flöskur - ef Lynne Cheney er með í för. ' Matseðill hótelsins. (Einnig á að senda hann til aðstoðarmanna áður en Cheney kemur.) Lynne Cheney Eiginkona Dicks, vill sódavatn. Skóli fyrir víðsýna Rússa Þjóðverjar gætu fengið þunga refsingu Læra að bregðast við geimverum Tveggja ára dómur fyrir niðurhal „Við kennum fólki hvemig á að koma auga á geimskip," segir Tatíana Markova, sem situr í stjóm skóla fyrir áhugamenn um geimverur sem ný- lega var opnaður í Toglattí í Rúss- landi. Tatíana segir að fólki verði einnig kennt að bregðast við því að sjá geim- verur. „Viðbrögðin em mikilvæg. Við kennum fólki hvað það á að gera þeg- ar það hittir vem frá annarri plánetu." Skólinn var opnaður í kjölfar þess að mörg einkennileg mynstur fóm að myndast á ökrum í kringum borgina. Mikill áhugi er því á slíkum málum í nágrenni skólans. Markova segir að í skólanum verði þetta rannsakað vísindalega og fólki kennt um helstu tegundir af geimskipum. „Við höfum rannsakað allar helstu tegundir af geimferjum. Við erum með mynd- bönd af slíkum farartækjum. Tii dæmis eigum við mikið af myndefni með geimskipum sem tilheyra teg- und sem nefnd er Belgíski þríliy ingurinn. Þannig geimskip sjást oft við borg- inaokkar." Geimverur Mikilvægt er að vita hvernig bregðast á við, skyldi maður rekast á veru fráöðrum hnetti,aðsögn TatiönuMarkovu. Ný lög voru samþykkt í Þýska- landi skömmu fyrir helgi sem eiga að sporna við niðurhali á kvilcmynd- um í landinu. Tölvuþrjótar eiga á hættu að fá tveggja ára fangelsi fyrir að brjóta þessi nýju lög. Kvikmynda- markaðurinn í Þýskalandi er sá stærsti í Evrópu en þar í landi er tölvukunnátta einnig mikil og mikið um að fólk sæki sér kvikmyndir og tónlist á netið. Talið er að Þjóðverjar sæki sér 20 milljón kvikmyndir á netið á ári hverju. Oft eru það kvikmyndir sem ekki hafa enn verið sýndar í kvik- myndahúsum landsins. Patrick von Braunmul, for- maður neytendasamtaka Þýska- lands, er æfur vegna málsins. „Þetta sendir röng skilaboð til fólks. Þetta gerir neytendur að glæpamönnum. Nú verður fólk hrætt um að lögregl- an stormi inn í hús þess, vegna þess að unglingurinn á heimilinu náði sér í nokkur lög á netið." Glæpsamlegt Þeirsem sækja sér kvikmynd á netið gætu fengið tveggja ára fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.