Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 23
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 23 Hádegi á laugardegi fyrir 35 árum. Það hvessir úr austri og það er dimmt yfir Hornafjarðardsi. Bátar hætta að draga og halda til hafnar. Fjórir bátar eru komnir inn um ósinn þar sem útfall er og innsigling erfið. Vélbáturinn Sigurfari fær á sig brot og fer á hliðina. Skömmu síðar fær báturinn á sig tvö brot til viðbótar og sekkur. Skipsmenn á bátum sem á eftir fylgja horfa á Sigurfara sökkva. Það gera líka menn í landi, enda siður austur á Höfn að fólk standi í Óslandinu þegar báta ber að. Um borð eru tíu sjómenn. Tveimur þeirra er bjargað um borð í Giss- ur hvíta, átta ungir sjómenn farast. Þeirra á meðal er Ævar Rafn ívarsson, þrítugur eiginmaður og faðir þriggja ungra drengja. Fjórða barnið er á leiðinni... Þrjátíu og fimm ámm síðar sit ég á fallegu heimili ekkju hans, Guðlaugar Káradóttur, austur á Höfn í Homa- firði. Hún hefur failist á að segja mér af lífi sínu; lífi sem einkennist af stór- um, þungum sorgarhöggum. Sorgum sem hún fékk að kynnast sem bam að aldri og hún ætlar líka að segja mér af deginum þegar hún missti ástina í lífi sínu. Þann dag missti hún ekki aðeins eiginmann sinn, heldur líka bróður sinn, frænda og góða vini og kunn- ingja. Höfn er lítið og samheldið sam- félag og það átti eftir að sýna sig á þessum erfiðu tímum. „Ég hef aldrei fundið neinn eins og Ævar Rafn," segir hún. „Hann var skapgóður, ljúfur, vildi allt fyrir alla gera, var mikill kokkur og bakari. Hann var líka mikill tiltektarmaður; var allt í öllu og hef engan hitt sem hefur getað komið í hans stað." Guðlaug Káradóttir fæddist í Syðra-Firði íLóni, næstelst sex systk- ina ogkynntist sorginni ungað árum: „Við fluttum hingað á Höfn þegar ég var á þriðja ári," segir hún. „Þá vom svo fá hús hér að ég gat næstum talið þau á fingmnum og ég gat farið inn í hvert hús og þegið köku! Það sem háði mér mikið var að ég er fædd með gallaða sjón á báðum augum, aðallega þó á hægra auga, sem ég svo blindaðist á 12 ára gömul. Krökkun- um fannst því gott að stinga mig af og án efa hefði ég verið einmana sem bam ef Halldór bróðir minn ekki ver- ið duglegur að hafa mig með sér. Hann var hitt augað mitt." „Um borð voru eigin- maður minn, bróðir, frændi og alla hina sjómennina þekkti ég vel. Tveimur mönnum hafði verið bjargað. Enginn hafði komið til mín að segja mér frá slysinu, ég frétti afþví fyrir tilviljun, tveimur klukkustundum eftir að báturinn sökk..." En það var ekki eingöngu meðal bama sem sjóndepra Guðlaugar mætá skilningsleysi: „Stóra vandamálið var að kennar- amir rifu af mér bækumar," segir hún. „Ég sá svo illa að ég þurfti að fara með bækumar upp að andlitinu - helst leggja þær á nefið á mér - til þess að sjá, en þá sá ég með því auga sem ég síðar varð blind á. Enginn kennari skildi að ég þyrfti að gera þetta og þar af leiðandi gekk mér illa að læra að lesa sem leiddi af sér að mér gekk illa að læra allt annað og lauk því aldrei bamaskólaprófinu. Sjálfsagt stafaði þetta af algjörri vanþekkingu kennar- anna. Stundum sámar mér þegar ég hugsa um þetta en það þýðir ekki neitt. Svona var þetta bara og maður verður að sætta sig við það héðan af. Jú, jú, ég grét stundum, ein með sjálfri mér eða utan í foreldrum mínum. Það þýddi heldur ekki fyrir þau að ræða við kennarann. Hann sagði að ég væri svo þijósk að ég vildi ekki hafa þetta öðruvísi." Manstu hvaða drauma þú áttir á þessum árum? „Já. Draumurinn minn snerist um að mig langaði mest til að sjá meira," segir hún og brosir dauflega. „Sjónin batnaði mikið eftir að ég fékk fyrstu gleraugun mín á níu ára afmælis- deginum. Þau breyttu öllu, þótt þau væm oft í maski því ég var svo mild] bmssa! Ég var og er mikil bamagæla og passaði oft böm en ung byrjaði ég að vinna við að þurrka saltfisk héma uppi á hólunum." Systkini deyja af slysförum Guðlaug var undir læknishendi frá tveggja ára aldri en suður til Reykja- víkur fór hún fyrst til lækninga átta ára gömul. Pabbi hennar fór með henni, en hafði ekki dvalist þar lengi þegar sorgin kvaddi dyra hjá fjöl- skyldunni ogfyrsta áfallið afmörgum reið yfír í lífí Guðlaugar: „Bróðir minn, sem átti nokkra daga í að verða fjögurra ára, hafði far- ið með vini sínum að sigla bátnum sínum í kæliþró sem kraldcamir sóttu mikið í. Vinurinn skilaði sér heim í hádeginu en ekki Sölmundur bróðir. Þegar farið var að leita að honum fannst bámrinn hans og hann hafði dmkknað í þrónni," segir hún og vöknar um augu. „Ég var skilin eftir hjá uppeldissystkinum pabba sem vom mér ekki vond, en hins vegar fékk ég enga hlýju þar. Þegar ég, átta ára telpan, spurði hvers vegna bróðir minn hefði dáið svöruðu þau að ég ætti ekkert að vera að hugsa um það. Svona var bömum svarað í þá daga. Ég fékk engar skýringar og lærði að ég ætti ekkert að ræða þetta og hlýddi því." En þetta var bara byrjunin á mörg- um áföllum. Nokkrum árum síðarlést Steinunn, systir Guðlaugar: „Mamma hafði það fyrir sið þegar hún fór í fjósið á morgnana að kveikja á olíuvél í eldhúsinu og hita vatn, því þá var vatnið að verða heitt þegar hún kom til baka. Systkini mín litlu áttu að vera uppi hjá pabba, sem hefur senni- lega dottað og litla systir mín, Stein- unn þriggja ára, læddist niður í eld- hús. Þar klifraði hún upp á eldhús- bekk og eldurinn úr vélinni læsti sig í náttkjólinn hennar. Pabbi hrökk upp við hljóðin í henni. Hún brenndist svo illa upp eftir kviðnum að henni varð ekki bjargað og lést samdægurs. Ég var ekld heima þá heldur, frétti þetta daginn eftir að hún lést og fékk þá að fara heim. Þetta fólk sem ég bjó hjá sagði mér frá andláti systur minnar eins og það væri sjálfsagður hlutur: „Hún systir þín dó í gær..." Hljóðara á heimilinu Mér hafði verið sagt áður en ég hitti Guðlaugu að hún væri mesti töffarinn á Höfh og því bregður mér þegar ég sé hana nánast brotna við þessa upprifun: „Ég finn enn stundum til sjálfsá- sökunar þegar ég hugsa um þetta," segir hún og strýkur sér um augun. „Ég hugsaði: „Afhveiju var ég ekki heima. Afhverju var ég ekld að passa hana?" Mér fannst líka alltaf að Hall- dór bróðir hefði átt að gæta Sölmund- ar bróður því þá hefði hann ekld drukknað. En auðvitað veit ég núna að svona átti þetta að fara. Ég var alltaf með þessa litlu stráka með mér, en kannski hefði ég, átta ára gömul, ekki getað komið í veg fyrir slysið. Feigum er ekld forðað. Það er sönn saga sem ég hef margreynt. Ég er búin að missa öll mín systkini, þijú þeirra af slysförum, eina systur úr heila- blæðingu og bróður úr krabbameini." Heldurðu að það hefði breytt við- horfí þínu hefðirðu fengið viðeigandi hjálp áþessum árum? „Já, örugglega hefði það verið öðruvísi. Þá hefði ég ekki þurft að byrgja inni það sem mig langaði að tala um og mér var alltaf sagt að þegja þegar ég reyndi að ræða málin. Eg gat ekki fylgt bróður mínum til grafar, en systur minni fylgdi ég. Ég man mest eftir kistunni hennar sem stóð í stof- unni heima, öll blómum skreytt og líka þegar var farið í kirkjugarðinn og kistan sett niður í gröf við hlið bróður okkar. Pabbi var orðinn fullorðinn á þessum tíma og átti bágt með að taka missi bama sinna. Það varð hljóðara á heimilinu." Ástin Stóru ástina ílífínu fann Guðlaug þegarhún var23 ára ogfarin að vinna í frystihúsi íSandgerði: „Ég sá Ævar fyrst í stiganum á Röðli í Reykjavík," segir hún og brosir hlýlega. „Það vildi svo heppilega til að hann var líka að vinna í Sandgerði þannig að við urðum samferða heim með rútunni, en ástin kviknaði dag- inn eftir. Ég fylgdi honum á Hofsós, þaðan sem hann var, tolldi þar í níu mánuði en vildi þá komast heim. Hann kom á eftir mér,“ segir hún og brosir örh'tið. „Við eignuðumst synina Halldór Kára, Bjöm Jón og Steinar Má, en ég gekk með fjóröa drenginn þegar slys- ið varð. Sá sonur hlaut nafn föður síns, Ævar Rafn." Er óttinn alitaf undirliggjandi í sjávarþorpi eins oghér? „Nei, ég hef aldrei búið við ótta. Er þeirrar trúar að það sem á að gerast mun gerast hvort-sem það er hér eða annars staðar. Hins vegar fer ég aldrei út í Ósland þegar veður er vont. Það þoli ég ekld. Tveir sona minna em til sjós og vilja ekki vera saman á báti. Ég sagði þeim strax að það skipti engu máli hvort þeir væm saman eða ekld. Fólk fer þegar tími þess er kominn, það er trú mín og vissa." Stóra stofuklukkan hennar Guð- laugarslær taktfast. TóIfsIög.Kannski táknræn tímaseming þegar við æti- um að ræða slysadaginn, 17. apríl 1971: „Veður hafði verið vont, en fór að skána eftir hádegið. Ég skúraði á þess- um tíma í bamaskólanum og var á leið þangað með eldri strákana mína tvo, 5 og 4 ára, en pabbi var heima að gæta Steinars, sem var tæplega eins árs. Á leiðinni hitti ég mann sem ég þekkti og fór að spjalla við hann. Sá að honum var brugðið og hann spurði mig hvort ég vissi ekki hvað hefði gerst? Þegar ég neitaði því og gekk á hann, sagði hann mér að Sigurfari, báturinn semÆvar var á, hefði farist í innsiglingunni. Ég treysti mér ekld heim til pabba að færa honum frétt- imar og fór þess f stað heim til bróður míns. Við tók löng bið: Hver finnst og hver ekld? Um borð vom eiginmaður minn, bróðir, frændi og alla hina sjó- mennina þeklcti ég vel. Tveimur mönnum hafði verið bjargað. Enginn hafði komið til mín að segja mér frá slysinu, ég ffétti af því fyrir tilviljun, tveimur klukkustundum eftir að bát- urinn sökk. Þetta var þungt högg og sjálfsagt hefur það bjargað mér hversu reið ég varð. Veður var svo brjálað að það var ekki hægt að ná í prest. Fólk kom og fór og ég reyndi að standa mig, hélt mér gangandi á reið- inni. Svona leið dagurinn, alltaf fullt af fólki. Maðurinn minn var annar sem fannst og þeir vom að finnast ffarn á haust. Sárið greri aldrei, því í hvert skipti og einhver fannst, ýfðist allt upp." „Stundum spyr ég: „Hvenær verður farið að plokka börnin mín af mér?" Ég get átt von á því..." Lausnin kom með tárunum Unga ekkjan var dofin. Tveir litlir strákar spurðu um pabba sinn, sá þriðji var of ungur til að skilja hvað hafðigerst: „Það var ekld talað neitt sérstak- lega við drengina," útskýrir hún. „Ekki eins og væri gert núna. Ég reyndi hins vegar sjálf að segja þeim ffá þessu. Það var erfitt að tala um þetta við þann elsta, hann vildi loka þetta inni. Sá yngri var hins vegar stöðugt að ræða þetta, eins og þetta væri eðlilegur hlutur, sem það og er. Það er eðlilegur hlutur að lcveðja ein- hvem sem er manni kær. Steinar kynntist hins vegar aldrei pabba sín- um svo hann átti engar minningar. Ég átti góða að, frænku og vinkonu sem hjálpaði mér mikið. Ég var aldrei ein og stundum fannst mér einum of mikill gestagangur. Ef ég leiddi hug- ann að slysinu og hvemig ég ffétti af því, kom reiðin upp og hún bjargaði mér í gegnum þetta, fannst mér. Það var mildð reiðarslag fyrir þetta litia samfélag hér að missa þessa ungu menn. Við Ævar vorum byijuð að byggja og það hjálpuðust allir að við að koma því húsi upp enda mjög mik- il samheldni ríkjandi í þorpinu. Sem dæmi get ég nefrit að gömul kona bauðst til að skúra bamaskólann fyrir mig. Hún tók engin laun fyrir það heldur afhenti mér þau.“ Gastu grátið? „Nei, ég lét það ekki eftir mér að sleppa mér í sorginni. Ég gat elcki grátið fyrr en mörgum ámm seinna. Þá opnaðist einhver flóðgátt. Ég lá bara í rúminu mínu og allt í einu fór ég að grenja og grenjaði út í eitt. Sem betur fer var enginn nálægt mér. Ég leyfði tárunum bara að flæða noklcra stund. Svo stóð ég bara upp og sagði við sjálfa mig: „Þetta þýðir ekkert..." Það vom sjö til ti'u manns á heimilinu og ég gat ekld farið að leggja mig í bleyti," segir Guðlaug, en bætir svo við eftir stutta þögn: „Oft hugsaði ég: „Ef pabbi þeirra væri hér, væri þetta öðmvísi..." En það þýddi ekkert að hugsa svona. Böm finna ef það vantar eitthvað á heimilið. Mamma og pabbi bjuggu hjá mér í mörg ár og pabbi las fyrir strákana og spilaði við þá, en hann var ekki að skipta sér af uppeld- inu. Það virti ég alltaf við hann." Hefurðu átt erfítt með að ræða þessar sorgir? „Já, á vissan hátt. Ég hef alltaf get- að talað um þetta út á við - án þess að opna hjarta mitt. Það vita allir Hafn- arbúar hvemig ég hef lifað, svo ég er ekkert að væla yffr þessu. Á ti'mabili leið mér mjög illa héma og fór til læknis og þegar hann sagði mér að ég væri með sykursýki kom kornið sem fyllti mælinn. Ég var allt í einu að bug- ast undan þessu öllu og brotnaði hjá lækninum. Einhvem veginn fannst mér auðveldara að segja ókunnugum frá þessari lífsreynslu. Það var mildll léttir að geta grátið, tárin vom lausn- in.“ Sáttvið lífið Af samtölum okkar Guðlaugar fram að þessu viðtali fannst mér hún virka sem algjör töffari, en hér á heimili hennar kemur allt annað í ljós. Les fólk þig ekki rétt? „Jú, ég reyni vera töffari, reyni að hjúpa mig, því það þýðir ekkert að vola og væla. Ég nota hörkuna, hún kemur af sjálfu sér og ég viðurkenni alveg að ég hef alltaf verið svolítið leiðinleg í tilsvömm!" segir hún hlæj- andi. „Maður verður stundum að vera harður við sjálfan sig, annars er ekki hægt að komast gegnum lffið." Erhægt að segja hvort eitt afþess- um mörgu höggum hafí verið það þyngsta? Hún hugsar sig um nokkra stund: „Ég held það hafi verið þegar litli bróðir minn dmkknaði," segir hún. „Og síðan slysið... En svona er bara lífið og því verður ekki breytt. Nú er ég ein eftir af systidnum sex. Ég missti bróður minn úr krabbameini árið 1983 og systur rpína úr heilablóðfalli fyrir sjö ámm. Stundum spyr ég: „Hvenær verður farið að plokka bömin mín af mér?" Ég get átt von á því..." Hefurðu ekkert leitað til Guðs eða rætt við presta? „Ég hef látið presta í friði, en sjaldnast sofha ég án þess að fara með bænimar mínar. Ég á marga í kfrkju- garðinum hér og sinni leiðunum þeirra, þótt ég sé ekki endilega mikill kirkjugarðsvinur. Ég veit að beinin hans Ævars liggja þar, en hann er ekki þar sjálfur. Andi hans er á betri stað." Ertu sátt við fortíðina, lífíö þitt, þrátt fyrir þessi miklu högg? „Já, ég er sátt við lífið mitt," svarar hún að bragði. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Ég á yndislega að, góða syni og tengdadætur og mörg yndisleg bamaböm. Ég er elcki sú eina sem hef þurft að mæta sorgum. Það er ekld lagt á neinn það sem hann ekld getur borið. Ég myndi ekld vilja breyta neinu. Þetta hlutskipti var mér ætlað. Ég væri ekkert betri manneskja ef ég gæti breytt fom'ð- inni. Ég verð alltaf eins og ég er." Þegar hún kveður mig faðmar hún mig fast að sér, - og þá er komið að því að ég finn fyrir tárunum.Töffar- inn ég, sem hafði barist gegn þeim þegar Guðlaug grét í frásögn sinni. Og ég skammast mín. Ekki yfir því að gráta í fangi þessarar konu, heldur skammast ég mín fyrir að hafa nokkm sinni eytt tíma í að vera reið, sár eða bitur út af hlutum sem em svo hlægilega litiir í samanburði við lífið hennar Guðlaugar að maður hefði aldrei átt svo mikið sem að leiða hugann að þeim. Það þarf konu eins og Guðlaugu Káradóttur til að kenna oklcur hvemig lífið er.... annakristine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.