Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 33
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 33 „Kannski er kyn- þokki tengdur hæfi- leikum yfirleitt." Strákamir em auðvitað algjör náttúmtalent þó að þeir hafi numið í tónlistarskólum af og til í gegnum tíð- ina. Kalli, sem mætir á undan í þetta viðtal, segist trúlega eiga metið í að hætta námi í miðju kafi. Upphaflega lærði hann þó af pabba sínum sem hafði það fýrir sið að spila hann í svefn á kvöldin með Bídalögum. „Hann hætti því þegar ég var far- inn að leiðrétta hann," segir Kalli hlæjandi. „Ég kunni orðið gripin bet- ur en hann. En ég fór mjög ungur að læra á hljóðfæri. Eg man ekki hvað ég var gamall þegar ég byrjaði að læra á klassískan gítar, man bara að ég var að taka strætó einn með gítarinn sem mér fannst rosalega þungur. Sem betur fer þekkti ég gítargripin áður en ég byrjaði að læra, annars hefði ég hætt, því mér fannst ekkert gaman að spila nótur sem ég gat alveg spilað án þess að hafa nótur. Ég fór svo í Orgel- skóla Yamaha og það var miklu meira fyrir mig. Þar fékk ég að spila popp sem var miklu skemmtilegra. Eftir það fór ég í klassískt píanónám og þaðan yfir í djasspíanó. Ég hef lært hjá mörgum góðum tónlistarmönn- um og komið víða við í teóríunni, lært klassíska tónfræði og djasstónffæði, tónheyrn og tónsmíðar, en aldrei klárað neitt. Ég er sennilega sá sem hefur hætt í flestum skólum," segir Kalli og kímir. Kórstarfið hjá Þorgerði inspírasjón Hann lauk þó stúdentsprófi frá MH og sér að sjálfsögðu ekki eftir því. „Aðallega þó vegna þess að þar kynntist ég Þorgerði Ingólfs og var í kómum. Það var svakalegt nám. Ég væri sennilega ekki að útsetja jafn mikið í dag ef ég hefði ekki verið í kómum þvf þaðan spratt löngunin til að útsetja. Fyrst vom þetta lítil kór- verk en nú víla ég ekki fýrir mér að út- setja fyrir stórar hljómsveitir. Tónlist- arlífið í MH var yfirhöfuð frábært. Við settum til dæmis upp Rocky Horror þar sem var valinn maður í hverju rúmi. Þetta var góður skóli sem ég bý að þó ég muni ekkert hvað ég lærði í sálfræði 103.“ Kalli var svo ekki nema rétt skrið- inn úr MH þegar hann var beðinn að koma norður á Akureyri til að spila í Evím. Hann sló til og um haustið var honum boðið að kenna við Tónlistar- skóla Akureyiar. „Það var ótrúlega skemmtilegt og spennandi að vera hinum megin við borðið," segir Kalli. „Ég kenndi þama í tvö ár, fýrir utan að vera hjá Leikfé- lagi Akureyrar, Freyvangsleikhúsinu og spila með fullt af hljómsveitum. En mig langaði suður aftur. Það var fi'nt að vera á Akureyri en ég er svo mikið borgarbam." Hittust í hæfileikakeppni Hann segir að ferillinn eftir að hann kom aftur suður sé allur í hræri- graut, en hann hefur þó alltaf verið á kafi í tónlistinni. „Eg hef spilað í mörgum hljómsveitum, samið og út- sett og verið í sjónvarpsþáttum. Ég var til dæmis í þættinum Stutt í spuna og tók þar við af Pálma. Hann tók svo við af mér í Fólki með Sirrý." Fyrstu kynni þeira Kalla og Pálma vom þó í hæfileikakeppni á Borginni árið 1987 þar sem báðir tóku þátt. „Ég man ekki hvomm gekk betur. Annar okkar varð í þriðja sæti, senni- lega var það Pálmi," segir Kalli hugs- andi, en harðneitar að gefa komment á hvor sé betri pi'anóleikari. „Skilgreindu betri," segir hann hlæjandi. „Snýst það um hver geti spilað hraðar eða hærra? Nei, það er ekki hægt að svara því." Gaman þegar goðsagnirnar mæta Þeir sem horfa á Það var lagið hafa væntanlega tekið eftir því að píanó- leikaramir em alltaf í stuði, en þó mismiklu. Kalli segir að þeir séu aldrei með uppgerð en óneitanlega sé þreyta farin að gera vart við sig þegar þriðji þátturinn er tekinn upp sama daginn. „Hemmi hefur ekkert fýrir þessu, en ég að minnsta kosti er meira með- vitaður um að halda stuðinu þegar ég er farinn að þreytast. Mér finnst yfir- leitt óþægilegt að horfa á þættina í sjónvarpinu en það kemur fýrir að þetta er einhvers staðar í gangi og næmgeðja píanóleikari eins og ég sé vel hvar í röðinni þátturinn hefur ver- ið. Ég ímynda mér að allir aðrir sjái það líka. En yfirleitt er smð í þáttun- um og svo fer þetta auðvitað eftir keppendum. Ég segi ekki að það hafi verið slakir þættir en sumir þættirnir em sérlega góðir. Það er til dæmis sérstaklega gaman þegar karlar eins og Raggi Bjarna og Ómar mæta. Þeir em eins og fimm ára böm og em að stríða Hemma allan tímann. Þeir em líka svo miklar goðsagnir að ég er þakklátur að fá að umgangast þá og kynnast þeim." Þarf að draga hann frá píanóinu Kalli er í sambúð með Önnu M. Sigurðardóttur sem er í tölvunar- fræði og þýðingum. Saman eiga þau Berglindi Rós, 14 ára, og Fróða, sem er fimm ára. Berglind er einmitt að fermast nú um helgina en Kalli segir að engin tónlistardagskrá sé fýrirhug- uð í veislunni. Aðsðpurður hvort ekki sé pressa á hann í fjölskylduboðum og parti'um að setjast við píanóið seg- ist hann ekki upplifa það sem pressu. „Ekki það að ég sé mikið í boðum og partíum en mér líður hvergi bemr en við píanóið. Það er frekar að það þurfi að draga mig í burtu," segir hann hlæjandi. „Mér finnst aldrei kvöð að spila, sennilega er ég bara ör- uggastur við hljóðfærið. Mér líður líka stundum illa á tónleikum því þá langar mig mest að vera uppi á sviði að spila." Kalli er mikill fjölskyldumaður þó að vinnutíminn sé langt í frá fjöl- skylduvænn en hann segir fjölskyldu- meðlimi ótrúlega umburðarlynda og það kunni hann vel að meta. „Ég var einmitt að kaupa gjöf handa konunni minni sem ég ætla að gefa henni á eftir," segir hann og brosir sínu blíðasta. Ertu svona rómantískur? „Já, ég held það bara. Ég kem ekki með blóm heim á hveijum föstudegi en ég er mikil tilfinningavera." íhvaða merki ertu? „Voginni." Trúirðu á stjömumerkin? „Kannski ekki beint en maður notar þetta sem afsökun. Helsti veik- leiki vogarinnar er hvað hún er óá- kveðin, og ég hef þurft að temja mér í gegnum tfðina að vera fljótur að taka ákvarðanir og standa við þær. Ég held það sé sprottið af því að ég er vog og trúi því að ég sé óákveðinn og verði að taka á því." Söngurinn gerði útslagið Nú mætir Pálmi galvaskur og er með Amald, níu mánaða son sinn, með sér. Dengurinn hlær og hjalar í stólnum sínum meðan píanistarnir heilsast og bera saman bækur sínar um kaffið á staðnum. Svo er pantað. Talið berst aftur að kynnum þeirra tveggja og hæfileikakeppninni á Borginni um árið og hvor sé betri píanóleikari. „Hvor okkar varð í þriðja sæti?" spyr Kalli. „Var það ekki ég?" segir Pálmi. „Þá er Pálmi betri?" segir Kalli hlæjandi. Hvað gerðuð þið í þessari hæfí- leikakeppni? „Ég spilaði en Kalli spilaði og söng." „Já, söngurinn hefur gert útslagið um að ég lenti ekki í verðlaunasæti," segir Kalli. Á hlaupum milli staða en hittast sjaldan Strákarnir hafa þekkst í nokkur ár og starfað saman í einu verkefni fýrir utan Það var lagið, en þar sem þeir spila á sama hljóðfæri eru þeir sjald- an saman í verkefnum. „Við vorum saman í prógrammi ‘98 sem Berglind Björk og Guðrún Gunnars stóðu fýrir, þar sem við vor- um að spila lög úr Disney-myndum. „Mér finnst aldrei kvöð að spila, senni- lega er ég bara ör- uggastur við hljóð- færið. Mérliðurlíka stundum illa ó tón- leikum því þó langar mig mest að vera uppiásviði." En yfirleitt liggja leiðir ekki saman. Síðasta laugardagskvöld var svona dæmigert," segir Kalli. „Þá var ég að spila í Gullhömrum meðan Pálmi var að spila í einhveiju skemmtiatriði í Laugardalshöll. Þegar ég var búinn í Gullhömrum fór ég í Höllina að spila með Milljónamæringunum og þá fór Pálmi í Gulhamrana að spila með hljómsveit þar. Þetta gerist oft.“ Eins og að fara á vertíð Þó að Það var lagið sé keppnis- þáttur leggur stjórnandinn mikla álterslu á að um leik sé að ræða og raðar stigum stundum svolítið frjáls- lega á liðin. Strákarnir taka þetta líka hæfilega hátíðlega en finna stundum fýrir keppnisskapinu. „Það er sérstaklega ef maður er búinn að tapa tveimur þáttum í röð, þá finnur maður fyrir því," segir Kalli og Pálmi er því alveg sammála. „Svo er líka mismikil keppni í keppendunum sjálfum," segir hann. Þeir etu líka sammmála um að þátttakan í sjónvarpsþáttunum hafi verið óhemju skemmtileg þó að tarn- imar hafi stundum verið töff. „Þetta hentar mér ofsalega vel og mér finnst þetta skemmtilegt músík- lega," segir Pálmi. „Svo er þetta törn, svona eins og að fara á sjó.“ „Nú kallarðu yfir þig reiði sjó- mannastéttarinnar," segir Kalli hlæj- andi, en samþykkir við nánari um- hugsun að kannski sé samlíkingin ekki fjarri lagi. Bítlarnir enn í uppáhaldi Pálmi segist aðspurður verða sjálfmenntaður að mestu. „Ég lærði á píanó ffá því ég var sex ára en hætti þegar ég var tólf. Mig langaði að læra eitthvað allt annað en það sem var f boði og var strax farinn að spila eftir eyranu. Ég spilaði My Life eftir Billy Joel á jólatónleikunum þegar ég var tólf ára og kennaranum fannst það bara fi'nt. Hann sagði að ég skyldi hvfla mig á klassíkinni söm ég og gerði. Ég fór svo ekki í tónlistarnám aftur fyrr en um tvítugt. Þarna á milli var ég bara að grúska sjálfur. Besti skólinn er að spila og vinna með góðu fólki en ég var ekki nema sautján þegar ég byrjaði að vinna við þetta. Þá spilaði ég Pöbbnum á Hverfisgötunni öll kvöld vikunnar. Þar að auki hef ég starfað sem píanó- leikari í öllum þess myndum, sem undirleikari söngvara, í leikhúsi og svo í Iiljómsveitum eins og Snigla- bandinu og Kentár, sem var starfandi blúslrljómsveit." Pálmi segist hafa tekið ástfóstri við ýmsar tónlistarstefnur í gegnum ti'ð- ina en Bítlamir sem vom í uppáhaldi þegar hann var lítill halda enn sínum sessi. „Ég heillaðist lflca af djassi og blús en mér finnst reyndar skemmtilegra að spila blús en hlusta á hann." Elda fáa en himneska rétti Sambýliskona Pálma er Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona og saman eiga þau Sigurhjört, sem er sjö ára, og Arnald, níu mánaða. Pálmi er eins og Kalli mikill fjöl- skyldumaður og reynir að finna jafn- vægi milli vinnutímans í tónlistinni og fjölskyldusamverunnar. „Það tekst nokkuð vel, maður er auðvitað alltaf að vinna þegar annað fólk er í fríi en við emm bæði í „fn'- lans“-vinnu þannig að við höfum oft góðan tíma inn á milli." Pálmi, sem er sporðdreki, segist vera þokkalega rómantískur og reynir stundum að gleðja konuna sína með góðum mat og kertaljósi þegar hún kemur heim úr vinnunni. „Hvort ég er dæmigerður sporð- dreki? Ég veit það ekki en það getur verið gaman að spá í þetta. Ég þekki mann sem er fæddur sama dag og ég og trúlega emm við nokkuð líkir." Strákarnir segjast báðir vera fínir kokkar og elda mat af listfengi. „Það em mest kjúklingaréttir hjá mér," segir Kalli. „Ég kann ekki að elda marga rétti en þeir fáu sem ég kann eru himneskir," segir Pálmi brosandi. Kynþokkafullir hvað? Þeir þvertaka fyrir að njóta gríð- arlegrar kvenhylli þó að blaðamaður segi hreint út að fátt sé eins kyn- þokkafullt og fallegur maður sem spilar af fingmm fram á píanó. „Það hef ég aldrei heyrt áður," segir Pálmi. „Mér finnst aðdáend- urnir nú aðallega vera miðaldra konur." Eins og það se' eitthvað verra, segir blaðamaður móðgaður. „Nei, alls ekki," segir Kalli góðlát- lega. „En kannski er kynþokki tengd- ur hæfileikum yfirleitt. Mig vantar samt alveg þetta poppstjörnugen. Við emm líka svo oft í undirleiks- hlutverkinu þannig að það er sama hversu vel maður stendur sig, söngvarinn fær alltaf mesta klapp- ið.“ Eins og að vera í góðu partíi Árið í ár er fullbókað hjá Kalla. Hann er bæði að semja einn og með öðmm og gera plötur með hinum og þessum. „Svo verða stórtónleikar í lok árs sem em reyndar enn dálítið leyndarmál," segir hann. Pálmi er að semja tónlist fyrir leikhúsverkefni sem verður sett upp í haust og plata með Sniglabandinu er væntanlég innan tíðar. „Kalli syngur einmitt eitt lag á þeirri plötu," segir Pálmi. Eruð þið að verða þokkaiega ríkir a' þessu? „Bara í hjartanu," segja þeir og glotta hvor til annars. „En við emm að gera nákvæmlega það sem við vildum gera þegar við vomm litlir. Við ætluðum alltaf að verða tónlist- armenn og erum mjög sáttir." Þeir vita enn ekkert um fram- haldið á Það var lagið en væm báðir til í að taka einn „túr" enn. „Það er svo skemmtileg orka í þessum þætti, þetta er eins og að vera í góðu partíi enda er það mein- ingin. Að fólk skuli kunna að meta þetta og jafnvel syngja með heima í stofu er svo bara hið besta mál,“ seg- ir Kalli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt," segir Pálmi. „Það er þetta spuna- element þar sem ekki er allt fyrir- fram ákveðið. Maður þarf alltaf að vera aðeins á tánum." „Ég myndi samt vilja prófa einn rólegan þátt þar sem meiri áhersla væri á tónlistina en stuðið," segir Kalli. „Eimitt. Það er nefnilega svo skemmtilegt við tónlist að hún nýtur sín oft best þegar hún fær að anda og þögnin að njóta sín," segir Pálmi. Myndu koma naktir fram Amaldur, sem hefur ljómað eins og sól allan tímann og lagt sitthvað til á englamáli, er nú aðeins farinn að þreytast. Pabbi hans lyktar af honum og fær grun sinn staðfestan. Sá litli þarf að fá nýja bleyju. Það er samt ekki hægt að sleppa þremenningunum nema fá svör við örfáum spurning- um í viðbót. Eins og til dæmis hvort það sé eitthvað í tónlist sem þeir myndu aldrei koma nálægt. „Það er orðið þannig núna að ég vel mér verkefni algjörlega eftir því hvað mig langar, sem ég held að sé gott fyrir mig. Það em alls konar hlutir sem ég myndi ekki gera, ekki af því ég telji mig yfir það hafinn heldur af því ég þarf ekki á því að halda," segir Kalli og Pálmi samsinn- ir og segir hann tala fyrir munn beggja. En mynduð þið koma naktir fram? Þeir hugsa sig aðeins um og kom- ast undrafljótt að niðurstöðu. „Já, ef það þjónaði einhverjum tilgangi," segja þeir og harðneita að útskýra það frekar. edda&dv.is „Það er svo skemmtileg orka í þessum þætti, þetta er eins og að vera í góðu partíi enda er það líka meiningin." Karl Olgeirsson LíÖur hvergi betur en viÖ pianóið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.