Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 25. MAFÍS 2006 Helgarblaö DV Dæmdur nauðgari rænir og nauðgar Nauðgarínn Kenneth G Hinson, sem slapp úr fangelsi árið 2000, hefur verið handtekinn aftur. Hin- son rændi tveimur 17 ára stúlkum afheimilum sínum og nauðgaði þeim í kjallara undir húsi sínu. Stúlkurnar komust út afsjálfs- dáðum. Saksóknarinn hafði mælt með að Hinson sæti námskeið fyrir kynferðisbrotamenn árið 2000 en dómarinn taldi það ekki nauðsynlegt.„Ef dómarinn hefði unnið vinnuna sína er mögulegt að stúlkurnar hefðu ekki þurft að ganga í gegnum þessa hrikalegu lífsreynslu, “ sagði talsmaður sak- sóknara. Raðmorð- ingigefur nyra Dómari i Bandaríkjun- um hefur leyft raðmorð- ingja í New Jersey að gefa annað nýrað úr sér. Charles Cul- len, sem hefur viður- kenntað hafa myrt 29 sjúklinga á elliheimili og sjúkrahúsum i Pennsylvaniu og NewJersey, mun gangast und- ir aðgerð svo hann geti gefið ætt- ingja vinar sins nýrað. Cullen, sem er 46 ára, hefur verið dæmd- urí 18 lífstíðarfangelsi fyrir morðin en hann drap sjúklingana með ofstórum lyfjaskammti. Myrti dóttir kærustu sinnar Breskur karlmaður hefur verið hand- tekinn grunaður um að hafa drepið 13 ára dóttur kærust- unnar sinnar áður en hann skar sig á púls. Lögreglumenn fundu Sophie Comins látna í herbergi sínu eftir að móðir hennar, Mandy, hafði hlaupið öskrandi út úr húsinu og fallið í götuna. Kærasti Mandy, Steve, fannst á neðri hæð hússins með alvarlega áverka á höndum en hann hafði búið með mæðgunum í fjögur ár. Steve hefur jafnað sig en ernúí haldi lögreglunnar. Martröð Terri Knight hófst árið 2003. Börnin hennar tvö höfðu ætlað í veislu til félaga sinna en þanngað komu þau aldrei. Síðan þá hefur ekkert til þeirra spurst. Hún veit að þau eru dáin en leitar enn dag og nótt. Mteður vllja hala hörain síb hié sér Martröð Terri Knight hófst 4. júlí 2003, sama dag og flestir Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardaginn. Manual Gehring, faðir tveggja barna Terri, Phillips 11 ára og Söruh 14 ára, sagðist ætla að keyra þau í veislu hjá félögum þeirra. Þanngað komu þau aldrei. Vitni sem sá síðast til barnanna Sakamál greindi frá því að hún hefði séð að börnunum var mikið niðri fyrir og neituðu þau að setjast í bílinn hjá föður sínum. Honum tókst þó að þvinga þau upp í bif- reið sfna og aka á brott. Skófla, hanskar, ruslapokar og límband Terri hafði samband við lög- reglu þegar börnin skiluðu sér ekki um kvöldið. Hún greindi frá því að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði sótt þau en síðan hefði hún hvorki heyrt í börnun- um né föður þeirra. Lögreglu- þjónarnir grennsluðust fyrir um ferðir mannsins og viðvörunar- k bjöllur fóru að hringja í hugum þeirra þegar þeir komust að því að það síðasta sem hann hafði keypt var skófla, hanskar, stórir ruslapokar og límband. Horfinn og börnin með Þegar þessir atburðir áttu sér stað gekk Terri með tvíbura og var hún komin fimm mánuði á leið. Hún hafði nýlega samþykkt að Gehring fengi að umgangast börnin meira en hafði verið, en hún sagði að það fyrirkomulag hefði þó ekki lagst vel í hann. Vinkona Gehrings hélt því þó fram að hann hefði verið mjög ánægður. Eitt var þó víst og það var að hann var horfinn ásamt börnum sínum. Fimm dögum eftir hvarfið, 9. júlí, sá lögreglan að kreditkort Gehrings hafði ver- ið notað til að kaupa bensín og föt. Skömmu síðar fannst hann og var færður til yfirheyrslu. Sannleikurinn kom í ljós. Lög- reglan sagði hann hafa verið afar yfirvegaðan og hreint ekki hegð- að sér eins og búast hefði mátt við af föður sem hefði nýlega myrt börn sín. tr' i sagði faðirínn frá því að hann hefði skotíð Söruh nokkrum sinnum í brjóstið þar sem húsi sat í aftur- sæti bílsins. Hann snérí sér svo að Phiilip sem sat í losti við hliðinú á sundur- i skotnu líki stóru 1 systur sinnar og lét duga að skjóta hann einu skoti í höfuðið. /• Ó vinnandi vegur Einhvers staðar á því griðarlega landflæmi sem sést á myndinni eru þau Phillip og Sarah. Manual Gehring Myndin er tekin skömmu eftir að lögreglunni tókst að hafa hendur í hári hans. Engar vísbendingar Að sögn Gehrings áttu börnin að vera grafin nálægt hraðbraut í Ohio-fylki. Síðar benti hann á fjölda annarra staða við hrað- brautir í ýmsum fylkjum Banda- ríkjanna. FBI leitaði af ummerkj- um en fann ekkert sem gaf vís- bendingar um hvar líkin gætu verið. í fangelsinu sagði faðirinn frá því að hann hefði skotið Söruh nokkrum sinnum í brjóst- ið þar sem hún sat í aftursæti bflsins. Hann snéri sér svo að Phillip sem sat í losti við hliðina á sundurskotnu liki stóru systur sinnar og lét duga að skjóta hann einu skoti í höfuðið. Því næst leitaði hann að hentugum stað til að grafa þau. Ófáanlegur til að tala Þrátt fyrir að mikið væri leitað að líkum barnanna fannst ekkert sem gaf leitarmönnum vísbend- ingu. Þegar Terri ól tvíburana var hún á barmi örvætingar yfir því að vita ekki um eldri börnin sín. Gehring virtist ófáanlegur til að segja nákvæmlega til um hvar þau væru og í mars 2004 fannst hann dauður í klefa sínum. Hann hafði hengt sig og enn dró úr lík- unum á því að finna börnin. Terri hafði ekki getað sinnt litlu tvíburunum sínum eins og hún vildi. Hún var aftur á móti óþreytandi við að leita á því gríð- arstóra svæði sem fýrrverandi eiginmaður hennar sagði þau vera grafin. Þangað fer hún hvenær sem hún fær tækifæri til og leitar. Leitar enn Margir vonuðu að dauði Gehrings yrði til þess að Terri fyndi frið en það var öðru nær. Sársaukinn magnaðist til mikilla muna því henni er mjög umhug- að um að börnin sem hún kvaddi með bros á vör árið 2003 fái að hvfla í firði. „Ég hef heyrt sögur af | því að fólk finni jarðneskar leifar barna sinna eftir 30 ára leit. Ég veit ekki hvort ég hef þrek til að bíða svo lengi en ég veit að ég mun ekki unna mér hvfldar fyrr en ég finn elsku börnin mín. Mér finnst þessi viðbrögð ekki undar- leg. Allar mæður vilja vita hvar börnin þeirra eru og hafa þau nálægt sér.“ a; Terri Knight Gekk með tvibura þegar eldri börnin hennar tvö hurfu. Karlmaður sem skaut lögfræðing sinn fimm skotum af stuttu færi var dæmdur i lifstíðarfangelsi fyrir tilraun til manndráps Skaut lögfræðing sinn Karlmaður, sem skaut lögfræð- ing sinn fimm skotum í hálsinn, höndina og öxlina af stuttu færi fyr- ir utan dómshús í Bandarfkjunum árið 2003, var í síðustu viku dæmd- ur í lífstíðarfangelsi auk 25 ára í við- bót. William Stier skaut lögfræðing- inn Gerald Curry eftir að hafa misst stjóm á sér fýrir utan dómsalinn en Stier var ósáttur við hvemig Curry hafði tekið á peningamálum hans. Myndatökumaður sem var á staðn- um til að fylgjast með framgöngu réttarhaldanna yfir leikaranum Ro- bert Blake tók skotárásina upp. Þar sést hvemig lögftæðingurinn reyndi að skýla sér á bak við tré á meðan Stier skaut á hann með tveimur skammbyssum. Eftir skotárásina gekk Stier í rólegheit- unum í burtu og kallaði til Curry itáetiil Óhugnanleg at- burðarrás Curry reynir að skýla sér á bak við tré. ZftfS M unm. 3*1 „þetta færðu fyrir að stela pening- um af mér“ þar sem hann lá í göt- Curry hefur jafnað sig eftir árás- .t'-rZk- ina en sagðist við réttarhöldin vona að Stier myndi aldrei losna úr fang- elsi. „Ég held að þetta sé mjög hættulegur maður," sagði Curry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.